Náðu í appið
Öllum leyfð

Lilo og Stitch 2002

(Lilo and Stitch, Lilo )

Frumsýnd: 30. ágúst 2002

There's one in every family.

85 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 87% Critics
The Movies database einkunn 74
/100

Saga af lítilli geimveru, Stitch, sem varð til við genatilraun og er í fangelsi á fjarlægri plánetu ásamt illum skapara sínum. Stitch sleppur úr prísundinni og fer til Jarðar þar sem hann reynir að líkja eftir hundi þar til Lilo tekur hann að sér, en Stitch sér fyrir sér að Lilo geti orðið mannlegur skjöldur fyrir hann þegar geimverurnar koma til að ná... Lesa meira

Saga af lítilli geimveru, Stitch, sem varð til við genatilraun og er í fangelsi á fjarlægri plánetu ásamt illum skapara sínum. Stitch sleppur úr prísundinni og fer til Jarðar þar sem hann reynir að líkja eftir hundi þar til Lilo tekur hann að sér, en Stitch sér fyrir sér að Lilo geti orðið mannlegur skjöldur fyrir hann þegar geimverurnar koma til að ná í hann aftur. En smátt og smátt fer Stitch að skilja betur hvað ást og fjölskylda þýða og tilfininngar hans í garð Lilo byrja að breytast.... minna

Aðalleikarar

Óminnug en fín byrjun
Eins og Atlantis: The Lost Empire, þá bjóst ég við meiru af þessari mynd, en leikstjórar og höfundar þessara myndar gerðu næst bestu teiknimynd sem ég hef séð á árinu, How To Train Your Dragon. Ég bjóst nú ekki við að hún væri jafn góð og hún (af því sem ég hafði séð af myndinni fannst mér fínt) en ég einfaldalega bjóst við meiru, jafnvel þótt myndin sé alls ekki slæm.

Byrjunin byrjar ágætlega en eftir því sem líður á myndina fer húmorinn að vera verri, þó það komi fyrir að hann sé mjög fyndinn. Held að besti brandrarinn í myndinni sé þegar Stitch kemur með vélsög upp úr engu.

Lilo er fínn karakter. Maður finnur alveg fyrir því hversu einmana hún er, og miðað við hversu lítil hún er, þá er vel sýnt hversu barnaleg, þrjósk og skilningslítil hún er. Hún nær samt að vera það besta við myndina. Stitch eignar sér auðvitað mörg atriði (en sum af þeim þurfa ekkert til að eigna sér þau, og Stitch er á spítti alla myndina) en ég verð samt að kvarta yfir því hversu léleg þróunin hans er. Ólíkt Lilo, fann ég ekkert fyrir því þegar hann uppgötvar hvað hann hefur gert (nema kannski ein lína). Síðan nær hann líka í klæmaxi myndarinnar að sannfæra antagonist myndarinnar (geimveruna Jumbo, sá sem hefur verið að veiða hann alla myndina) að hjálpa honum, en það er engin ástæða af hverju, eitthvað sem einungis mínúta hefði bjargað.

Allir aðrir karakterar gleymast nær strax, nema Pleakley og þá einungis hversu líkur hann er Morpheus úr Matrix (langbesti karakterinn úr myndunum) og gera nær ekkert til að skilja eftir sig spor, fyrir utan slæma brandara sem eru aðeins of barnalegir fyrir minn smekk. Systir Lilo hefði getað verið miklu betri karakter, hún hafði premise-ið til þess.

Myndin er samt engan veginn fyrir mína líka og ég er ekkert hissa af hverju börn elska þessa mynd. En fyrir mér er hún bara ein af þessum myndum frá Disney ég mun ábyggilega ekki horfa aftur á.

6/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hver segir að teiknimyndir séu bara fyrir börn? Þetta er snilldarteiknimynd fyrir alla aldurshópa. Ung stúlka langar í hund og endar með að velja sér þetta sæta kvikindi og endar þá allt í vitleysu. Mjög fyndin og ég mæli eindregið með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Lilo og Stitch er mjög skemmtileg mynd og disney aðdáendur ættu ekki að missa af henni.Þetta er frábær fjölskyldumynd og eins og margir segja er þetta alveg dans og söngva laust (utan fyrir tónlist Elvis) þetta er frábær mynd og persónurnar eiga í vandamálum að stríða.Stitch er mjög fyndin og sætur.Þessi mynd er svolítið sorgmædd og margt er hægt að læra af henni mér fynst eiginlega það fallegasta þetta með óhana að óhana þýðir fjölskilda og fjölskilda merkir að einginn er skilin útundan eða gleymist.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er ein af þessum myndum sem ég get eiginlega ekki horft á tvisvar. Mér fannst byrjunin frekar leiðinleg en svo fór hún fara að verða soldið skemmtileg. Ég mæli með henni fyrir krakka á aldrinun 2-9 ára.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Disney getur alltaf komið manni á óvart. Til dæmis er núna myndin Lilo og Stitch öðruvísi en aðrar disneymyndir. Engin söngatriði, vantar mínútubrandara og, eins og ofan var talið, hafa mannpersónunar vandamál nútímans sem vantar mjög í allar disneymyndir. Í öllum öðrum disneymyndum er allt fullkomið, kannski of mikið. Þessi mynd fjallar um tilraun 626 sem fékk nafnið Stitch af Lilo seinna í myndinni. Alveg ný tegund, með eðlishvöt skrímslis, var búin til og átti að senda í útlegð en slapp og lenti á jörðinni. Inn á milli féttast í þetta margt sem virðist þó ná endum saman þótt ótrúlegt sé (endirinn kom mér á óvart). Teiknimyndaaðdáðendur ættu ekki að láta þessa mynd fram hjá sér fara.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

11.03.2020

Bölvun nostalgíunnar

Eftirfarandi grein er aðsend - Það er Sigríður Clausen sem skrifar: Þú þarft ekki að vera hellisbúi til að vita allt um endalausar endurgerðir. Þú kannt kannski að meta eina eða þolir ekki aðra. Þú getur kvartað...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn