Eins og Atlantis: The Lost Empire, þá bjóst ég við meiru af þessari mynd, en leikstjórar og höfundar þessara myndar gerðu næst bestu teiknimynd sem ég hef séð á árinu, How To Train Your Dragon. Ég bjóst nú ekki við að hún væri jafn góð og hún (af því sem ég hafði séð af myndinni fannst mér fínt) en ég einfaldalega bjóst við meiru, jafnvel þótt myndin sé alls ekki slæm.
Byrjunin byrjar ágætlega en eftir því sem líður á myndina fer húmorinn að vera verri, þó það komi fyrir að hann sé mjög fyndinn. Held að besti brandrarinn í myndinni sé þegar Stitch kemur með vélsög upp úr engu.
Lilo er fínn karakter. Maður finnur alveg fyrir því hversu einmana hún er, og miðað við hversu lítil hún er, þá er vel sýnt hversu barnaleg, þrjósk og skilningslítil hún er. Hún nær samt að vera það besta við myndina. Stitch eignar sér auðvitað mörg atriði (en sum af þeim þurfa ekkert til að eigna sér þau, og Stitch er á spítti alla myndina) en ég verð samt að kvarta yfir því hversu léleg þróunin hans er. Ólíkt Lilo, fann ég ekkert fyrir því þegar hann uppgötvar hvað hann hefur gert (nema kannski ein lína). Síðan nær hann líka í klæmaxi myndarinnar að sannfæra antagonist myndarinnar (geimveruna Jumbo, sá sem hefur verið að veiða hann alla myndina) að hjálpa honum, en það er engin ástæða af hverju, eitthvað sem einungis mínúta hefði bjargað.
Allir aðrir karakterar gleymast nær strax, nema Pleakley og þá einungis hversu líkur hann er Morpheus úr Matrix (langbesti karakterinn úr myndunum) og gera nær ekkert til að skilja eftir sig spor, fyrir utan slæma brandara sem eru aðeins of barnalegir fyrir minn smekk. Systir Lilo hefði getað verið miklu betri karakter, hún hafði premise-ið til þess.
Myndin er samt engan veginn fyrir mína líka og ég er ekkert hissa af hverju börn elska þessa mynd. En fyrir mér er hún bara ein af þessum myndum frá Disney ég mun ábyggilega ekki horfa aftur á.
6/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei