Náðu í appið
Öllum leyfð

Iris 2001

(Iris: A Memoir of Iris Murdoch)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 12. apríl 2002

Her greatest talent was for life

91 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 79% Critics
Rotten tomatoes einkunn 73% Audience
The Movies database einkunn 76
/100

Mynd um það þegar skáldkonan Iris Murdoch fékk Alzheimer sjúkdóminn, en myndin fjallar um ævilangt ástarsamband hennar og mannsins hennar, háskólaprófessorsins John Bailey, allt frá því þau giftast og þar til hún deyr. Myndin er byggð á tveimur bókum John Bayley, Iris og Iris

Aðalleikarar

Svipaðar myndir


Gagnrýni (3)


Hugljúf og heillandi kvikmynd. Hér segir frá ævi rithöfundarins Dame Iris Murdoch sem var án vafa ein af fremstu skáldkonum 20. aldarinnar. Myndin er byggð á bók eiginmanns hennar, John Bayley, Iris: A Memoir and Elegy for Iris, þar sem sagði frá ævi hennar. Iris og John voru um margt ólík, hún frjálslynd og óhrædd við að feta eigin leiðir en hann óframfærinn og lifði nokkurnveginn í eigin heimi. En einhvernveginn smullu þau saman og varði hjónaband þeirra í rúm fjörutíu ár. Iris Murdoch fæddist í Dublin 15. júlí 1919. Hún var einkabarn foreldra sinna og var alin upp í London. Hún fór í Froebel skólann og síðar Somerville háskólann í Oxford. Hún kenndi heimspeki við skóla í Oxford. Hún gaf út fyrstu bók sína (kynningu á heimspeki Sartre) árið 1953 og fyrstu skáldsaga hennar var gefin út 1954, Under the Net. Hún sló í gegn og á eftir fylgdu The Flight from The Enchanter, The Sandcastle and The Bell og The Sacred and Profane Love Machine, sem vann Whitbread-verðlaunin árið 1974. 1978 hlaut hún Booker-verðlaunin fyrir 19. skáldsögu sína, The Sea. Síðasta skáldsaga hennar, Jackson's Dilemma, kom út árið 1995. Árið 1956 giftist hún John Bayley, enskukennara við New College í Oxford, og síðar Warton prófessor í enskum bókmenntum við sama skóla. Hún hlaut CBE-verðlaunin 1976 og var öðluð (Dame) árið 1987. Í upphafi er sagan rakin frá því að Iris (Kate Winslet) kynnist John (Hugh Bonneville) á sjötta áratugnum allt til þess tíma er hún er orðin gömul kona (Dame Judi Dench) illa haldin af Alzheimer sjúkdómnum og John (Jim Broadbent) verður að hugsa um hana og studdi hana í gegnum sjúkdóminn og þverrandi heilsu seinustu árin. Iris lést 8. febrúar 1999. Aðall myndarinnar er stórleikur allra aðalleikaranna. Óskarsverðlaunaleikkonan Judi Dench (Shakespeare in Love) á stjörnuleik í hlutverki Iris á efri árum og verður hreinlega hún með undraverðum hætti, maður fær það á tilfinnuna að hún sé Iris en sé ekki að leika hana, svo mögnuð er hún. Þetta er eitt af hennar bestu hlutverkum, ekki nokkur spurning. Kate Winslet (Titanic) túlkar hana unga og fer ekki síður á kostum og saman ná þessar tvær leikkonur að smella saman í túlkun sinni á skáldkonunni. Einnig er Hugh Bonneville góður í hlutverki John Bayley á yngri árum. Senuþjófurinn er þó hiklaust Jim Broadbent sem er stórfenglegur í hlutverki John Bayley á efri árum og á stórleik í erfiðu og einkar krefjandi hlutverki. Hann hlaut verðskuldað óskarsverðlaunin 2001 sem besti leikarinn í aukahluverki fyrir magnaða túlkun sína. Í heildina finnst mér myndin vera nokkuð þurr enda vantar að mínum mati stóran hluta í ævi skáldkonunnar og fyllingu í frásögnina. Leikurinn bætir það þó upp og ég mæli hiklaust með þessari mynd ef menn vilja sjá fágaða og vandaða kvikmynd um magnað lífshlaup merkrar konu sem markaði stór spor í bókmenntasögu síðustu aldar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég vildi bara segja að mér fannst þetta mjög góð mynd mjög áhugaverð og átakanleg saga um konu sem sem glímir við erfiðan sjúkdóm. Þetta átti ekki að vera nákvæm ævisaga konunnar heldur saga um hvernig hún barðist við sjúkdómin og þess vegna fannst mér ekki vanta nein atriði á milli. Það var nóg að sýna Iris og John ung og svo aftur gömul, það virkaði eins og eins konar samanburður og sýndi líka að fólk sem fær þennan sjúkdóm var einu sinni ungt venjulegt fólk eins og flestir aðrir, en það vill oft gleymast. ég vil bara mæla með þessari mynd hún opnaði augu mín betur fyrir þessum sjúkdóm.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Áður en ég byrja að skrifa um Iris langar mig til að leiðrétta eitt. Ég gaf Mulholland Dr. þrjár og hálfa stjörnu þegar ég ætlaði að gefa henni þrjár. Ég var einhvers staðar langt í burtu í hugsunum mínum út af þessari mynd og gleymdi alveg einum stórum galla á henni. Hún er einum of löng!!!!!

Allavegana, nóg um það. Iris er saga rithöfundarins Iris Murdoch sem þótti vera ein af fremstu rithöfundum Breta á 20. öldinni. Hún segir einnig sögu John Bayley sem var maðurinn í lífi hennar og studdi hana gegnum Alzheimer-sjúkdóminn síðustu árin í lífi hennar. Myndin fylgir eftir sambandi þeirra alveg frá því að þau eru bæði í háskólanum og fram á gamalsaldur. Hin unga Iris (Kate Winslet) er frjálsleg gáfuð ung manneskja sem er fyrir það að lifa dálítið hratt og villt. John Bayley (Hugh Bonneville) er algjör andstæða hennar, óframfærinn og einrænn. Einhvern veginn smellur þetta ólíklega par saman og þrátt fyrir að Iris sé frjálslynd í kynferðismálum (var t.d. tvíkynhneigð) þá helst samband þeirra í gegnum súrt og sætt. Súra hliðin fer virkilega að láta á sér kræla þegar Iris, þá orðin öldruð kona (Judi Dench) greinist með Alzheimer. John (Jim Broadbent) þarf þá að sjá algjörlega um hana en samkvæmt myndinni hafði það oftast verið öfugt farið.

Líf Iris Murdoch er greinilega fínt efni í dramatíska kvikmynd. Sérstaklega er það sorglegt að jafn frjó og gáfuð manneskja skyldi fá sjúkdóm eins og Alzheimer sem gerir hana að hálfgerðu grænmeti. Myndin er geysilega vel leikin, það má hún eiga. Stórleikkonan Judi Dench sýnir hér eina af sínum allra bestu frammistöðum til þessa og það hvernig hún fellur frá því að vera þessi magnaða persóna yfir í það að vera orðin alveg kexrugluð af sjúkdómnum er virkilega átakanlegt á að horfa. Jim Broadbent er einnig skínandi fínn í sínu hlutverki og er aðdáunarvert að horfa á samleik þeirra beggja. Winslet og Bonneville standa sig einnig mjög vel sem yngri útgáfurnar af þeim báðum. EN:

Gallinn er að þessi mynd er leiðinleg. Efni myndarinnar er svo sem ekkert gamanmál en persónurnar eru bara því miður svo þurrar. Maður fær í rauninni nánast ekkert að vita um þau tvö, það er nánast engin tenging við það hvað gerði Iris Murdoch að einum ástsælasta rithöfundi aldarinnar. Mér skilst einnig að John Bayley sé einn af bestu bókmenntagagnrýnendum Englands. Hérna er hann sýndur sem frekar einfaldur en hjartahlýr gamall (eða ungur) maður sem sé í rauninni annað lítið sérstakt við. Sem er þá greinilega ekki rétt. Auk þess vantar alla miðju í þessa mynd. Við fylgjumst með þeim tveimur á háskólaárunum og síðan ekki aftur fyrr en á gamalsaldri. Það gerir það að verkum að manni finnst vanta stóran kafla í myndina.

Það er vel horfandi á myndina ef maður vill sjá afburða leik frábærra leikara en fyrir utan það hefur myndin ekki upp á margt að bjóða. Ég mæli heldur með að fólk lesi einhver af verkum Iris Murdoch sem ég hef mikinn áhuga á eftir að ég sá þessa mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn