Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

We Were Soldiers 2002

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 29. mars 2002

400 U.S paratroopers. 4000 Vietnamese soldiers. 12 000 miles away from home. 1 man led them into battle.

138 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 64% Critics
The Movies database einkunn 65
/100

Á stað sem síðar varð þekktur sem Dalur dauðans, lenda Hal Moore liðsforingi og 400 hermenn undir hans stjórn í því að verða umkringdir af 2.000 norður víetnömskum hermönnum sem földu sig í göngum í fjallinu. Bardaginn sem fór í hönd varð einn sá grimmilegasti í sögu Bandaríkjanna.

Aðalleikarar


We Were Soldiers er byggð á bók sem að heitir We Were Soldiers Once And Young og er mjög virt bók í USA. Myndin fjallar um fyrstu alvöru orrustuna sem að BNA her sá í stríðinu og var ein sú blóðugasta í öllu Víetnamstríðinu. Myndin lýsir á mjög raunverulegan hátt hvernig orrusta lítur út og hvað hermenn fara í gegnum og sjá hluti sem við getum ekki einu sinni ímyndað okkur og myndin sýnir tilfiningarnar hjá hermönnunum sem að verða til við svona aðstæður. Myndin er vel skrifuð og heldur sig vel við bókina og svo er leikstjórnunin hrein snilld. Þó svo að myndin sé séð með augum Bandarískra hermanna þá fáum við að kynnast Víetnömunum og sjáum hvernig þeir sjá stríðið. Þessi mynd er um hermennina okkar(þá meina ég okkar ameríkana)og það sem þeir máttu þola og eftir að hafa séð þessa mynd þá var ég mjög stoltur að vera kani. Mel Gibson stendur sig afar vel sem og Sam Elliott sem að sýnir snilldar leik en einnig standa Greg Kinnear og Barry Pepper sig vel en ég verð líka að gefa Don Duong sem að leikur herforingja Víetnama mikin plús en ég tel að hann hafi átt einn besta leik í myndinni, sá eini sem að stendur sig ekki í stikkinu er Chris Klein, hann á bara ekki heima í svona myndum, hann var fínn í American Pie en ekki svona myndum. Þegar upp er staðið þá er þessi mynd hrein snilld. Þetta er mynd með miklum og velgerðum bardögum en á sama tíma koma tilfiningarnar fram sem að skapa damatískt andrúmsloft sem að gerir myndina raunverulega og skemmtilega. Ef fólk vill ekki sjá kana og þjóðernisást þá er þetta ekki mynd fyrir ykkur en ef þið eru ekki með fordóma gagnvart okkur könum og eruð mikið fyrir góðar stríðsmyndir þá er þetta mynd fyrir ykkur. Ein af betri stríðsmyndum seinni ára.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Myndin er byggð á sönnum atburðum sem tengjast Víetnam stríðinu og gerist í Víetnam stríðinu. Söguþráðurinn er lítill og þess vegna erfitt að útskýra hvað hún er um en Mel Gibson og Greg Kinnear leika vel og hún mætti vera aðeins minna væmnari eins og flestar stríðsmyndir eru. Leikstjórnin er góð og hún er mjög spennandi. Örugglega ein mest spennandi stríðsmynd sem ég hef séð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þó svo myndin væri talsvert öðruvísi en undirritaður bjóst við var hún vel þess virði að eyða í tíma og fé.

Ræman gefur okkur góðan tíma í byrjun til að kynnast nokkrum hermannanna og þeirra familíum, þó aðallega Hal Moore ofursta, konu hans og börnum.

Svo kemur að bardaganum sjálfum og er það síður en svo illa útfært. Margt er þar betur gert og meira sannfærandi en venjan er og nokkriir leikaranna fara hreint á kostum, þó vil ég sérlega nefna Barry Pepper og Sam Elliot, en báðir sýna snilldartakta. Orustan í heild er hrein snilld, þótt væmnin keyri á tíðum um þverbak.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég var bara nokkuð ánægður með þessa mynd þegar ég sá hana. Mel Gibson er mjög góður í henni og Chris Klein var væluskjóðan í myndini sem var bara fínn í því hlutverki. Myndin er vel mjög flott og vel gerð. Þessi mynd fjallar ekki bara um átökin í víetnam heldur líka um fjölskyldulíf hermannana. Hún er kannski pínu langdregin í byrjun en það lagast um leið og átökin byrja.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mikið betri mynd heldur en Black Hawk Down. Hún er heldur ekki nærri því jafn einhæf. Ég hef bara í rauninni ekki mikið að segja um þessa, annað en að hún er orðin að einni bestu mynd ársins.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn