Hafið
2002
(The Sea)
Frumsýnd: 13. september 2002
The truth lies beneath the surface
109 MÍNÍslenska
49% Critics
64% Audience
52
/100 Sjö Edduverðlaun, þ.á.m. sem besta mynd, besti leikstjóri, leikari og leikkona. Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna. Tilnefnd til Golden Tulip verðlaunanna, Golden Seashell verðlaunanna, Norrænu kvikmyndaverðlaunanna og sem eitt af þremur áhugaverðust
Myndin sem er byggð á samnefndu leikriti Ólafs Hauks Símonarsonar er fjölskyldudrama sem gerist í óskilgreindu sjávarþorpi úti á landi þar sem lífið snýst um fisk og aftur fisk. Þórður hefur rekið útgerð í 50 ár. Hann er aðalatvinnurekandinn á staðnum og hefur stjórnað fjölskyldu sinni og plássinu öllu eftir sínu höfði og er vanur því að honum... Lesa meira
Myndin sem er byggð á samnefndu leikriti Ólafs Hauks Símonarsonar er fjölskyldudrama sem gerist í óskilgreindu sjávarþorpi úti á landi þar sem lífið snýst um fisk og aftur fisk. Þórður hefur rekið útgerð í 50 ár. Hann er aðalatvinnurekandinn á staðnum og hefur stjórnað fjölskyldu sinni og plássinu öllu eftir sínu höfði og er vanur því að honum sé hlýtt í einu og öllu. Hann kallar börnin sín þrjú á sinn fund og ætlar sem fyrr að leggja hjörð sinni línurnar um þeirra hlut varðandi framtíð fyrirtækisins; fyrirtækisins sem er honum allt. Það gleymist þó að taka með í reikninginn að þau hafa aðrar hugmyndir um eigin framtíð og vilja einna helst selja kvótann hæstbjóðanda til að njóta ávaxtanna annars staðar. Þórður er ekki maður málamiðlana og geymir ýmis tromp á hendi sem hann ætlar sér að nýta til að fá sitt fram. Í ljós kemur að í fortíðinni liggja ýmis mál grafin, en ekki öllum gleymd. Uppgjör er óumflýjanlegt, en afleiðingarnar aðrar en nokkurn óraði fyrir.... minna