Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Jason X 2001

(Friday the 13th Part 10)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Evil Gets An Upgrade / Welcome to the Future of Horror. He's been drowned, chainsawed, knifed, axed, hammered, shocked, burned, spiked, nailed, shot and frozen. Now he's back for more.

93 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 19% Critics
The Movies database einkunn 25
/100

Myndin gerist í framtíðinni. Jörðin er orðin óbyggileg, og mannkynið hefur numið land í geimnum. Til einnar nýlendunnar koma tveir frosnir líkamar, og þegar þeir eru affrystir, þá reynist annar þeirra vera enginn annar en Jason Voorhes, einn frægasti og hrikalegasti fjöldamorðingi sögunnar, sem var handsamaður árið 2008. Jason gengur nú berserksgang á... Lesa meira

Myndin gerist í framtíðinni. Jörðin er orðin óbyggileg, og mannkynið hefur numið land í geimnum. Til einnar nýlendunnar koma tveir frosnir líkamar, og þegar þeir eru affrystir, þá reynist annar þeirra vera enginn annar en Jason Voorhes, einn frægasti og hrikalegasti fjöldamorðingi sögunnar, sem var handsamaður árið 2008. Jason gengur nú berserksgang á nýju plánetunni, fjórum öldum síðar, og myrðir mann og annan. ... minna

Aðalleikarar


Byrjunin lofaði góðu en síðan fór -við skulum bara segja- allt til andskotans. Tæknibrellurnar þarna út í geim voru svo tölvuleikjalegar að greinilega hefur ekki verið lögð allt of mikil áhersla á þær, frekar en á leikinn sjálfan, enda voru fáir leikarar að gera eitthvað af viti (hvort sem það var eingöngu leikstjórnin eða annað). Ég mæli ekki með þessari mynd, svo einfalt er það. En ef þú tekur hana, þá ertu væntanlega með helling af húmor og enga alvöru -og engar kröfur gagnvart myndinni, svo það sé á hreinu. Ég gef henni hálfa stjörnu fyrir vélmennið, sem var alveg rosalega skemmtilegt og lyfti myndinni mikið upp. Hina hálfu stjörnuna gef ég annars vegar fyrir þá leikara sem gátu leikið (þið sjáið strax hverjir það eru) -þá helst svörtu hetjuna sem gerði heilmikið fyrir myndina, og hins vegar fyrir atriðið þegar Jason var í sýndarveruleikanum... það var ljós punktur. En sem sagt í heildina hefur Jason X að geyma; lélegan leik, fyrirsjáanlegan söguþráð, slakar tilraunir til að láta mann hlæja, frekar slakar tæknibrellur og klisjukennda persónusköpun... maður veit hverjir deyja fyrst. En Jason X er sannkölluð (léleg) splatter-mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Myndin er örugglega lélegasta Jason myndin, hún er ekkert óhugnaleg og illa gerð. Sérstaklega þegar Jason kom fljúgandi af geimstöðinni sem sprakk það var illa gert. Myndin er mjög ofbeldisfull og illa leikstýrð og leikin, en það er ein undantekning. Þetta var fyrsta mynd leikstjórans.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd rennur ekki saman sem hrollvekja því hún er ekki baun óhugnaleg og það er greinilega ekkert vel gert í henni. Þessi mynd er bara labbandi klisja. Það er allt rifið úr gömlu og góðu hryllingsmyndunum eins og hausar að detta af og svoleiðis nema það er illa gert. Jason Voorhees er geðveikur morðingi sem er á geðveikrahæli. En hann sleppur og þá er greinlega eitthvað stolið úr einhverri hrollvekju. En einhver lélegur leikari fer að elta hann og Jason drepur konuna og þau detta inn í frysti og vakna svo eftir milljón ár eða eitthvað svoleiðis langt. En Jason gengur berserksgang og byrjar að drepa alla á stöðinni og klisjan heldur áfram. Örugglega lélegasta hryllingsmynd sem ég hef séð en ég mæli með miklu betri hrollvekjum eins og 28 days later, The shining og the thing.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Eftir að hafa gefist uppá þessari seríu í mynd 4, ákvað ég að gefa henni annan séns.

Þvílík mistök það voru :(

Myndin er illa leikin, klisja útí gegn og bara ekkert scary

Hún nær ekki einsu sinni að vera skemmtileg léleg. Þetta er bara fyrir hörðustu Jason aðdáendur...allir aðrir ættu að forðast þetta drasl.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er án efa sú allra lélagasta mynd sem ég hef nokkurn tíman eitt tíma mínum í að horfa á. Hef reyndar ekki séð hinar Friday the 13th myndirnar en eftir að horfa á þessa myndi ég frekar setjast út í horn og horfa á vegginn í svona 1-2 tíma.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

13.05.2016

Herra Föstudagur þrettándi

Föstudagurinn þrettándi er, í kvikmyndalegum skilningi, eign Jason Voorhees. Alls hafa 12 myndir um kappann litið dagsins ljós og búið er að gefa út að sú þrettánda komi á næsta ári. Það er bara viðeigandi. Ef...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn