Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Gangs of New York 2002

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 21. febrúar 2003

Freedom was born in the streets.

167 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 73% Critics
The Movies database einkunn 72
/100
Tilnefnd til tíu Óskarsverðlauna. Vann Golden Globe verðlaunin fyrir leikstjórn og besta lag í kvikmynd: The Hands That Built America eftir hljómsveitina U2.

Ungur maður að nafni Amsterdam snýr aftur til New York eftir 16 ára fjarveru árið 1863 og ætlar sér m.a. að ná hefndum gegn William "Bill The Butcher" Cutting, sem drap föður hans í blóðugu klíkustríði.

Aðalleikarar

scorsese klikkar ekki
Gangs of new york er frábær mynd sem allir verða að sjá.Það var samt eitt við hana sem mér fannst ótrúlegt. Það var ein af aðalpersónum sem Daniel Day-Lewis leikur, þessi persóna finnst mér ein svalasta persóna sem hefur verið kvikmynduð í sögunni.Daniel day lewis er einn af bestu leikurum allra tíma að mínu mati og leikur hans á William cutting eða Bill the butcher er gargandi snilld. Þessi persóna er leiðtogi valdamestu klíkunnar í new york á þessum tíma, Þessi maður taldi sig vera sannan ameríkana og var trú hans á innfæddum ameríkunum að varast erlend áhrif ótrúleg og varð það honum lokum að falli.Þessi maður er frábærlega leikin af Lewis og ótrúlega svalur í myndinni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hin heimsfrægi leikstjóri, Martin Scorsese, er hér kominn með enn eitt meistaraverkið sitt. Myndin vakti nokkura athygli fyrir það að vera tekinn upp á gamla mátann. Þ.E. risastórar sviðsmyndir og margir aukaleikarar, etc. Gangs of NY hefst árið 1846 þar sem tvær aðalklíkur New York borgar, The Natives og Dead Rabbits berjast um hverfið The Five Points. Dead Rabbits eru írskir innflytjendur, en The Natives eru innfæddir menn. Undir lok bardagans hittast foringjar hvost klíku, 'Priest' Vallon og Bill 'The Butcher' Cutting. Það endar með því að Vallon deyr og The Five Points er nú undir stjórn Bill Cuttings og klíku hans. Sonur Vallons, Amsterdam, sleppur burt og endar í fangelsi. 16 árum síðar, 1863, snýr Amsterdam aftur til The Five Points. Þar hittir hann gamlan vin, Johnny að nafni og verða þeir félagar þar á eftir. Eftir að Amsterdam hittir Bill þá byrjar hann á ráðabruggi sínu um að koma Bill fyrir kattarnef. Myndin er prýdd stóru stjörnuliði leikarar. Þar má nefna: Daniel Day-Lewis (Bill the Butcher), Leonarndo DiCaprio (Amsterdam), Cameron Diaz (Jenny), Jim Brodabent (Boss Tweed), Henry Thomas (Johnny), Liam Neeson ('Priest Vallon') og Brendan Gleeson (Monk). Öll tæknivinnnan á bakvið myndavélina er (eins og í flest öllum Scorsese-myndum), fyrsta flokks. Allir leikarar eru að standa sig með prýði. Daniel Day-Lewis er algerlega óþekkanlegur í gervi sínu sem Bill og Leo DiCaprio stendur sig alveg ágætlega. Tónlistin er alveg fín og búningarnir er alveg FULLKOMNIR! En allavega, frábær mynd sem allir ættu að sjá og hafa gaman af!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ekki skil ég hvað fólk er að lofsama leikarana í þessari mynd, þar sem að hún er of leiðinleg og löng til að ég náði að horfa á hana af heilum hug, og get þar af leiðandi ekki séð hvað var svona gott við leikarana. Daniel Day Lewis er einn ofmetnaðasti leikari sinnar kynslóðar og er engin mynd með honum sem að ég get klárað að horfa á. Hann er bara svo leiðinlegur. Sagan á bakvið þessa sögu er ekki heillandi eins og hún hefði átt að vera til að ná að fanga fólk, en aftur á móti er ansi lítið um amerískan þjóðrembing eða sjálflof sem er nýtt í mynd sem fjallar um sögu Norður-Ameríku. Umhverfið og búningarnir er svo sem vel gert en það er bara ekki nóg því það var á stundun eins og að leikararnir væru að bíða eftir sínum Q-um, það er þegar þeir eru í ramma og eiga að fara með sína rullu. (allt of mikið hik) Samhengislausar persónur og framkoma þeirra í myndinn er leiðinleg og ég náði bara ekki að verða heillaður. Ekki fannst mér ógeðslegt þegar menn stungu hvern annan í skrokkinn með sveðjum og álíka tólum, enda Þarf ansi mikið til hjá mér. Það sem ég er að reyna að segja er að það lýtur einna helst út fyrir að tólf ára krakki hafi samið handritið að þessu leiðindabulli sem að ekkert er verið í.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Við kynnumst Amsterdam (Leonardo DiCaprio,Catch me if you can,The beach) var sonur prests sem var foringi gengisins Dauðu kanínunnar en hann deyr í bardaga við annað gengi sem Daniel Day Lewis leikur foringja þess. Gengja atriðið verður örugglega eitt frægasta atriði kvikmyndasögunnar. Þegar Amsterdam verður stór ætlar hann að hefna sín á Daniel og verður ástfanginn af konu (Cameron Diaz,Charlies Angels 1 og 2, Vanilla Sky) sem er smákrimmi líka. Amsterdam á æskuvin sem sveik hann og sagði Daniel Day Lewis að hann ætlaði að hefna sín á honum en verður svo drepinn af genginu því hann sagði Leonardo það. En málin breytast þegar Daniel Day fer í framboð sem borgarstjóri New Yorks. Þetta er örugglega besta mynd Martin Scorsceses og líka besta mynd sem Leonardo DiCaprio hefur leikið í. Myndin var tilnefnd til margra Óskarsverðlauna og hneppti nokkur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Einstök mynd, hæg en grimm, soldið löng en aldrei langdregin. Myndin gerist náttúrulega í New York frá árunum 1846-1863 og fjallar um Írsku innflytjenduna sem berjast um stöðu sína og rétti að lifa í Bandaríkjunum og svo náttúrulega innlenda andstæðan sem berst á móti þeim. Martin Scorsece að mínu mati einn furðulegasti leikstjóri sem til er leykstýrir þessari mynd eins og allar hinar alveg mjög vel. Sviðsetningin er eins góð og hún gat orðið. Daniel-Day Lewis lék best í myndinni það er sjaldséð að sjá annan svo góðan. DiCaprio leikur líka vel sama með Diaz. Þó þessi mynd er ekki besta mynd 2002 er hún nokkuð nálægt því á nú skilið hrós fyrir mest allt. Þetta er mynd þess virði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn