Fjallar um strák sem á pabba sem er vísindamaður og hann lendir í því að uppgötva tæki sem einn fyrrum nemenda pabba hans hafði hannað, þetta tæki getur látið þig fara margfalt hraðar en aðrir. Mennirnir sem sjá um yfirstjórn þessa leyniverkefnis komast að því að vísindamaðurinn hafði fengið eintak af tækinu og verða þeir að komast yfir það en þá hefst eltingaleikur sem leiðir margt forvitnilegt af sér.
Þessi mynd er fín dægrastytting fyrir krakka á aldrinum
8 - 12 ára, mjög Hollywood formúlukennd. Ég get ekki sagt að
hún höfði til mín en ef það vantar eitthverja mynd á laugardagskvöldi fyrir krakkana þá er alveg hægt að horfa á hana með þeim og haft gaman af.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei