Náðu í appið
25
Bönnuð innan 12 ára

The Matrix Reloaded 2003

(The Matrix 2)

Aðgengilegt á Íslandi

Frumsýnd: 16. maí 2003

Free your mind.

138 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 74% Critics
Rotten tomatoes einkunn 72% Audience
The Movies database einkunn 62
/100

Sex mánuðum eftir atburði fyrri myndarinnar, þá hefur Neo reynst forspár fyrir hina frjálsu, og fleiri og fleiri menn eru frelsaðir úr Fylkinu ( The Matrix ) og færðir til Zion, sem er eina yfirráðasvæði Uppreisnarinnar. Neo sjálfur er búinn að uppgötva ofurmannlega hæfileika sína og notar m.a. ofurhraða, og getur einnig séð í gegnum kóða inni í Fylkinu... Lesa meira

Sex mánuðum eftir atburði fyrri myndarinnar, þá hefur Neo reynst forspár fyrir hina frjálsu, og fleiri og fleiri menn eru frelsaðir úr Fylkinu ( The Matrix ) og færðir til Zion, sem er eina yfirráðasvæði Uppreisnarinnar. Neo sjálfur er búinn að uppgötva ofurmannlega hæfileika sína og notar m.a. ofurhraða, og getur einnig séð í gegnum kóða inni í Fylkinu ,ofl. En slæmar fréttir berast: 250.000 vélhermenn eru að grafa sér leið inn í Zion og munu ná til þeirra innan 72 tíma. Á meðan Zion býr sig undir allsherjarstríð, þá gefur spákonan, eða the Oracle, þeim Neo, Morpheus og Trinity, þau ráð að finna lyklavörðinn ( Keymaker ) sem mun hjálpa þeim að komast að uppsprettunni. Á sama tíma þá dreymir Neo í sífellu sama drauminn um dauða Trinity, og Agent Smith er sloppinn, og orðinn valdameiri en nokkru sinni fyrr og næsta fórnarlamb hans er Neo. ... minna

Aðalleikarar


Þetta er rosalega stór og góð mynd. Ég væri þó til í að sjá einhvern annann leika Neo. Annars er þetta algjör snild vel leikin og spennandi klikkuð á tímun en sammt hin mesta skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ja hvað á maður að segja um þennan annan kafla? Ég get allavega sagt að hann er ekki nálægt því að vera jafn góður og fyrsti kaflinn. Sagði reyndar í gagnrýni um Matrix að hún væri bara svona ok en hún er svo miklu betri en ok. Þó að það sé mikið af pælingum og allt það dót í myndum 2 og 3, þá ná þessar myndir ekki að láta söguna ganga upp. Góðir punktar: Tæknibrellurnar eru allavega mjög góðar í þessari mynd, alveg eins og í fyrstu. Sagan er alveg fín en hún er ekki eins djúp eins og í fyrstu myndinni. Leikararnir standa sig með prýði. Mæli með henni samt sem áður. 3 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ehh, ehh, uhh jamm. Fyrsta Matrix myndin var snilld í alla staði. Samtöl, bardagaatriði og annað. Þessi önnur mynd missir sig í allt allt annað. Samtölin er vitleysisleg og bardagaatriðin missa allan stíl. Fyrri hluti myndarinnar er ofaukinn langdregnum bardagaatriðum. Seinni hlutinn er betri skiljanlegri og ja bara góður. Fyrri myndin var svona grá í sér á meðan þessi er einhverveginn græn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það eru fjórir hlutir sem ég skil ekkert í, í sambandi við kvikmyndir. 1. Ég skil ekki af hverju svona margir dýrka japanskar teiknimyndir(anime), það er ein mynd Spirited Away sem er í 40 sæti inná top 250 myndir inná imdb.com. 2. Það eru ofurhetju myndirnar, það er ótrúlegt hvað mikið að fólki dýrkar ofurhetjumyndir eins og Spider-Man 1 og 2, Hulk og X-Men 1 og 2. 3. Það eru austur-asíu bardaga myndirnar eins og Crouching Tiger Hidden Dragon, Hero og house of flying daggers, Crouching Tiger Hidden Dragon er í 90 sæti inná top 250 listanum það er altaf miðað við að þetta sé ekki það góð mynd. 4. Og svo að lokum er það Matrix 1 og 2, fyrsta matrix myndin var algjör snilld og það var ekki hægt að toppa hana með annari Matrix mynd. The Matrix Reloaded er bara algjört crap, fyrsta klukkutímann er hún alveg ágæt svona svipaður söguþráður og þannig og svo síðasti hálftíminn er eftir þá breytist söguþráðurinn gjörsamlega og einhverjir vondir tvíburar koma inn í myndina sem geta gert sig ósýnilega og myndin gjörbreytyst og verður ömurleg. Það dýrka líka mjög margir mynd númer 3, ég hef ekki séð númer þrjú og ég ætla aldrei að sjá mynd númer 3 eftir þessa hörmung. Myndin fjallar um í stuttu máli um hann Neo sem kemur til borgarinnar Zion og það er stutt í það að vélmenni eru eftir að ráðast Zion og Neo verður að velja hvort hann á að bjarga Zion eða henni Trinity. Aðalhlutverk: Keanu Reeves(The Matrix 1), Carrie-Ann Moss(Memento) og Laurence Fishburne(Apocalypse Now), ég gef þessari mynd eina og hálfa stjörnu fyrir ágæta byrjun fyrsta klukkutímann.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The Matrix var rosalega góð mynd og maður var alveg agndofa eftir að hafa horft á hana. Ég man eftir því að ég var svo spenntur eftir því að fá að sjá Matrix 2 og hafði miklar væntingar. Og þegar ég sá Matrix Reloaded fannst mér hún stórkostleg, og hún hefði ekki getað orðið betri. Ég skil ekki þá sem fannst hún ekki nógu góð, hverju átti svo sem að breyta? Alla vega mæli ég með þessari mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

01.03.2014

Fleiri Matrix-myndir á leiðinni?

Vefsíðan Latino Review segist í þessari frétt hafa heimildir fyrir því að leikstjórarnir og systkinin Andy og Lana Wachowski séu að undirbúa nýjar Matrix-myndir sem eiga að gerast á undan þríleiknum vinsæla sem k...

05.03.2013

Höfðar mál vegna The Matrix

Handritshöfundurinn Thomas Althouse hefur höfðað mál gegn leikstjóranum Andy Wachowski og systur hans, transkonunni Lana. Hann segir að þau hafi stolið hugmyndum frá honum og notað í tvær framhaldsmyndir The  Matrix....

08.01.2013

Snakes on a Plane leikstjóri látinn

David R. Ellis, fyrrum áhættuleikari sem sneri sér að kvikmyndaleikstjórn, er látinn, 60 ára að aldri. Ellis er þekktur fyrir leikstjórn sína á Snakes on a Plane, og var í Suður Afríku að undirbúa nýjustu mynd ...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn