Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

All or Nothing 2002

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 29. ágúst 2003

128 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 82% Critics
The Movies database einkunn 72
/100

Penny er hætt að vera ástfangin af eiginmanni sínum, leigubílstjóranum Phil. Hann er nærgætinn, heimspekilegur gaur, og hún vinnur á kassa í matvöruverslun. Dóttir þeirra þrífur á elliheimili, og sonur þeirra Rory er atvinnulaus og ofbeldishneigður. Gleðin er horfin úr lífi þeirra Penny og Phil, en þegar óvæntur harmleikur hendir, þá sameinar hann þau... Lesa meira

Penny er hætt að vera ástfangin af eiginmanni sínum, leigubílstjóranum Phil. Hann er nærgætinn, heimspekilegur gaur, og hún vinnur á kassa í matvöruverslun. Dóttir þeirra þrífur á elliheimili, og sonur þeirra Rory er atvinnulaus og ofbeldishneigður. Gleðin er horfin úr lífi þeirra Penny og Phil, en þegar óvæntur harmleikur hendir, þá sameinar hann þau og þau finna ástina á ný. Myndin gerist á verkamannaheimili í London yfir eina langa helgi, og við sögu koma einnig nágrannar þeirra.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Stundum eru gerðar myndir sem skilja áhorfandann eftir agndofa. All or Nothing er lítill gullmoli sem leynist í hillum myndbandaleiga. Þvílík gæðamynd hefur undirritaður ekki séð í háa herrans tíð. All or Nothing sameinar sögu nokkurra mjög svo mismunandi fjölskyldna sem eiga það eitt sameiginlegt að hafa ekki mikið af peningum á milli handanna. Þessar fjölskyldur búa í sömu verkamannablokkinni í London. Við fylgjumst með þeirra hversdagslega lífi og hreinlega förum nánast inn í stofu til þeirra. Hræðilegur atburður verður svo kveikjan að ákveðnu uppgjöri innan þessara fjölskyldna. All or Nothing er svo sannarlega ekki Hollywood mynd, í þessari mynd eru alvöru samtöl á milli alvöru persóna, persóna sem við þekkjum. Leikstjórinn Mike Leigh nær fram því besta úr leikurum á borð við Timothy Spall (The Last Samurai, Still Crazy) og Lesley Manville. Ég er nánast orðlaus af hrifningu. Leigh hefur náð að búa til lítið listaverk. Hann hefur endurskapað kvikmyndina sem list. Þvílík mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn