Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Bad Company 2002

Frumsýnd: 28. júní 2002

Two Mismatched Partners. One Messed Up Case!

116 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 10% Critics
The Movies database einkunn 37
/100

Þegar leyniþjónustumaður er myrtur við kjarnorkuvopnaviðskipti, þá ræður Oakes, félagi hans, tvíburabróður hans Jake Hayes til starfa. Jake hafði ekki hugmynd um að hann ætti tvíburabróður, hvað þá að hann ynni fyrir leyniþjónustuna CIA. Jake, öðru nafni Michael Turner, fær níu daga til að búa sig undir að taka við af bróður sínum. En hryðjuverkamennirnir... Lesa meira

Þegar leyniþjónustumaður er myrtur við kjarnorkuvopnaviðskipti, þá ræður Oakes, félagi hans, tvíburabróður hans Jake Hayes til starfa. Jake hafði ekki hugmynd um að hann ætti tvíburabróður, hvað þá að hann ynni fyrir leyniþjónustuna CIA. Jake, öðru nafni Michael Turner, fær níu daga til að búa sig undir að taka við af bróður sínum. En hryðjuverkamennirnir komast að því hver hann er í raun og veru, og ræna kærustu hans. Hann þarf að bjarga henni og bjarga New York borg frá kjarnorkuvopnaárás. ... minna

Aðalleikarar


Þetta er versta mynd sem ég hef séð sem Anthony Hopkins leikur í. Ég hef ætíð haft mikið álit á honum en þetta er bara slæm mynd. Reyndar finnst mér hann halda myndinni á floti, því þessi mynd er sökkvandi. Chris Rock er fínn þegar hann er ekki að leika í myndum (Down to Earth var ágæt). Hann er stand-up grínisti (sem hæfir honum albest), þetta er bara vont. Ekki finnst mér söguþráðurinn góður (alveg að fara að slitna), og ekki veit ég hvað leikstjórinn var að spá þegar hann gerði þessa mynd. Ekki á þessi mynd margar stjörnur skilið og held ég að þessi fjöldi sem ég valdi sé hæfilegur fyrir myndina (eins og ég sagði áðan, Anthony Hopkins heldur þessari mynd á floti).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég bjóst við að þessi mynd væri góð en hún var mjög léleg.. Chris Rock leikur fátækan mann sem missir tvíburabróðir sinn sem reyndist vera í lögguni. Þá er önnur lögga send (Anthony Hopkins, Silence of the lambs myndirnar)til að senda hann í lögguna og bjarga borginni frá kjarnolkusprengju. Af hverju þurfa hæfileikar góðra leikara vera hent í vaskinn?!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þegar ég sá trailerinn af þessari mynd hélt ég að þetta væri ótrúlega góð mynd en mér skjátlaðist. Hún var ömurleg. Lélegasta mynd sem Chris Rock hefur leikið í að mínu mati. Tvíburabróðir gaursins sem Chris Rock leikur er í leyniþjónustunni (CIA) og verður drepinn í miðju verkefni. Þá kemur náungi frá leyniþjónustunni (Anthony Hopkins,Silence of the lambs myndirnar) og skipar Rock að koma í hlutverk bróður hanns og bjarga borginni frá kjarnolkusprengju. Myndin misheppnaðist alveg og fær eina stjörnu hjá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Bad Company er góð mynd með fínum leikurm. Hér er verið að segja frá manni sem er að missa kærustuna sína en hann fær starf hjá CIA til þess að leysa bróður sinn af hólmi sem lést fyrir nokkrum dögum og Hopkins er að þjálfa hann til að vera eins og bróður sinn..... Þetta er mynd til að horfa einu sinni tvisvar á en það ættu samt allir að kíkja á hana......
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Jerry Bruckheimer og Joel Schumacher saman, tvö nöfn sem eru nóg til þess að hræða líftóruna úr kvikmyndaunnandanum, snúa hér bökum saman til þess að búa til einhverja misheppnuðustu buddy/cop mynd sem sögur fara af. Myndin er gott dæmi um það sem ég álít að sé að eyðileggja Hollywood. Það er þegar þú færð ofurframleiðandann + formúluleikstjórann, nærð þér í ofvirkan svartan grínista + virtan skapgerðarleikara sem leikur einmana löggu, blandar saman slöppum one-liner bröndurum + byssuhasar, rússneskum glæpamönnum + kjarnorkusprengju = sumarsmell ársins. Það að búa til kvikmynd eftir formúlu, án þess að neinn aðili sem kemur að myndinni hafi metnað í að gera eitthvað sem eitthvað vit er í, getur aldrei skilað af sér neinu nema sálarlausri vitleysu. Myndin er gjörsamlega ofunnin, stefnulaus, lapþunn, vitlaus og hávær. Chris Rock verður sífellt meira óþolandi, Anthony Hopkins á margfalt betra skilið og nennir varla að vera með, og aðrir leikarar sem eru ekkert annað en andlit. Enginn annar nær að vera persóna í myndinni, og því veltur allt á þessum tveimur. Annar er hávær og þreytandi, hinn er eins og svefngengill með dollaramerki í augunum. Allt þetta er ekki ávísun á góða mynd, og því brást ekki að hér er um einhverja misheppnuðustu sumarmynd allra tíma að ræða. Bruckheimer skilur þetta ekki, fólk á skilið að fá gæði og eitthvað með innihaldi, ekki formúlur með tómahljóði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn