Náðu í appið
Öllum leyfð

Sinbad: Legend of the Seven Seas 2003

Frumsýnd: 15. ágúst 2003

86 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 45% Critics
The Movies database einkunn 48
/100

Persneskur sjómaður að nafni Sinbad leitar að hinni goðsagnakenndu Friðarbók, en það er dularfullur forngripur sem Eris, hin illa gyðja ringulreiðarinnar, kom sök á hann fyrir að stela! Ef honum mistekst, þá mun æskuvinur hans Proteus, prins af Syracuse, verða tekinn af lífi, og Eris myndi vaxa enn að völdum.

Aðalleikarar


Þó það hljómi frekar illa að segjast hafa verið að sjá Sinbað Sæfara þá er þetta æðisleg mynd! Myndin er um Sindbað Sæfara (sem Brad Pitt talar fyrir) sem er sjóræningi og hann lendir svo í því að hjálpa Eris, gyðju eyðileggingar, í að ná Friðarbókinni sem Eris ætlar að nota til illverka. Til að bjarga svo lífi gamals vinar síns þarf Sinbað að reyna að stela bókinni frá Eris, sem hann ætlaði ekki að gera, en unnusta vinar hans(sem Catherine Zeta-Jones talar fyrir) læðist um borð í skipið og býður Sinbaði demanta fyrir að gera þetta og þá slær hann til. Ferðin er erfið því Eris reynir eins og hún getur að eyðileggja fyrir þeim. Myndin er sprenghlægileg og ég var að þurka tárin úr augunum eftir flest atriðin! Þetta er mjög vel gerð og flott mynd sem ég sé ekki eftir að hafa farið á. Fyrir þá sem finnast Monsters Inc., Ice age og Aladdin þá verða þeir að sjá hana! Ég bjóst ekki við að segja þetta en ég mæli með þessari æðislegu mynd!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn