Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

From Hell 2001

Frumsýnd: 11. janúar 2002

Only the legend will survive.

122 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 57% Critics
The Movies database einkunn 54
/100

Myndin fjallar um hið alræmda mál Kobba kviðristu, eða raðmorðingjans Jack the Ripper, í London árið 1888. Kobbi myrti vændiskonur í Whitechapel hverfinu í London. Rannsóknarlögreglumennirnir Fred Abberline og Peter Godley rannsaka málið. Abberline er opium neytandi og þykist sjá inn í framtíðina. Þeir félagar kynnast vændiskonum sem eru vinkonur fórnarlamba... Lesa meira

Myndin fjallar um hið alræmda mál Kobba kviðristu, eða raðmorðingjans Jack the Ripper, í London árið 1888. Kobbi myrti vændiskonur í Whitechapel hverfinu í London. Rannsóknarlögreglumennirnir Fred Abberline og Peter Godley rannsaka málið. Abberline er opium neytandi og þykist sjá inn í framtíðina. Þeir félagar kynnast vændiskonum sem eru vinkonur fórnarlamba og Abberline verður ástfanginn af Mary Kelly, og dregst sífellt dýpra inn í samsæriskenningar og vill leysa málið áður en Mary Kelly fellur fyrir hendi morðingjans.... minna

Aðalleikarar


Ég heyrði að þeir kapparnir í Nexus hefðu neitað að forsýna þessa mynd vegna þess hve mikil eyðilegging hún er á myndasögu Alans Moores. Þeir sem hafa lesið þessa líka frábæru myndasögubók ættu aldeilis að taka í taumana og berja leikstjóra þesara myndar rækilega í klessu fyrir að hafa móðgað alla aðdáendur Alan Moores, hvenær síðan hafði kvikmyndagerðarfólk leyfi til að kaupa rándýran höfundarrétt af einhverju skáldverki og gera síðan einhverja heimskulega sögu og kalla hana From Hell? Eftir að ég sá þessa mynd áttaði ég mig alveg á því að þeir Nexus-menn höfðu rétt fyrir sér með að vera ekkert að sýna þetta. E.t.v. er myndin samt ágæt ef maður hefur ekki lesið myndasöguna og hefur bara kynnt sér kviðristu-Kobba sjálfan en fólk sem hefur líka áhuga á honum gæti orðið fyrir vonbrigðum með myndina því hún tekur sér alltof mikið höfundarleyfi á öllu saman.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Johnny Depp leikur lögregluþjóninn Fred Abberline af mikilli sannfæringu, en sá sem mér fannst stela senunni var Ian Holm. Hann er álíka góður í þessari mynd og hann var í The Lord of the Rings. Þeir Hughes bræður skila sínu til hins fullnusta og gera góða mynd um Jack the Ripper. Samt svolítið skrýtið að þeir geri svona mynd miðað við hvernig myndir þeir höfðu gert(Menace II Society og Dead Presidents, sem voru báðar snilldar myndir.) en það er bara í fína lagi. Ef þið fílið sakamálamyndir, þá er alveg hægt að mæla með þessari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

From Hell heitir nýjasta mynd Hughes bræðra og fjallar um rannsóknina á einum frægustu morðmálum allra tíma. Jack the Ripper, eða Kobbi Kviðrista var talinn hafa myrt fimm gleðikonur á a.m.k tíu vikna tímabili í London, árið 1888, en þrátt fyrir mikla leit náðist hann aldrei. Myndin ere víst byggð á sammnefndri skáldsögu, sem varð víst nokkuð vinsæld og vakti nýja hlið á málinu. Leikstjórarnir Allen Hughes og Albert Hughes hafa áður fyrr gert þrjár kvikmyndir, Menace to Society ( 1993 ), Dead Presidents ( 1995 ), og heimildarmyndina American Pimp ( 1999 ). Allar myndirnar ( veit samt ekki alveg um American Pimp ) hafa fjallað um blökkumenn í gettóinu, og hafa víst gefið nokkuð sannfærandi mynd af lífi þeirra. Fjórða myndin ( From Hell ) er þó nokkuð frábrugðin fyrri myndum þeirra bræðra, en þó ekki. Allar gerast í fátækrahverfum, en þó er þessi aðeins með hvítum leikurum. Í helstu aðalhlutverkum eru Johnny Depp, Heather Graham, Ian Holm, og Robbie Coltrane. Johnny Depp leikur lögregluforingjann Frederick Abberline sem hefur verið falið rannsókn á morðmálunum. Abberline þessi hefur þó sérstakann hæfileika, hann getur séð hluti fyrir sér, og þá reynist það hjálpsamlegt í þessum dularfullu málum. Hann kynnist fljótt vændiskonunni Mary Kelly ( Heather Graham ) sem hafði þá átt í vinasambandi við nokkur fórnarlömb. Smám saman fella þau hug og hjörtu saman, en það er eins og Kobbi leggist aðeins á ákveðinn vinahóp, sem Mary Kelly tilheyrir, og hver veit ef hún er næst? Þið lesendur þurfið að ganga í gegnum myndina til að komast að því. Fyrst af öllu er myndin ótrúlega flott. Sviðsetningin er hreint útsagt stórkostleg, þið verðið bara að sjá þetta. Svo er leikurinn líka í hágæðaflokki, flest allir eru frábærir í hlutverkum sínum, sérstaklega var Johnny Depp frábær, og náði geðveikum hreim í hlutverki sínu. Svo voru Ian Holm og Robbie Coltrane einnig mjög góðir í sínum rullum. Handritið er nokkuð gott, myndatakan er til fyrirmyndar, og var ég búinn að minnast á sviðsmyndirnar?

Myndin er mjög blóðug, og minnir á hinar örgustu splatter myndir. Klám, ofbeldi, blóðsúthellingar, þið finnið nóg af þeim hér, og vil ég minna fólk á að líta aðeins á dvd diskinn þegar hann kemur. Því þar er að finna allt efnið sem kvikmyndareftirlitið hefði aldrei leyft. Andrúmsloftið í myndinni er geðveikt, og má lýsa myndinni sem hryllingsmynd. Samt er myndin ekki fullkomin og má finna nóg af göllum ef maður leitar en það er ekkert gaman að fara yfir þá svo að ég sleppi því bara.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég er líklega sá eini sem er skrifa hérna dóm sem veit eitthvað um málið, þetta er grunnpunktur sem ég þarf að færa fram vegna þess að gagnrýni mín er mjög lituð af því. Plottið stenst engann veginn, þetta er gömul samsæriskenning sem var víst gerð að teiknimyndasögu og myndin byggð á henni. Ef þið viljið lesa um málið þá er góð grein á http://www.crimelibrary.com/jack/jackmain.htm (varið ykkur samt á myndunum ef þið viljið ekki sjá raunverulegan óhugnað). Ég hefði viljað fá mynd sem kannaði raunverulega þá sem voru grunaðir, sýndi hvernig þetta var, í þessarri mynd var ekki bara skáldað í eyðurnar heldur yfir staðreyndir. Myndin hins vegar er góð að mörgu leyti, London er óhugnaleg, Johnny er skemmtilegur og Robbie líka.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Óvenju dauð miðað við hráefnið
Það er sanngjarnt að taka það fram að ég hef ekki (ennþá!) lesið teiknuðu skáldsöguna eftir Alan Moore, en miðað við það sem ég hef heyrt þá er hún miklu flóknari, dýpri og almennt áhugaverðari heldur en kvikmyndaútgáfan. Moore er náttúrulega goðsögn, og ég færi aldrei að trúa því að hann gæti skrifað eitthvað eins klisjukennt og það sem við fáum út úr þessari mynd. Hér sitja Hughes-bræður (Menace II Society, Dead Presidents) við stjórnvölinn, og þó svo að þeir eigi gott orð skilið fyrir að búa til fyrirtaks andrúmsloft þá er heildarpakkinn afskaplega lakur.

Söguþráðurinn er bara grútleiðinlegur. Hann er ferlega hefðbundinn, óspennandi og ekki bætir það úr skák að maður fatti það strax hver morðinginn er. Johnny Depp, Robbie Coltrane og Ian Holm ná að gera fína hluti við rullurnar sínar enda sterkir leikarar. Þeir bjarga því sem hægt er að bjarga og ég hefði kannski verið til í að kalla myndina miðjumoð hefði Heather Graham ekki verið í einu aðalhlutverkinu. Hún er alveg óþolandi og hreimurinn hennar er ekkert annað en ónýtur. Senurnar með henni og Depp eru sumar pínlegar, eins og það hafi ekki verið nógu slæmt nú þegar að manni var afar sama um þau bæði.

Ég sé enga ástæðu til þess að segja einhverjum að sjá þessa mynd. Morðgátur eiga að áhugaverðar, spennandi og á köflum taugatrekkjandi og óþægilegar. Jú jú, óþægindin vanta svosem ekki, en ég bjóst alls ekki við því að eitt þekktasta og athyglisverðasta morðmál allra tíma gat orðið svona leiðingjarnt í bíómynd. From Hell er semsagt bara svæfandi mynd sem tekur áhugaverða grunnhugmynd og breytir henni í dæmigerða Hollywood-froðu sem hefur einungis vandað útlit og þrjá hæfileikaríka leikara sem gera sitt besta til að halda stoltinu uppi. Sleppið þessari mynd samt, því útlitið getið þið séð í trailernum og þessa sömu leikara eru að finna í fullt af öðrum myndum sem eru þúsundfalt betri en þessi.

4/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

23.08.2018

Nýtt í bíó - Alpha

Stórmyndin Alpha með Jóhannesi Hauki Jóhannessyni í stóru hlutverki, verður frumsýnd þann 29. ágúst nk., að því er fram kemur í tilkynningu frá Senu. Kvikmyndin verður sýnd í Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbí...

26.03.2013

Kvikmyndagagnrýni: Broken City

Einkunn: 2/5 Kvikmyndin Broken City var frumsýnd hér á landi þann 15. mars síðastliðinn og hefur því verið í sýningu í íslenskum kvikmyndahúsum í rúmlega viku. Myndin skartar þeim Russell Crowe og Mark Wahlberg...

21.09.2012

Önnur asísk perla endurgerð

Maður fær alltaf lítinn sting í hjartað þegar að fregnir berast um að stór samsteypa í Bandaríkjunum tekur upp á því að endurgera gersemar úr asíska kvikmyndaheiminum. Það þarf þó ekki alltaf að vera slæmt ...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn