The Matrix Reloaded
2003
(The Matrix 2)
Frumsýnd: 16. maí 2003
Free your mind.
138 MÍNEnska
73% Critics
72% Audience
62
/100 Sex mánuðum eftir atburði fyrri myndarinnar, þá hefur Neo reynst forspár fyrir hina frjálsu, og fleiri og fleiri menn eru frelsaðir úr Fylkinu ( The Matrix ) og færðir til Zion, sem er eina yfirráðasvæði Uppreisnarinnar. Neo sjálfur er búinn að uppgötva ofurmannlega hæfileika sína og notar m.a. ofurhraða, og getur einnig séð í gegnum kóða inni í Fylkinu... Lesa meira
Sex mánuðum eftir atburði fyrri myndarinnar, þá hefur Neo reynst forspár fyrir hina frjálsu, og fleiri og fleiri menn eru frelsaðir úr Fylkinu ( The Matrix ) og færðir til Zion, sem er eina yfirráðasvæði Uppreisnarinnar. Neo sjálfur er búinn að uppgötva ofurmannlega hæfileika sína og notar m.a. ofurhraða, og getur einnig séð í gegnum kóða inni í Fylkinu ,ofl. En slæmar fréttir berast: 250.000 vélhermenn eru að grafa sér leið inn í Zion og munu ná til þeirra innan 72 tíma. Á meðan Zion býr sig undir allsherjarstríð, þá gefur spákonan, eða the Oracle, þeim Neo, Morpheus og Trinity, þau ráð að finna lyklavörðinn ( Keymaker ) sem mun hjálpa þeim að komast að uppsprettunni. Á sama tíma þá dreymir Neo í sífellu sama drauminn um dauða Trinity, og Agent Smith er sloppinn, og orðinn valdameiri en nokkru sinni fyrr og næsta fórnarlamb hans er Neo. ... minna