Náðu í appið
43
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Lethal Weapon 2 1989

The magic is back!

114 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 82% Critics
The Movies database einkunn 70
/100
Tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir bestu hljóðbrellur.

Löggutvíeykið Riggs og Murtaugh er mætt aftur. Þegar rauður BMW bíll lendir í árekstri eftir eltingarleik, þá uppgötva þeir að skottið á bílnum er fullt af suður afrískri gullmynt; Krugerand. Yfirmaður þeirra biður þá um vernda lykilvitni sem heitir Leo Getz. Þegar vitnið segir þeim að hann hafi átt í viðskiptum við Suður-Afríkumenn, þá breytist... Lesa meira

Löggutvíeykið Riggs og Murtaugh er mætt aftur. Þegar rauður BMW bíll lendir í árekstri eftir eltingarleik, þá uppgötva þeir að skottið á bílnum er fullt af suður afrískri gullmynt; Krugerand. Yfirmaður þeirra biður þá um vernda lykilvitni sem heitir Leo Getz. Þegar vitnið segir þeim að hann hafi átt í viðskiptum við Suður-Afríkumenn, þá breytist atburðarásin fljótt yfir í mikinn hasar. ... minna

Aðalleikarar


Það þurfti mikið til að slá númer eitt út því að hún var nátturulega snilld. En þessi mynd er aðeins slakari enn númer eitt. Mel gibson og Danny Glover að leika saman í aftur sem félagarnir Martin Riggs og Roger Mourthough sem verða stöðva bófa. Þessi mynd fjallar um að félagarnir vita um einn bófa,eða bara gamlan karl með vonda,marga menn með sér sem vernda hann. Löggurnar geta ekki drepið hann af því að hann er með Diplomanic(sem er pappírspjald sem stendur að það má ekki drepa hann). Það er einn maður sem veit um þennan krimma sem heitir Leo Getz og sá sem leikur Leo er enginn annar enn Joe Pesci(Goodfellas,Casino). Myndinn er mjög góð enn er næstbesta myndinn í seríunni að mínu mati. Richard Donner leikstýrir þessari mynd bara vel og er klár að leikstýra. Myndinn hefur líka húmorinn eins og í öllum myndunum sem er eiginlega mjög gott. Ég ætla gefa þessari mynd þrjár og hálfa stjörnur af því að þetta er mjög góð mynd enn ekki alveg óskarsverðlauna action mynd. Takk fyrir
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Alveg finnst mér það bráðskemmtilegt þegar mynd númer tvö í seríu jafnast fyllilega á við þá fyrri. Það heppnast hér þegar þeir Gibson og Glover eltast við suðurafríska krimma sem fela sig bakvið sendiráðspassa og eru með leiðindi. Fyrsta myndin í seríunni sem Joe Pesci kemur fyrir í og er sem betur fer í hæfilegu magni, öfugt við þær myndir í seríunni sem á eftir komu. Joss Ackland hlýtur líka að vera einn besti drullusokkur sem maður sér í bíó.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Lethal Weapon 2 er mjög góð. Riggs og Murtough bregðast ekki, frekar en fyrri daginn. Nú eru félagarnir að reyna að ná mönnum sem fela sig á bakvið diplómata eitthvað dæmi. Þessi mynd er fyndin, spennandi og flottar sprengingar eins og í fyrri myndinni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

04.05.2021

Þessar framhaldsmyndir eru betri en þær fyrri

Kvikmyndalistformið hefur nú verið til í á annað hundrað ár og enn virðist fólk vera þeirrar skoðunar að framúrskarandi framhaldsmyndir séu fágætar. Góð framhaldsmynd er oftast nær verk sem byggir ofan á þa...

22.04.2013

Heimsfrumsýning: Iron Man 3

Sambíóin heimsfrumsýna núna á miðvikudaginn 24. apríl fyrstu stórmynd ársins, Iron Man 3, níu dögum á undan frumsýningu í Bandaríkjunum. Í tilkynningu frá Sambíóunum segir að myndin sé að fá frábæra dóma o...

09.09.2012

Sófaspíran velur úr bunkanum

Dagskrá helgarinnar var/er ofsalega veik núna um helgina og hallast sú lýsing meira að staðreynd heldur en matsatriði. Yfirleitt gengur Sófaspíran út á það að vekja athygli á því þegar góðar myndir eru sýndar í...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn