Þessi mynd er alveg ágætis afþreying og ég mæli með henni. Ég var svolítið pirruð á henni fyrir hlé en það rættist mjög vel úr henni eftir hlé. Litla stelpan var einum of fullorðinsleg að mínu mati en lék vel miðað við aldur. Courtney Love verður líka betri eftir því sem líður á myndina. Kevin Bacon er einn af uppáhalds leikurunum mínum og hann á mjög góðan leik í þessari mynd og er virkilega sannfærandi sem þessi sjúki og vondi maður. Fléttan er góð og myndin verður meira spennandi með tímanum. Svo ég mæli með því að þú skellir þér á hana ef þig langar að sjá góða spennumynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei