Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Darkness Falls 2003

Frumsýnd: 9. maí 2003

Fear is lighthouse.

86 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 10% Critics
The Movies database einkunn 23
/100

Þegar Kyle var ungur drengur þá vaknaði hann oft af svefni og sá Tannálfinn, sem reyndi svo að drepa hann, eins og gamlar munnmælasögur sögðu til um. Síðan þá, þá hefur hann verið álitinn geggjaður af öllum í bænum, nema æskuástinni Caitlin, og yngri bróður hennar. En núna hafa dyr helvítis opnast á ný og svarthærð, vængjuð dómsdagsveran sem Kyle... Lesa meira

Þegar Kyle var ungur drengur þá vaknaði hann oft af svefni og sá Tannálfinn, sem reyndi svo að drepa hann, eins og gamlar munnmælasögur sögðu til um. Síðan þá, þá hefur hann verið álitinn geggjaður af öllum í bænum, nema æskuástinni Caitlin, og yngri bróður hennar. En núna hafa dyr helvítis opnast á ný og svarthærð, vængjuð dómsdagsveran sem Kyle lýsti á sínum tíma, er aftur mætt á svæðið. Og hún ætlar sér að taka bróður Caitlin með sér ...... minna

Aðalleikarar


Ég horfði á Darkness falls í gærkvöldi. Ég var lengi búin að ætla gera það en nennti aldrei. Myndin fjallar um goðsögnina the toothfairy, konu sem börnin gáfu alltaf síðustu tönnina sína til. Svo lennti hún í því að brennast hræðilega og gekk alltaf með postulínsgrímu eftir það. Einu sinni hurfu tvö börn úr þorpinu og var henni kennt um það. Þorpsbúar tóku hana og hengdu. Í andslitunum lagði hún bölvun á þorpsbúa, að hver sá sem myndi líta hana augum myndi hún drepa. 150 árum síðar, þar sem sagan gerist missir ungur strákur tönnina sína. Kella kemur að sækja hana og strákurinn sér hana. hún reynir að drepa hann. Þetta er eiginlega allt það sem myndin er um. Mér fannst leikararnir standa sig vel og vondi karlinn var vel lukkaður, ógeðsleg rödd og svona. Mér fannst samt lausnin á flækjunni vera of einföld. Þau björguðust of auðveldlega. Mér finnst myndin vera ágæt en það vantar samt eitthvað. Þessi mynd er fín til að glugga í einu sinni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Jú ég vil bara byrja á því að segja það að þessi mynd er eitthvað það ljótasta piece of garbage sem að ég hef séð á öllu árinu, ég mun seint skilja hvað vofir um í hausnum á þeim aðila sem að sagði mér að þessi mynd væri algjör snilld.

Ég er búin að rúlla mér yfir það sem að hinir hér fyrir ofan höfðu að segja um myndina og ég gæti varla verið mikið meira sammála, þessi aðalkarakter sem að var eflaust með alvöru geðlyf í þessum pilluboxum í myndinni er einhver sá allra lélegasti og leiðinlegasti væluleikari sem að ég hef séð í gegnum tíðina (að Hugh Grant undanskildum) og hugsa ég að eftir þessi ósköp þá eigi hann meiri framtíð í ræstitækni heldur en leiklist.

Forðist þennan vanskapnað eins og heitan eldinn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Bara eintómt miðjumoð en þó hef ég nú oft séð verri hryllingsmyndir. Það sem dregur þessa mynd helst niður er að skrímslið -eða tannálfurinn- er frekar illa gert og það má ekki gerast í svona mynd þar sem hryllingurinn liggur aðallega í slíkri ófreskju myrkursins. Nú annað er að það kemur aldrei fram neinn almennilegur rökstuðningur, t.d. á því af hverju það má ekki horfa framan í hana (tannálfinn) -hún tekur bara þann sem hún nær. Í deleted scenes þætti dvd-útgáfunnar er þess getið að hún vilji alla feiga sem hafa séð ásjónu hennar. Það hefði strax verið skárra ef það hefði verið látið gilda. Í raun og veru vek ég athygli ykkar á því að myndin hefði grætt a.m.k. hálfa stjörnu hjá mér ef öll deleted scenes atriðin hefðu verið með, -þá hefði hún orðið meiri heild og innihaldið bæði meiri tilfinningar og hrylling. Ef þið eruð aðdáendur góðra hryllingsmynda hafið þessa þá bara til vara. Leikurinn er þokkalegur og persónusköpunin allt í lagi. Á dvd er reyndar góð heimildarmynd um tannálfskellu og hún er eiginlega hryllilegri en myndin sjálf (svona innan gæsalappa). Hér er á ferðinni frekar mislukkuð hrollvekja -með meiri hugsun og betri tækni hefði mátt gera mun sterkari mynd, því ekki vantaði efni til að vinna úr.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er ekki fyrir þá sem eru að leita sér af góðri hryllingsmynd en samt svona ágæt skemmtun og mjög góður leikstjóri og að aðalvandamálið er að maður sér skrýmslið allt of mikið en mæli virkilega með henni fyrir viðkvæmar sálir sem vilja fara á hrillingsmyndir þetta er roslegt fyrir svoleiðis fólk. Jæja góður leikstjóri mishenpnun með skrímslið er fyrir viðkvæmar sálir takk fyrir.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mér fannst þessi mynd frábær! Ég fór með sjö vinkonum mín á hana og hún er engin smá hryllingur! Við öskruðum mikið því að okkur brá svo oft. Mér fannst hún vel gerð og mjög spúkó...

Ég mæli með þessari mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

20.10.2012

Meiri viðbjóður

Nokkrar aðalsprautur á bakvið hina vinsældu bandarísku glæpaþætti Criminal Minds sem sýndir hafa verið hér á landi, hafa fært út kvíarnar og hyggjast í sameiningu framleiða nýja þætti sem heita Darkness Falls, en í...

03.12.2011

Worthington snýr aftur í Reiði guðanna

Reiði guðanna er kannski ekki alveg nákvæm þýðing á titlinum (Reiði risanna kannski?) en það breytir því ekki að stórmyndin Wrath of the Titans er á leiðinni hvort sem fólki líkar það betur eða verr. Fyrri my...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn