Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Ghost Ship 2002

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 13. desember 2002

Sea Evil

91 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 15% Critics
The Movies database einkunn 28
/100

Eftir að þeir finna farþegaskip á reki í Bering hafinu sem hefur verið týnt síðan árið 1962, þá eigna þeir sér skipið. Þegar þeir byrja að draga draugaskipið til hafnar, þá fara undarlegir hlutir að gerast og hópurinn lokast inni í skipinu, og komast að því að um borð er djöfulleg vera.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Virkilega leiðinleg mynd sem að er tímasóun fyrir framan skjáinn. Hef ekkert meir að segja um þessa þvælu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er góð miða við hvað maður baust við hvað hún væri.

En hún fjallar um fólk sem fer að leit af þessu skiði sem eithver maður fann og etlaði að sína þeim þetta skip og þau fóru og skoðuðu það en það var eithvað skríð á seiði á þessu skipi því að þau voru ekki ein á bát í þessu skipi heldur var þetta drauga skip sem allt fólk dó fyrir nokkrum árum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Argasta sorp. Eins og titillinn gefur til kynna kemur sokkið draugaskip mikið við sögu, sjómenn finna það og....GEISP! Alveg viðbjóðsleg klisja og ófrumleiki. Merkilegt að toppleikarinn Gabriel Byrne skyldi láta hafa sig út í þessa vitleysu. En þó verð ég að viðurkenna að það rættist örlítið úr myndinni þegar það fór að líða á hana. Hún varð aðeins meira spennandi og meira hrollvekjandi og endirinn kom á óvart. Hann var ekki mjög formúlukenndur. Og því fær myndin heila stjörnu frá mér en ekki hálfa eða bara núll. En þetta er drepléleg mynd samt sem fólk ætti að missa af.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Nú er nýjasta Dark Castle myndin komin, en Dark Castle er einmitt að endurgera hryllingsmyndir eftir hinn vinsæla William Castle en hann gerði margt og mikið hérna áður fyrr. Ghost Ship er þriðja myndin sem kemur frá fyrrnefndu fyrirtæki og bjóst ég nú ekki við miklu þar sem ég hafði heyrt að þetta væru hin verstu mistök og sorp. House on The Haunted Hill (1999) kom fyrst, svo Thir13en Ghosts (2001) og nú loks Ghost Ship og lítur allt út fyrir að Dark Castle sé á hraðri niðurleið.

Virðist vera að hryllingsmyndir nú til dags gangi útá það eitt að láta manni bregða og er Ghost Ship engine undantekning þar. Virkilega sorglegt að það er ekki hægt að hræða mann eitthvað af viti eins og var gert í The Changeling (1980), og The Exorcist (1973). Það er eins og að hryllingsmynda-framleiðendur hafi gjörsamlega tapað þessu og spili bara á einhverjar sekúndur sem þjóna þeim eina tilgangi að koma hjartslættinum í óreiðu.


Sean Murry og lið hans af hörðum sjóurum fá það verkefni að finna skip sem maður nokkur kom auga á, rekandi í miðjum sjónum(í sjónum, virkilega). Þau leggja af stað og er það víst þannig að ef skipið ber einhver verðmæti þá mega þau eiga það því að sá á fund sem finnur á hafinu.

Skipið sem þau finna sér til mikillar undrunar er frá 1962 frá Ítalíu. Frægt skemmtiferðaskip sem einfaldlega hvarf. Það líður ekki á löngu fyrr en furðulegir hlutir fara að gerast og finna þau sér til mikkilar gleði hrúguna alla af gulli. Þau ákveða að gera við stórt gat á skipinu svo að mögulegt sé að draga það í land en allt kemur fyrir ekki. Báturinn sem þau komu á springur í tætlur sem setur þau í þá aðstöðu að þau verða að sigla skemmtiferðaskipinu draugalega í land.

Það er óþarfi að segja það en nokkrar hindranir eru á leiðinni…


Mér fannst ótrúlega mikið af atriðum sem minntu á The Shining (1980), þ.á.m. drykkju skipstjórans og dansiballið. Ég tala nú ekki um þegar hann klikkast, þ.e. skipstjórinn.

Þetta er sami leikstjórinn og gerði Thir13en Ghosts en samt tekst honum að koma með allt annan filing í þessa mynd mér til mikillar undrunar. Ekkert sérstakt til að setja útá hjá honum og er ég þónokkuð sáttur við að hann sleppti brjáluðu skotunum sem við kynntumst í Thir13en Ghosts.

Leikararnir eru allir frekar slappir nema þá helst Gabriel Byrne sem fer með hlutverk skiptjórans og litla stelpan sem ég man ekki hvað hét.

Tónlistin er það versta við þessa mynd, opnunar lagið er gott og blessað en síðan fylgir endalaus popp-techno kjaftæði sem var að eyðileggja mörg atriði, mér er þó minnistæðast “flashback” atriðið þar sem stelpan sýnir Maureen Epps hvað gerðist, tónlistin gjörsamlega eyðilagði þetta.

Mun betri en Thir13en Ghosts og hefur sínar stundir, hlakka mikið til næstu Dark Castle mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er mjög skemmtileg mynd og hrollvekjandi um fólk sem finnur skemmtiferðaskip sem hefur ekki sjést í 40 ár brétt komast þau að því að þau eru ekki ein í skipinu...þetta er mynd þar sem tæknibrellurna og sviðsmyndirar eru rosalega flottar enda eru góðir leikara sem leika í myndunum t. d.Gabriel og julianna . Ég hvet alla til að sjá þessa mynd .

Erla
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

06.10.2011

30 rip-off plaköt

Kvikmyndabransinn er oft kenndur fyrir að endurvinna hugmyndir, handrit og jafnvel heilu bíómyndirnar. Plakötin eru engin undantekning. Hér eru 30 plaköt sem eru, vægast sagt, svipuð. Betrayed vs Basic Instinct Madhouse vs Cheaper By The Dozen...

26.07.2010

Ameríska Lisbeth fundin?

David Fincher er á fullu ásamt framleiðendum að leita að hinni "amerísku" Lisbeth Salander, þar sem leikstjórinn er ákveðinn í að endurgera sænsku spennumyndina Karlar sem Hata Konur (eða The Girl with the Dragon Tatto...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn