Ég er ekki ein á báti með það að segja að þessi mynd hafi ekki uppfyllt mínar væntingar þegar ég horfði á hana á hvíta tjaldinu. Ég fór á myndina með réttu hugarfari með vinkonu minni, ánægð og bjóst við alveg ágætri mynd. Við höfðum frétt af öllum þessum úrvals leikurum og bjuggumst nú ekki við neinu slöku.
Ánægðar sátumst við niður með popp og kók og myndina byrjaði......eftir 15 mín fórum við aðeins að pæla um hvað myndin væri, við gátum ekki með nokkru móti fattað það. Einhver stelpa alltaf að reykja inn á klósetti....ég man ekki meir af myndinni, áhuginn datt gjörsamlega niður eftir korter. Leikararnir komu alltaf og fóru af skjánum, eins og einhver flash mynd og maður náði ekki alveg hvað persónurnar áttu að vera.
20 mín vorum við byrjaðar að tala saman um að fara út úr hléinu. Og það gerðum við, fórum bara inn á næstu mynd, Jimmy Neutron sem var hálfnuð, og við hlóum ÞÁ í fyrsta skiptið.
Ég á sjálf erfitt með að trúa því en Jimmy Neutron var miklu skemmtilegri, hún hafði allavega söguþráð og eitthvað takmark.
Þessi mynd fær hálfa stjörnu fyrir það að leikararnir voru góðir (erfitt að mótmæla því) og ekkert annað.
Þið verðið að afsaka en þetta var ömurleg mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei