Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanir

Tortilla Soup 2001

Fannst ekki á veitum á Íslandi

A comedy to arouse your appetite.

102 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 75% Critics
The Movies database einkunn 58
/100

Fyrrum kokkurinn Martin Naranjo býr í Los Angeles með þremur gullfallegum uppkomnum dætrum sínum. Martin elskar að elda fyrir fjölskylduna, en dæturnar eru farnar að líta í kringum sig eftir eiginmönnum. Maribel, háskólaneminn, leitar að traustum manni; athafnakonan Carmen er orðin leið á kærastanum sem er alltaf að horfa á aðrar konur, og elsta dóttirin... Lesa meira

Fyrrum kokkurinn Martin Naranjo býr í Los Angeles með þremur gullfallegum uppkomnum dætrum sínum. Martin elskar að elda fyrir fjölskylduna, en dæturnar eru farnar að líta í kringum sig eftir eiginmönnum. Maribel, háskólaneminn, leitar að traustum manni; athafnakonan Carmen er orðin leið á kærastanum sem er alltaf að horfa á aðrar konur, og elsta dóttirin Letitia, hefur bælt alla ástleitni, en finnst vanta eitthvað í líf sitt. Allt breytist þegar faðirinn, sem er ekkill, hittir glæsilega konu, og dæturnar hitta sömuleiðis sína eigin maka. En uppskriftin að hamingjunni gæti þurft nýtt og óvænt hráefni. ... minna

Aðalleikarar


Ágætis skemmtun!

Þessi mynd hefur upp á margt gott að bjóða,

þarna kemst áhorfandinn inn í heim suðrænna rétta og þriggja ólíkra systra.

Myndin fjallar um einstæðan kokk og áðurnefndar þrjár dætur hans (kennara, viðskiptafræðing og afgreiðslustúlku) sem skyndilega kynnast mönnum úr ólíkum áttum en ekki gengur alltaf allt einsog í sögu. Tónlistin passar mjög vel við stemmninguna sem mynd þessi hefur upp á að bjóða.

Blóðhitinn er mikill í þessari sælkera mynd sem kemur á óvart.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn