Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

I Spy 2002

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 7. febrúar 2003

Espionage with attitude.

97 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 57% Critics
The Movies database einkunn 35
/100

Þegar Switchblade, flottusta frumgerð af feluflugvél sem gerð hefur verið, er stolið frá bandarískum yfirvöldum, þá er hringt í einn af bestu njósnurum landsins, Alex Scott. Það sem hann veit ekki er að hann á að vinna með hinum sjálfumglaða hnefaleikameistara Kelly Robinson, og fara með honum í stórhættulega njósnaför. Verkefnið er þetta: að nota hæfileika... Lesa meira

Þegar Switchblade, flottusta frumgerð af feluflugvél sem gerð hefur verið, er stolið frá bandarískum yfirvöldum, þá er hringt í einn af bestu njósnurum landsins, Alex Scott. Það sem hann veit ekki er að hann á að vinna með hinum sjálfumglaða hnefaleikameistara Kelly Robinson, og fara með honum í stórhættulega njósnaför. Verkefnið er þetta: að nota hæfileika og húmor til að grípa Arnold Gundars, sem er einn stærsti ólöglegi vopnasali í heimi, og endurheimta flugvélina. ... minna

Aðalleikarar


Ég var að velta því fyrir mér hvort að ég ætti að gefa mynd þeirri er ég er að skrifa um tvær eða tvær og hálfa stjörnu en ákvað að vera góður við myndina og gefa henni tvær. Myndin er frá 2002 og er ekkert sérstök með klaufalegum og óvönduðum söguþræði og gerð er eftir samnefndum þáttum frá The 60s eða The 70s ég man það ekki alveg. Myndin byrjar mjög vel þar sem leyniþjónustumaðurinn Alex Scott (Owen Wilson) er í Missioni þar sem hann þarf að ná í eitthvern gaur og koma svo uppúr honum upplisingum um hvar The Switch Blade flugvélin er. Alex klúðrar hinsvegar verkefninu algerlega og endar með því að gaurinn sem hann átti að ná í er drepinn. Hann nær þó í mikilvægar upplýsingar um staðsetningu flugvélarinar og er fljótt sendur til Budapest þar sem Arnold Gundars (Malcom McDowell) heldur vélini á eitthverjum leynistað. Til að geta komist að Gundars þarf Alex félaga sem verður hleypt inn í boxpartyið sem Gundars notar til að beyða yfir kaupin á The Switch Blade. Því að í boðinu ætlar Gundars að fá alla helstu glæpakónga í heimi til að bjóða í flugvélina. -Hér byrjar myndin að verða leyðinleg- félagin sem Alex er úthlutað er hinn ótrúlega pirrandi atvinnuboxari Kelly Robinson (Eddie Murphy) og eyðinleggur hann algerlega myndina og hefur þau áhrif á áhorfendurnar að maður vildi óska þess að maður gæti gengið inn í myndina og gefið honum einn á kjamman. Þegar að í Budapest er komið reynir Alex að fá hinn einstaklega þrjóska Kelly að sinna verkefninu þeirra á sam tíma og að hann reynir að falla í kramið hjá Rachel Wright (Fankme Janssen) sem að hann hefur verið skotinn í langan tíma. Þeir hafa þó ekki endalausan tíma til að fynna flugvélina því ef hún kemst í rangar hendur er heimurinn í vísri hættu.

Eins og sagt var áðan er myndini klúðrað vegna Eddie Murphys og Kelly Robinsyninum hanns og reyndar líka út af umhverfisbreitileysinu þar sem nær öll myndin gerist í Budapest að kvöldi til. Þessi mynd hefði getað verið sérstök en varð þó bara eins og þessir tugir mynda sem koma út á hverju ári með eitthverjum ótrúlega ólíkum félögum sem hata hvora aðra en þurfa þó að læra að meta hvorn annan til að sigra að lokum ... við verðum að fara að sætta okkur við það að félagamyndir eru að verða gömul tugga og þessi mynd er gott dæmi um það.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Satt að segja, þá er þetta eiginlega bara algjört drasl. Þessi mynd inniheldur kannski góða leikara og góðan trailer(það fannst mér allavega) en eiginlega frekar slöpp. Ég ætla að byrja á jákvæðu og segja það að sum atriðin eru fyndinn og það er mjög góður leikarahópur í þessari mynd. Mynd eins og I Spy er bara léilegt rip-off að myndum eins og Lethal Weapon og 48 hours sem innihalda líka svarta löggu sem verður að vinna saman með hvítu löggu. Mér skilst það að þetta er einhver endurgerð af einhverji mynd sem kom út fyrir mörgum árum(70 árum,held það) en ég held að hún sé miklu betri. Söguþráðurinn er eiginlega algjör þvæla. Hvernig gátu þessi leikarar klúðrað bröndurum svona illa? Það eina sem ég kenni er þeir sem bjuggu til myndinna. Þau hafa greinilega ekki tekið góðan tíma með skrifa þessa mynd. Myndinn fjallar um einhver löggumann sem er að fara leysa verkefni. Hann fær heimsins besta boxara sem er nátturulega svartur sem á að vinna verkefni með honum. Þeir byrja sem frekar óvinir og smátt og smátt verða þeir aðeins meira vinir(alveg eins og Lethal Weapon). Þeir þurfa að gera ýmislegt saman og hvernig tekst það... Þessi mynd er frekar ófyndinn en lét mig samt hlæja af nokkrum atriðum. Eddi Murphy og Owen Wilson saman? Þegar maður heyrir þetta, þá býst maður þið geggarði grínmynd. NEI! Ég hló að svona 3-4 atriðum þegar þeir léku saman. Þið sem lesið þetta, sleppið þessari mynd. Horfið frekar á Lethal Weapon og njótið hana frekar heldur en þessa mynd. Takk fyrir
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Kvikmyndin I Spy fjallar um njósnarann Alex Scott (Owen Wilson). Hann er að rannsaka stuld á mjög þróaðri orustuþotu sem hefur þann eiginleika að vera ósýnileg. Rannsóknin leiðir hann til Ungverjalands en hann hefur komist að því að þar á salan á þotunni að fara fram. Eina leiðin til að koma í veg furir söluna er að fá aðstoð hjá óbreyttum borgara og fyrir valinu verður Kelly Robinson (Eddie Murphy). Hann er atvinnuboxari sem á að fara að keppa í Ungverjalandi. I Spy er ein af þessum myndum sem kemur þægilega á óvart. Hún rennur mjög vel og húmorinn og hasarinn er til staðar og vel það. Samleikur Owens Wilsons og Eddie Murphy er með ágætum. Hér er um að ræða fínustu poppkornsmynd sem gengur mjög vel þegar maður hefur ekkert að gera.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er svo sem ágætis mynd fyrir þá sem fýla Eddie og Owen. Hún fjallar um njósnara (Owen) sem er sendur til að ná í einhverja flugvél og hann á að vinna með boxaranum Kelly Robbinson (Eddie). Þeim líkar ekki við hvorn annan í byrjun en svo verða þeir vinir sem er alveg týpíst. Eins og ég sagði er þetta hin ágætasta ræma en er svolítið fyrirsjáanleg. Hún er full af aulabröndurum og sprengjum. Niðurstaða= fín

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mér fannst pínu gaman að þessari þó hún sé æði þunn. En Eddi Murphy dregur hana niður en Owen heldur þessu tveimur stjörnum uppi. Owen hefur skemmtilegan einfeldningshúmer sem samt grillir í vit í gegnum. Skrýtið. Vídeómynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

05.01.2024

Foreldrarnir fóru fjórtán sinnum í bíó

Þegar Top Gun: Maverick var frumsýnd í bíó var grínast með það á Twitter, nú X, að foreldrar Glen Powell, annars aðalleikara rómantísku gamanmyndarinnar Anyone but You, sem komin er í bíó á Íslandi, hefðu sé...

11.05.2020

Á Adamsklæðum á hvíta tjaldinu - Átta safaríkar senur

Konur eru oft naktar á hvíta tjaldinu eða á sjónvarpsskjám. Svo oft eru þær naktar að við erum mörg hver hætt að taka eftir því. Hins vegar lítum við tvisvar við þegar göndull birtist….. nema myndin sé íslensk þ...

28.03.2020

100 frábærar gamanmyndir fyrir erfiðu tímana - Hversu margar hefur þú séð?

Breski kvikmyndagerðarmaðurinn Edgar Wright (Shaun of the Dead, Hot Fuzz o.fl.) vonast til að geta veitt fólki einlæga aðstoð á þessum erfiðu tímum og mæla með bíómyndum sem vonandi ná að gleðja, hvort sem það...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn