Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Changing Lanes 2002

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 15. nóvember 2002

An ambitious lawyer, a desperate father, they had no reason to meet, until today,

98 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 78% Critics
The Movies database einkunn 69
/100

Lögfræðingur sem er að flýta sér í dómsal til að undirrita lögfræðileg skjöl sem hafa með marg milljóna dollara sjóð að gera, klessir óvart á tryggingasölumann og alkóhólista, sem er einnig á leiðinni í flýti í dómsal vegna forræðis yfir börnum sínum. Lögfræðingurinn fer af slysstað og skilur sölumanninn eftir, sem verður til þess að hann... Lesa meira

Lögfræðingur sem er að flýta sér í dómsal til að undirrita lögfræðileg skjöl sem hafa með marg milljóna dollara sjóð að gera, klessir óvart á tryggingasölumann og alkóhólista, sem er einnig á leiðinni í flýti í dómsal vegna forræðis yfir börnum sínum. Lögfræðingurinn fer af slysstað og skilur sölumanninn eftir, sem verður til þess að hann missir af forræðisviðtalinu. Eftir áreksturinn þá missti lögfræðingurinn óvart skjöl sem hann þurfti að nota í réttinum. Dómarinn gefur honum frest út þann dag til að koma með skjölin, og nú hefst kattar og músarleikur á milli aðilanna. Eftir nokkrar uppákomur fara þeir að velta fyrir sér hvað þeir eru að gera og lífi sínu almennt. Að lokum fara báðir að skilja hvað er mikilvægast í lífinu. ... minna

Aðalleikarar


Örugglega eitt af lélegustu spennumyndum sem ég hef séð. Ben Affleck leikur lögfræðing sem þarf að fara í mikilvægt mál en hittir mann (Samuel L. Jackson) og hann þarf að fara líka í mál þar sem kona hans er að kæra hann út af einhverju bulli. Bíll Samuels bilar á miðri hraðbraut og hann biður Ben að skutla sér en hann gerir það ekki því að hann er of seinn. Svo ætlar Samuel að reyna að finna hann og bla bla bla bla. Ben Affleck er ömurlegur leikari en Samuel L. Jackson er góður. Handritið er ágætt en myndin er bar ekki góð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Er ekki allt í orden? greinilega ekki, þessi mynd er ekki þess virði að eyða einni einustu mínútu í!!!! Bensi karlinn ætti bara að halda sig við að verða blindur nágungi því hann skilar hlutverki sínu engan vegin, samuel skilar því nú samt með ágætum árangri, en síðan vá léileg myndataka... alltaf á ferð og flugi og ekkert verið að vanda sig við hlutina!!! Ó NEI! og hér hélt maður að væru um að ræða einhverja stórmynd, ekki stórmistök í kvikmyndasögunni..... og þeir virðast vera vondir en eru samt alltaf í hefndarhug sem er virkilega pirrandi því hello hver mundi ganga svona langt???? i don´t know en endirnn er góður en hrikaleg mistök að horfa á þessa mynd, því miður!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi kom bara skemmtilega á óvart. Ég bjóst ekki við miklu en svo reyndist þetta vera ljómandi góð og vel gerð afþreying. Myndin er reyndar á köflum eilítið þunn en það er bætt upp með flottri tónlist, kraftmiklum augnablikum og einnri heljarins spennu út í gegn. Kíkið endilega á þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég ætla ekki að fjölyrða mikið um þessa mynd. Leit yfir úrvalið og þessi varð fyrir valinu. Kom inn með engar væntingar í garð myndarinnar og grófa hugmynd um hvað hún fjallaði og fór mjög sáttur út.

Myndin kemur þægilega á óvart, miðað við að verið er að horfa á bandaríska kvikmyndagerð.

Dregin er upp raunsæ mynd af tveimur mönnum, sem eru á sitthvorum pólnum í lífinu og leið þeirra látin skerast.

Leikurinn hjá þeim Affleck og Jackson er virkilega góður og persónusköpun öll til fyrirmyndar. Siðferðislegar spurningar skjóta upp kollinum sem að dregur áhorfandann meira inn í myndina, (hvað myndi ég gera í þessum sporum?).

Fyrir þá sem eru orðnir þreyttir á að láta mata ofan í sig kvikmyndir, þá mæli ég með þessari.

Fyrir aðra þá mæli ég með James Bond. Maður veit þar hvað maður fær og í hvaða röð ;)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Afskaplega lítt merkileg mynd. Ég segi bara eins og persónan sem Jackson leikur í myndinni: 'I want my time back!'...

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn