Náðu í appið
Bönnuð innan 6 ára

Anger Management 2003

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 6. júní 2003

Feel the love

106 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 42% Critics
The Movies database einkunn 52
/100

Dave Buznik er hæglátur og uppburðarlítill starfsmaður í tískuverslun fyrir gæludýr í New York borg. Hann er með yfirgangssaman og frekan yfirmann sem hikar ekki við að eigna sér heiðurinn af því sem Buznik gerir og treður honum ítrekað um tær. Dave á ástríka kærustu, en besti vinur hennar er fyrrum kærasti hennar úr menntaskóla, Andrew. Einn daginn þá... Lesa meira

Dave Buznik er hæglátur og uppburðarlítill starfsmaður í tískuverslun fyrir gæludýr í New York borg. Hann er með yfirgangssaman og frekan yfirmann sem hikar ekki við að eigna sér heiðurinn af því sem Buznik gerir og treður honum ítrekað um tær. Dave á ástríka kærustu, en besti vinur hennar er fyrrum kærasti hennar úr menntaskóla, Andrew. Einn daginn þá fer misskilningur um borð í flugvél úr böndunum, og í kjölfarið úrskurðar dómari að Dave skuli taka námskeið í reiðistjórnun hjá sérfræðingnum, Buddy Rydell, en hann er óáreiðanlegur og léttruglaður persónuleiki. Eftir því sem samband þeirra Dave og Buddy versnar, og meðferðin fer að hafa slæm áhrif á líf Dave, þá uppgötvar Buddy að hann gæti verið sá eini sem gæti bjargað Dave frá erfiðu vandamáli sem hann hefur greint í sjúklingi sínum, og gæti aðeins átt eftir að versna. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Frábær skemmtun

Engin vonbrigði hérna á ferðinni Adam Sandler og Jack Nickulson upp á sitt besta. góð mynd fyrir þann sem vill skemmta sér og hlægja mikið ... ekkert mikið meira um það að segja frábær mynd PUNKTUR 9/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Anger Management fjallar um hinn rosalega góðhjartaða og sauðmeinlausa David Busnik (Sanldler) sem lætur allt og alla vaða yfr sig. Einn daginn er hann að fara í flugvél að skila skýrslu yfirmanns síns sem hann hafði skrifað fyrir hann þegar að flugfeyja sakar hann um að hafa ráðist á sig. Hann er sendur í reiðimeðferð hjá hinum léttruglaða Buddy Rydell (Nicholson). Eftir einn tíma í meðferð finnur Buddy það út að David sé explosive angry (sem þýðir að hann byrgir reiðina inní sér þangað til hann myndi hugsalega missa stjórn á sér og guð veit hvað myndi gerast þá). Stuttu síðar lemur David konu óvart með staf og nefbrýtur hana fyrir slysni og er þá ákveðið að Buddy verði að gista hjá honum i 30 daga í von um að losa hann við reiðina og kenna honum að standa upp fyrir sig. Auðvitað líkar David það eigi vel og kemst brátt í ljós að Buddy er klikkaðri en hann virðist og er David þá til í að beita hvaða brögðum sem er til að losna við hann.

Anger Management er góð hugmynd og inniheldur fullt af skemmtilegum persónum en það er bara einn stór galli á henni sem dregur hana langt niður í stjörnulistanum, það vantar bara eitthvað í hana sem ég veit því miður ekki hvað er, eitthvað vantar til að halda allri myndinni saman. Annars er hún mjög skemmtileg og ágæt afþreying þrátt fyrir það.

Tvær og hálf stjarna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

(ATH:Þetta er bara hvað mér finnst um myndinna,dæmið sjálf)Anger Management er mjög fyndinn mynd. Jack nicholson og Adam Sandler eru mjög góðir í þessari mynd því hún er góð grínmynd. Sá sem leikstýrði þessari mynd heitir Peter Seagal sem leiksstýrði myndir einsog Nutty professor2og Naked gun3. En núna ætla ég að koma mér að efninu. Ég ákvað að fara í bíó 6juni áttabíó. Þar sá ég þessa góða grínmynd. Hún fjallar um það að ungur maður að nafni Dave Buznik(Adam Sandler(Waterboy, Happy gilmore, Little Nicky)) sem á svoldið vandamál við reiðinna sína. Hann verður settur í reiðismeðferð(Fyrirgefið vegna ömurlega stafsetningu). Buddy hole(Jack Nicholson(One flew over coccos next,as good as it gets,the shining)) mun verða kennari hans í þessari meðferð í nokkrar vikur. Ef hann neitar að fá kennarann þá fer hann í fangelsi ef hann vill þá verður lífið hans algjört hell. myndin er býsna góð gamanmynd sem margir celeberty leika í aukahlutverki t.d. bæjarstjórinn í New York sem er ekkert eiginlega að leika en snillingurinn Woody Harrelson(Natural born killers,People vs Larry flint,Kingpin) sem leikur klæðskiptinginn Galaxe sem er ekkert sérlega gott hlutverk fyrir svona algjöran snilling eins og hann en samt tekst honum þetta hlutverk alveg ágætlega. Sú sem leikur konu hans Dave er eiginlega leiðinleg í myndinni(Að mínu Mati) en lék ágætlega í American Pie myndunum. Svo leikur skólastjórinn í Scary Movie eitt stjóran hans Dave í myndinni sem hann leikur svona ágætlega. Myndinn getur stundum verið með leiðinlega brandara enn samt,eins og áður þá er þetta skemmtileg grínmynd. Adam Sandler hefur snúið aftur vegna leiks á slöku myndinni Mr.Deeds(Líka Little Nicky,enn mér fannst svosem ágæt). Allir leika vel og þá sérstaklega Jack Nicholson, því hann er án efa langfyndasti leikarinn í myndinni. Ég verð nú að segja að þetta er án efa fyndasta mynd sumarsins árið 2003 því Jack og Adam eru mjög góðir í þessari mynd og hinir líka sem léku í þessari mynd. Ég verð að enda á þessari mynd með nokkrum orðum. Þessi mynd er fyndinn enn samt ekkert meistaraverk. Hún á fyllilega skilið þrjár stjörnur(að mínu mati). Góð mynd,sjáið þessa. Takk fyrir
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er mynd sem ég var búinn að bíða með svolítilli eftirvæntingu. Mér fannst það lofa góðu að sjá Jack Nicholson og Adam Sandler saman í mynd. Myndin er hins vega ekkert sérstaklega fyndin. Þess í stað er hún væmin og kjánaleg þrátt fyrir nokkur fyndin atriði. Handritið er klaufalegt og afar ótrúverðugt svo ekki sé meira sagt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mjög fyndin mynd með góðum leikurum. Adam Sandler leikur mann sem var settur í reiðisstjórnun út af engu eiginlega. Jack Nicholson leikur gaurinn sem stjórnar því og gerir líf Sandlers að helvíti. Sandler alltaf jafn góður og Nicholson líka.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn