Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Unforgiven 1992

It's a hell of a thing, killing a man

131 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 96% Critics
The Movies database einkunn 85
/100
Myndin vann fjögur Óskarsverðlaun. Besta mynd, besti leikari í aukahlutverki Gene Hackman, besta leikstjórn Clint Eastwood, og besta klipping Joel Cox.

Íbúar bæjarins Big Whisky eru venjulegt fólk, sem er að reyna að lifa venjulegu lífi. Lögreglustjórinn Little Bill, reynir að byggja sér hús og halda uppi lögum og reglu. Gleðikonur bæjarins hafa í sig og á. Nú birtast nokkrir kúrekar sem fara illa með eina gleðikonuna, og skera hana með hnífi. Vændiskonurnar eru ekki sáttar við hvernig Bill tekur á... Lesa meira

Íbúar bæjarins Big Whisky eru venjulegt fólk, sem er að reyna að lifa venjulegu lífi. Lögreglustjórinn Little Bill, reynir að byggja sér hús og halda uppi lögum og reglu. Gleðikonur bæjarins hafa í sig og á. Nú birtast nokkrir kúrekar sem fara illa með eina gleðikonuna, og skera hana með hnífi. Vændiskonurnar eru ekki sáttar við hvernig Bill tekur á málum og heita verðlaunum hverjum þeim sem tekst að finna ofbeldismennina. Ungur byssumaður, The Schofield Kid, ákveður að reyna sig við verkefnið, og einnig hinn aldni byssumaður William Munny. Munny lagði byssuna á hilluna fyrir unga konu sína, og hefur um hríð verið að rækta jörðina og tvö börn í friði og spekt. Nú er konan hinsvegar farin, og líf bóndans er erfitt. Munny eru líka mislagðar hendur við búskapinn. Hann kallar í gamlan félaga sinn, Ned, og ákveður að taka fram byssurnar til að drepa menn á nýjan leik, setur hnakk á gömlu geðvondu truntuna sína og ríður af stað.... minna

Aðalleikarar

Dökkur og óhefðbundinn vestri
Eastwood er enginn nýgræðingur þegar það kemur að vestrum. Honum tekst þó engu að síður að gera þær einstaklega ferskar, hvort sem hann leikur eða leikstýrir. Hér gerir hann nefninlega bæði. Með skemmtilega dökku yfirbragði litar hann kvikmynda Unforgiven og skilur eftir sig nokkuð einfalda, en eftirminnilega mynd.

Meistarinn sjálfur leiðir leikarahjörðina eins og svo oft áður. Á bak við sig hefur hann menn á borð við Morgan Freeman, Gene Hackman, Jaimz Woolvett og hinum látna Richard Harris, en allir standa þeir sig frábærlega. Ekki þarf nema að líta á þessi nöfn til þess að kvikmyndin fái ákveðinn gæðastimpil. Clint tekst á við sína klassísku „anti-hero“ persónu sem hinn fyrrverandi morðingi William Munny og þín eigin siðferðiskennd er það eina sem úrskurðar hve mikið þú kannt að meta hann. Freeman gamli er svo æðislegi stuðningskarakterinn Ned Logan sem allir elska (kemur á óvart). Að lokum eru Hackman og Woolvett gaurarnir sem þér mun líka illa við í þessari kvikmynd, en þó eru þeir ekki í sama liðinu.

Söguþráðurinn er í sjálfu sér mjög einfaldur en það eru litlu hlutirnir sem gera hann góðann. Sagan byrjar á því að tveir óþokkar skera hóru í andlitið fyrir lítið sem ekki neitt. Þetta gerist í friðsömum bæ þar sem ókunnum mönnum er ekki heimilt að bera skotvopn svo mennirnir fá væga refsingu. Dömurnar í hóruhúsinu eru alls ekki sáttar með slíkt og setja því fé á haus þeirra. Þar kemur svo Munny (Eastwood) inn í söguna, þar sem hann var eitt sinn grimmur morðingi en er nú aðeins fátækur smábóndi.

Ef þú fílar vestra er þessi algjörlega skylduáhorf. Þó þú gerir það ekki eru samt töluverðar líkur á að engin vonsvikni muni eiga sér stað þar sem ekki er hægt að segja að þessi mynd sé hefðbundin. Við getum öll verið sammála um að kvikmyndir af þessu tagi njóti ekki sömu vinsælda og þær gerðu áður fyrr, en það er alltaf fínt að fá eina svona inn á milli.

8/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Unforgiven er vestri leikstýrður af einum vinsælasta leikara og leikstjóra allra tíma, Clint Eastwood. Maðurinn hefur verið í miklu persónulegu uppáhaldi hjá mér síðan ég byrjaði að horfa á kvikmyndir af krafti. Nánar tiltekið fyrir um það bil fjórum árum eftir að félagi minn kynnti mig almennilega fyrir kvikmyndalistinni. ‘Clinturinn’ eins og við félagarnir köllum hann oft á tíðum hafði verið, og er enn í miklu uppáhaldi hjá honum. Þessi félagi minn fékk mig til að horfa á spaghetti-vestrana eftir Sergio Leone sem Clint lék einmitt í og fór á kostum. Ég elskaði myndirnar eftir þetta og hef horft á þær reglulega síðan. Ég fór að horfa meira á kallinn og sá hann og dýrkaði í Dirty Harry, þar sem honum var leikstýrt af Don Siegel. Don hafði leikstýrt honum áður og átti eftir að gera það oftar, og var samstarf þeirra frábært.


Svo fór síðan að Sergio Leone dó árið 1989 og svo tveimur árum seinna lést Don Siegel. Þarna á stuttum tíma fóru frá honum tveir leikstjórar og félagar sem hann hafði átt gott samband við, svo hann ákvað að gera mynd til heiðurs þeim, en sú mynd var einmitt Unforgiven, og sjást mikil áhrif koma frá leikstjórunum tveimur í myndinni.


Myndin fjallar um fyrrum morðingja og drykkjumann að nafni William Munny ( Clint Eastwood). En hann hafði hætt öllum glæpum eftir að hann giftist konu sinni, hún ól með honum þrjú börn og ráku þau saman bóndabýli. Svo fór síðan að kona hans dó og hann reyndi að halda sínu striki eftir það. Það gengur ekki allt sem best og á hann í miklum fjárhagsvandræðum, búskapurinn gekk ekki alltof vel. Dag einn birtist síðan til hans ungur maður eða ‘The Schofield Kid’ (Jamis Woolvett) eins og hann er kallaður. Hann vill fá Munny til að koma með sér í verkefni sem felur í sér að finna og drepa menn sem höfðu rústað, eða skorið hóru. Munny samþykir það að lokum með því að skilyrði að gamli félagi hans Nedon Logan (Morgan Freeman) fengi að koma með, og fái hluta af fénu sem þeir myndu fá fyrir að drepa mennina. Svo fer þannig að þeir þrír fara saman í þennan leiðangur. Inn í söguna flettast svo ‘Little Bill’(Gene Hackman) sem er lögreglustjóri í bænum sem að hóran býr í og ‘English Bob’ ( Richard Harris) sem er einstaklega skemmtilegur karakter. Breti og mikill byssumaður með Englandsdrottninguna á heilanum.


Myndin er mjög raunsæ og er alls ekki þessi týpískri vestri, þó svo að hann byggst á þessum vanalegu ‘vestra-karakterum’, það er að segja glæpamönnunum og löggunni. Í myndinni er farið mun dýpra í persónurnar og meira í tilfinningar þeirra heldur en oftast. Munny og Logan pæla mikið í því að hvort að þegar á hólminn er komið, að þeir hafi í rauninni kjarkinn í að drepa mennina, að taka mannslíf. Þetta var ekki mikið mál fyrir þá á yngri árum en þá gerðu þeir þetta alltaf undir áhrifum áfengis. Þeir eru orðnir breyttir menn og efast mjög um hvort þeir gert þetta. Þessari og fleirum siðferðisspurningum er varpað fram og persónurnar velta þeim fyrir sér. Byssuatriðin eru annað sem gerir myndina svo raunverulega en þau eru frábær. Ef þú færð færi á að skjóta skotmarkið í bakið án þess að það taki eftir gerirðu það, en bankar ekki í öxlina á fórnarlambinu og býður í einvígi þar sem meiri líkur er á því að þú deyir. Að berjast sanngjarnt er ekki málið þarna.


Clint Eastwood stendur sig að vana frábærlega í leikstjórahlutverkinu, enda fékk hann óskarinn fyrir leikstjóravinnu sínu að þessari mynd, einnig var hann tilnefndur fyrir leik í aðalhlutverki. Leikstjórnunarstíll hans finnst mér yfirleitt mjög hversdagslegur og einkennist af lítilli en þó góðri tónlistarnotkun og hlédrægri kvikmyndatöku. Einnig fær hann í lang flestum tilvikum það besta út úr leikurunum og er nýjasta dæmið um það myndin Mystic River sem er einstaklega vel leikin. Annað dæmi um það er frammistaða Jamis Woolvett í hlutverki Schofielfd Kid, en hann stendur sig mjög vel en virðist aldrei aftur hafa náð sér almennilega á strik og hefur ekki leikið í neinu allt of góðu síðan.


Myndin er mjög vel leikin enda samansafnaður hópur af reyndum og góðum leikurum hér á ferð. Gene Hackman er frábærari en flestir og fékk góða umbun fyrir það á Óskarsverðlaunahátíðinni.


Hún hlaut alls fjögur óskarsverðlaun en þau voru fyrir túlkun Gene Hackman á Litla Bill, bestu myndina og klippingu, sem Joel Cox sá um og áðurumtöluð verðlaun sem Eastwood fékk fyrir leikstjórn.


Þegar allt er tekið saman er þetta frábær mynd og fær frá mér fjórar stjörnur af fjórum.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er bara snilldar mynd með snilldar leikurum og valda þeir Eastwood,Hackman og freeman manni ekki vonbrigðum í þessari snilldar mynd.

Söguþráðurin er mjög góður leikur frábær og sviðsetning góð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Snilldar vestri sem hlaut fjögur óskarsverðlaun árið 1992 meðal annars fyirir bestu leikstjórn (Clint Eastwood) og besta leik í aukahlutverki(Gene Hackman). Gamall afbrotamður að nafni William

Munny (Clint Eastwood neðist til þesss að að taka að sér eitt loka verkefni vegna peningaskorts. Hann fær með sér lið gamlan félaga að nafni Ned (Morgan Fremann) og þeir félagar taka að se´r það verkefni að drepa tvo byssumenn sem höfðu skorið og stungið hóru. Fra´bærlega vel leikstírð og leikin mynd í alla staði. Að mínu mati einn af tveimur bestu allra tíma oghinn vestrinn er The good, the bad and the ugly sem Clint Eastwood leikur einnig í. Ég mæli eindregið með þessari mynd og hvet ykkur til að leigja þessa mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Unforgiven er frábær kvikmynd sem gerist í villta vestrinu. Clint Eastwood fer á kostum sem William Munny og þeir Gene Hackman, Richard Harris og Morgan Freeman eru ekki síðri. Myndin er um William, Ned og Schofield kid sem ætla sér að drepa tvo menn sem mysþyrmdu vændiskonu vegna peningaverðlauna sem aðrar vændiskonur á sama stað bjóða. Aðrar aðalpersónur í myndinni eru English Bob sem kemur vopnaður í bæinn og lendir þess vegna í klónum á fógetanum Litla Bill. Unforgiven er frábær spennu og kúrekamynd með stórleikurum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

09.11.2021

Aldinn kúreki í sendiferð og þrjár sögur í frönsku dagblaði

Tvær áhugaverðar kvikmyndir koma í bíó í þessari viku eftir tvo fantagóða og margverðlaunaða gæðaleikstjóra. Annars vegar er það nýjasta mynd Clint Eastwood, þar sem hann fer sjálfur með aðalhlutverkið, eins ...

08.10.2018

Cooper yrði níundi Óskarstilnefndi fyrir bæði leik og leikstjórn

Bradley Cooper er líklega í sjöunda himni þessa dagana útaf góðum viðtökum sem nýjasta kvikmynd hans A Star is Born er að fá, en myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum fyrr í haust, og fékk þar glimr...

15.07.2013

Unforgiven verður Samuræjamynd - Ný stikla

Í september nk. er von á japanskri endurgerð á Óskarsverðlaunavestranum Unforgiven sem Clint Eastwood leikstýrði upphaflega. Endurgerðina gerir leikstjórinn Lee Sang-il og aðalhlutverkið leikur  hinn þekkti japanski lei...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn