Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Devil's Advocate 1997

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 16. janúar 1998

Speak of the devil

144 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 63% Critics
The Movies database einkunn 60
/100
Al Pacino var valinn besti óþokkinn á MTV verðlaunahátíðinni.

Kevin Lomax er ungur og ákaflega efnilegur varnarlögfræðingur, sem aldrei hefur tapað máli fyrir rétti. Siðferði hans er heldur hæpið og hann hugsar um það eitt að vinna málið sem hann flytur hverju sinni. Eftir að Lomax fær kennara sýknaðan af ákæru um kynferðislega áreitni við unga stúlku, vitandi af sekt mannsins, er honum boðin staða hjá lagafyrirtæki... Lesa meira

Kevin Lomax er ungur og ákaflega efnilegur varnarlögfræðingur, sem aldrei hefur tapað máli fyrir rétti. Siðferði hans er heldur hæpið og hann hugsar um það eitt að vinna málið sem hann flytur hverju sinni. Eftir að Lomax fær kennara sýknaðan af ákæru um kynferðislega áreitni við unga stúlku, vitandi af sekt mannsins, er honum boðin staða hjá lagafyrirtæki í New York borg. Eitthvað er alvarlega bogið við yfirmann þeirrar stofnunar og smám saman verður atburðarásin vofveiflegri. Það er Satan sjálfur sem stjórnar lagafyrirtækinu. Honum tekst að draga sveininn unga niður í svaðið á skömmum tíma. Á meðan hrakar geðheilsu eiginkonu hans þegar hún áttar sig á að ill öfl eru að verki.... minna

Aðalleikarar


Einn daginn gerði ég mér grein fyrir því að ég átti eftir að sjá myndina Devil's Advocate. Þetta var ein af þeim myndum sem einhvernveginn gleymdist að horfa á. Vissi vel af þessari mynd en var alltaf að fresta að horfa á hana, bíða betri tíma. Eftir að hafa horft á hana finn ég að það hefur vantað stórt inn í, að hafa ekki séð hana. Þessi mynd var alveg stórkostleg! Leikurinn hjá öllum, þ.á.m. Keanu Reeves, var í hæsta gæðaflokki. Al Pacino klikkar náttúrulega ekki. Söguþráðuinn var snilld, allavega eftir fyrsta áhorf. Heldur manni föstum við skjáinn allan tímann, þrátt fyrir að myndin sé í lengri kantinum. Ein af þessum myndum sem alls ekki má missa af.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Helsti galli þessarar myndar er hversu leiðinleg hún er. Myndin er of langdregin og maður fær litla samúð með aðalpersónunum. Þó má segja að hún veki mann til umhugsunar um það sem skiptir máli í lífinu, þó að það sé gert á frekar kjánalegan hátt. Myndin er ágætlega leikin og ber þar sérstaklega að nefna Al Pacino. Aðrir eru ekkert sérstakir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er besta mynd Keanu Reeves fyrir utan Matrix og AL pacino

hefur ekki leikið í svona góðri mynd í of langan tíma.

Keanu leikur lögfræðing sem hefur aldrei tapað máli og honum er boðið starf hjá Pacino og þegar hann er byrjaður að vinna hjá pacino byrja undarlegir hlutir að gerast.

Þetta er snilldar mynd sem kom mér verulega á óvart og ég mæli eindregið með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Er allt hið illa í heiminum komið frá djöflinum í undirheimum... Eða erum við bara okkar eigin gæfu smiðir? Þetta er mynd sem hristi svo í mér fyrst að ég ákvað að horfa helst ekki á hana aftur... mundi heldur ekki nenna því af því hún var svo dramatísk... Var meira að segja haldin einhverjum ranghugmyndum um að hún væri leiðinleg! En svo er hreint ekki og ég hef ekki getað haldið mig frá henni ef hún birtist á sjónvarpsskjánum. Búin að sjá hana mjög oft og finnst hún bara betri og betri í hvert sinn. Það er ekki síður þess vegna sem ég gef henni svo góða einkunn. Mér finnst leikstjórinn hafa gert góða hluti og margir góðir leikarar komu enda við sögu og settu sinn svip á myndina. Handritið þykir mér síður en svo ruglingslegt eða myndin langdregin, mér finnst allt í toppstandi. Þvílíkar setningar sem spretta af vörum Pacino sem fer hreinlega á kostum í myndinni. Og endirinn er vel skrifaður og vandaður og síðast en ekki síst óvæntur. Keanu Reeves er býsna góður eins og maður er að verða vanur hjá honum. Góð tækni, hörkuspenna og heimspekilegar vangaveltur gera myndina að hörkumynd sem enginn spennu- og hrollvekja aðdáandi ætti að láta fram hjá sér fara.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Furðulega góð mynd með mjög skemmtilegum söguþræði.

Al Pacino er mjög skemmtilegur sem Satan sjálfur enda hefur hann líka þann skondna hæfileika að geta hérumbil breytt sér íþær persónur sem hann leikur.

Endirinn er reyndar ekki alveg nógu góður en það sem Al Pacino segir í lokin er algjöt Brill Greed is my favourite sin.

Keanu Reeves er alveg ágætur en hefði mátt standa sig betur.

Topp mynd sem maður sér ekki fjúkandi út um gluggann hjá sér á hverjum degi

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn