Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanir

Catch Me If You Can 2002

Frumsýnd: 31. janúar 2003

The true story of a real fake.

141 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 96% Critics
The Movies database einkunn 75
/100

Myndin segir frá ævintýrum Frank Abagnale Jr. (Leonardo DiCaprio). Við skilnað foreldra sinna tók hann að blekkja alla í kringum sig. Hann strauk að heiman og tókst með eintómum blekkingum að verða t.d. læknir og flugmaður, þrátt fyrir að hafa aldrei farið í nokkurt nám.

Aðalleikarar


Þegar ég sá Catch me if you can í bíó á sínum tíma þá kom hún mér ótrúlega á óvart. Í dag er þetta ein af mínum uppáhaldsmyndum og get ég horft á hana aftur og aftur.

Handritið er víst sannsögulegt og er sagan bygð á lífi Frank Abagnale Jr. leikinn af Dicaprio en Frank gæti fengið titilinn mesti og besti svikahrappur sögunnar.

Catch me if you can átti víst að vera einhverskonar side verkefni hjá Spielberg en aðal mynd hans það árið átti að vera Artificial Intelligence eða A.I. Að mínu mati er þó Cach me if you can mun betri en A.I.

Fyrst og fremst myndi ég segja að það sem heillaði mig við þessa mynd er sagan um strákinn sem gabbar allt kerfið, en þó er vert að nefna að leikurinn hjá Dicaprio var ótrúlega góður og var hann mjög sannfærandi sem frank og öll þau hlutverk sem Frank þóttist vera. Tom Hanks er einnig þrusu góður þó að mér fannst hann oft eiga smá inni.

Leikstjórnin hjá spielberg er ótrúlega góð, tónlistin passar algjörlega við útlit myndarinnar og eftir vinslan er frábær.

Annars er gaman að segja frá því að Frank Abagnale Jr. sjálfur lék í myndinni en þar lék hann franska löggu. Ef einhver hefur áhuga þá er þetta linkur á mynd af honumm en þarna stendur hann ásamt Dicaprio. http://imdb.com/gallery/ss/0264464/Ss/0264464/CT-4223.jpg.html?path=pgallery&path_key=Abagnale%20Jr.,%20FrankÍ stuttu máli þá er myndin mjög fyndin, spennandi og vel gerð þannig ef þú ert ekki búin að sjá Catch me if you can þá mæli ég eindregið með henni!!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mjög góð mynd og örugglega frumlegasta mynd sem Spielberg hefur sent frá sér. Tom Hanks er góður, en Leonardo Dicaprio er brilliant og kemur með eina bestu frammistöðu sem hann hefur sýnt í bíómynd með Aviator. Handrit myndarinnar er gott og leikstjórn Spielbergs örugg að vanda. Meiriháttar góð og fyndin mynd sem allir, hvort sem þeir eru Spielberg aðdáendur eða ekki, verða að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Skemmtileg mynd um ótrúlegt líf Frank Abagnale Jr. sem leikin er af Leonardo DiCaprio.
Frank Abagnale Jr. varð einn snjallasti falsari og svikahrappur Bandaríkjana og tókst honum að svíkja út pening fyrir margar milljónir dollara, ásamt því tókst honum að verða flugmaður, læknir og lögræðingur án þess að hafa nokkurn tíman farið í nám tengt eitthvað af þessum störfum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Sannsöguleg mynd um strák sem Leonardo DiCaprio leikur. Hann á heima hjá fátækum foreldrum sínum. Svo skilja þau og hann býr þá hjá mömmu sinni enn hún á erfitt og veit eiginlega ekkert hvað hún á að gera við lífið. Svo byrjar Leonardo DiCaprio á því að uppgvöta hæfileika sína á því að þykjast vera fráfallakennari í bekk sem hann sjálfur á að vera nemandi í svo byrjar hann að falsa ávísanir og þá gengur allt í hag hjá honum hann nær alltaf að koma sér í eihverjar góðar vinnur t.d. verður hann flugmaður og læknir og sem læknir kynnist hann stelpu sem hann verður mjög hrifinn af og langar til að gyftast. Enn svo kemst upp um hann og þá byrjar eltingaleikurinn milli hans og Tom Hanks. Og á endanum nær Tommi honum og tekur hann með sér í flugvél til USA á leiðinni seigjir Tommi honum sorgar fréttir og þá verðurLeonardo mjög pirraður og nær að sleppa á ótrúlegan hátt úr flug vélinni og þá fær hann upplýsingar um það hvar mamma hans á heima og fer til hennar enn sér þá að hún ser kominn með nýjan mann og búin að eiga barn með þeim manni og þá kemur löggan og tekur hann og stingur honum í steininn enn þá sjá þeir að hann er orðinn svo hæfur í því að þekkja falsaðar ávísanir að FBI ræður hann í vinnu í stað þess að vera í steininum í 15 ár minnir mig. Þetta er ótrúleg mind og ennþá ótrúlegra að hún skuli vera sannsöguleg. Leonardo DiCaprio á mjög góðan leik í þessari mynd og Tom Hanks líka.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Catch me if you can er ein af bestu myndum sem ég hef séð, þegar maður sér að Steven Spielberg leikstýrir henni og aðalhlutverkin eru Tom Hanks(Forrest Gump), Leonardo DiCaprio(Titanic) og Christopher Walken(Nick of Time) þá veit maður að hér er mjög góð mynd á ferðum. Í myndinni segir frá eitt af mestu svikahrappi sögunar, hann hét Frank William Abagnale Jr, ótrúlegt en satt en þessi mynd var byggð á sannsögulegum atburðum. Frank William Abagnale Jr(Leonardo DiCaprio) ólst upp hjá foreldrum sínum, en svo verður skortur á peningum og foreldrar hans Franks skilja. VARÚÐ þeir sem hafa ekki séð þess mynd og ætla að sjá hana HÆTTIÐI AÐ LESA NÚNA. Hann Frank strýkur að heiman og byrjar að falsa ávísanir, hann verður á endanum mjög góður að falsa ávísanir og notar þær til þess að kaupa ýmsa hluti. Hann gerist aðstoðarflugmaður hjá Pan American Airways, og skindilega er hann orðin ríkur. Hann sendir oft bréf til föður síns um hvað hann starfar og þannig. Á meðan hann Frank græðir meira og meira þá er Carl Hanratty(Tom Hanks) og starfsfélagar hans að reyna að finna hann. Hann Frank gerist læknir og hittir hjúkrunarkonu, á endanum verða þau ástfangin. Hann Franks spyr hana hvort hún vilji giftast honum, hún segir já en hún sagði að Frank þyrfti að spurja pabba hennar um leifi. Áður en þau fara heim til hennar til þess að Frank gæti spurt pabba hennar hvort hann mætti giftast henni þá gerist Frank lögfræðingur. Þau fara til pabba hennar(sem er leikinn af Martin Sheen) og hann Frank spyr hann hvort hann mætti giftast dóttir hans, pabbi hennar segir já og í veislunni eftir brúðkaupið flýr hann Frank útaf því að Carl Hanratty vissi af veisluni og hann var kominn. Hann Frank fer til Miami og reynir að komast til Frakklands í flugvél, það tekst á endanum og hann flýgur til Montichard. Montichard er þorp í Frakklandi þar sem foreldrar hans hittust fyrst. Carl kemst af því að hann Frank er í Montichard og fer þangað og handtekur hann. Ég gef þessari mynd fjórar stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn