Náðu í appið
Öllum leyfð

The Lizzie McGuire Movie 2003

Frumsýnd: 27. júní 2003

The Only Risk In Taking An Adventure Is Not Taking It At All.

94 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 40% Critics
The Movies database einkunn 56
/100

Myndin er byggð á vinsælum sjónvarpsþáttum frá Disney. Lizzie McGuire og bestu vinir hennar, Kate, Gordo og Ethan eru nýútskrifuð úr miðskóla, og þau halda upp á það með því að fara til Rómar á Ítalíu. Á Ítalíu uppgötvar Lizzie að hún er sláandi lík Isabella, ítalskri unglingspoppstjörnu, sem þekkt er fyrir dúetta sína með hjartaknúsaranum... Lesa meira

Myndin er byggð á vinsælum sjónvarpsþáttum frá Disney. Lizzie McGuire og bestu vinir hennar, Kate, Gordo og Ethan eru nýútskrifuð úr miðskóla, og þau halda upp á það með því að fara til Rómar á Ítalíu. Á Ítalíu uppgötvar Lizzie að hún er sláandi lík Isabella, ítalskri unglingspoppstjörnu, sem þekkt er fyrir dúetta sína með hjartaknúsaranum Paolo - jafnvel svo mikið að þegar slær í brýnu á milli Isabella og Paolo, þá biður hann Lizzie að koma í hennar stað fyrir næstu tónleika. Lizzie er þó ekki viss um að hún vilji fara í sviðsljósið, og veit heldur ekki hvað henni finnst um Paolo, sem leynir ekki hrifningu sinni á henni. Hlutirnir flækjast enn þegar fjölskylda hennar fréttir af nýfenginni frægð hennar, og ákveður að koma til Ítalíu.... minna

Aðalleikarar


Ég gef the lizzie mcguire movie 4 stjörnur,mér finnst hún voða skemmtileg...svona frekar stelpumynd myndi ég segja..en mér finnst líka lögin í henni mjög góð :)...ég fór á forsýninguna og vonast til að sjá hana einhverntíman aftur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég held að ég hafi aldrei séð jafn leiðinlega mynd og þessa, ég vildi bara gefa henni hálfa stjörnu vegna þess að Hillary er foxy gella og útlit hennar er það eina sem á skilið að fá stjörnu, þegar ég var þarna í bíósalnum þá vorum bara ég og vinir mínir og síðan fjögur hundruð, átta ára stelpur og reyndar einn kall sem mér fannst frekar viðbjóðslegt en allaveganna mæli ég ekki með þessari mynd :(
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The Lizzie McGuire movie er ótrúlega skemmtileg! Hún fjallar um Lizzie sem fer í bekkjarferð til Rómar og hittir þar poppstjörnu sem segir að hún líkist rosalega meðsönkonu hans sem er hætt að syngja með honum og biður hana að kynna með sér á sönghátíð og þykjast vera þessi meðsöngkona hans sem átti að kynna. Þegar hún er með honum lendir hún í allskonar ævintýrum og í myndinni eru líka skemmtileg lög. Ég fór með vinkonum mínum á hana og okkur öllum fannst hún rosa skemmtileg, sérstaklega fyrir stelpur ;).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Lizzie McGuire movie er rosalega skemmtileg mynd fyrir sérstaklega stelpur á aldrinum 9-14 og líka fullorðna. Það sat kona við hliðina á mér sem hló meira en ég ! Hún er rosalega skemmtileg og fyndin og sýnir þó nokkuð mikið af óraunverlegum hlutum en samt lendir Lizzie í vandræðum líka og vanræðalegum hlutum svo hún er ekkert of feikuð. Myndin segir frá Lizzie sem er að fara til Ítalíu með krökkum úr bekknum sínum. Þar er henni ruglað við poppstjörnu en hún lendir í alls kyns hlutum út af því. Þeir sem þekkja þættina og finnst þeir skemmtilegir verða ekki fyrir vonbrigðum því myndin stóðst undir flestum væntingum.


Skemmtileg afþreying sem ég mæli með.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég vil bara segja að þessi mynd er ekkert annað en snilld... þetta er frábær mynd fyrir táninga og sérstaklega stelpur. ég mæli með að allir eigi að fara á hana :)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

15.10.2019

Óendanlega mikið efni á Disney+

Ný streymisveita Disney afþreyingarrisans fer brátt í gang, og nú er orðið ljóst hvað boðið verður upp á í veitunni, en um er að ræða gríðarlegt magn af efni. Sagt er frá þessu á vef Gizmodo. Um helgina birti fyrirtækið stutta kitlu á Twitter, þar sem stiklað var á stóru, og sagt frá einhverjum af þeim kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sem í boði verða. Þar er ekki eingöngu um nýtt og frumsamið efni eins og geimvestrann The Mandalorian að ræ...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn