Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Gigli 2003

(Tough Love)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Murder. Blackmail. Temptation. Redemption. It's been a busy week.

121 MÍNEnska

Gigli, lágt settur og klaufalegur leigumorðingi, fær verkefni frá mafíunni. Hann á að ræna þroskaheftum bróður saksóknara í Kaliforníu. Gigli rænir bróðurnum frá geðsjúkrahúsi, og heldur honum sem gísli í íbúð sinni. Ricki, "lesbískur leigumorðingi", er send á vettvang til að kíkja á hvernig Gigli gengur, og ganga úr skugga um að hann klúðri ekki... Lesa meira

Gigli, lágt settur og klaufalegur leigumorðingi, fær verkefni frá mafíunni. Hann á að ræna þroskaheftum bróður saksóknara í Kaliforníu. Gigli rænir bróðurnum frá geðsjúkrahúsi, og heldur honum sem gísli í íbúð sinni. Ricki, "lesbískur leigumorðingi", er send á vettvang til að kíkja á hvernig Gigli gengur, og ganga úr skugga um að hann klúðri ekki verkinu. Á milli þeirra takast ástir, auk þess sem honum fer að þykja vænt um gíslinn.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Ég hef séð þessa mynd. Hún var ömurlega leiðinleg ég hef ekki séð leiðinlegri mynd... J-lo og Ben sögðu sjálf að þessi mynd væri ömurleg.Ég bara get ekki talað meira hún er ömurleg (og fær enga stjörnu hjá mér) þetta er minn dómur.Ég mæli ekki með þessari mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Núna sé ég eftir því að hafa farið á þessa mynd. Mig verkjar bara allsstaðar eftir hana. Ben Affleck leikur glæpamann með vondan hreim sem hittir aðra konu sem reynist vera samkynhneigð en heillast af mönnum með vondan hreim. Þessi mynd hlýtur að vera grín.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Eitt af ömurlegustu myndum sem ég hef séð! Handritið er svo illa skrifað að 5 ára gæti gert betur. Ben Affleck leikur gaur með vondan hreim og Jennifer Lopez er lesbía sem fellur vel að mönnum með vondan hreim. Þau verða ástfangin og taka að sér þroskaheft barn og ala það upp. Örugglega lélegasta mynd ársins fyrir utan The Hulk.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það þarf greinilega merkari mann en mig til þess að skilja hvers vegna í ósköpunum þessi mynd var tekin svona illilega í görnina af flestum gagnrýnendum, en þetta olli því að myndin fékk nánast enga aðsókn í bíó og telst nú sem eitt mesta flopp kvikmyndasögunnar. Ég hef lesið endalausa hrúgu af virkilega úldinni gagnrýni um Gigli og freistaðist því til að kynna mér sjálfur hvað málið væri, og var undirbúinn fyrir næstu Battlefield Earth. Þegar fimm mínútur voru búnar af myndinni fór ég að gera mér grein fyrir því að hérna væri maðkur í mysunni. Hvort sem ástæðan fyrir þessum ótrúlega neikvæðu viðbrögðum sem myndin fékk er vegna þess að fólk er búið að fá nóg af Ben-Lo parinu í fjölmiðlum eða einhverju öðru veit ég ekki en eitt get ég fullyrt: þessi viðbrögð er ekki í NEINU samræmi við gæði myndarinnar. Ég held því ekki fram að þessi mynd eigi skilið Óskarsverðlaun, ég held því ekki einu sinni fram að hún sé mikið fyrir ofan meðallag, en ég held því hinsvegar óhikandi fram að Gigli sé ekki minna en meðalmynd og ágætis leið til þess að verja rólegri kvöldstund. Það eru nokkur vandamál sem hrjá myndina, fyrst og fremst það að Ben og J-Lo eru langt frá því að vera trúverðug sem harðskeittir leigumorðingjar. Það eru vissulega augnablik hérna sem hitta ekki alveg til marks, en það sem klúðrast er í flestum tilfellum nokkuð metnaðarfullt og öðruvísi, og ég kýs það fremur en venjulegar generískar Hollywood myndir hvenær sem er. Ef þið ætlið að hlusta á einhverja gagnrýnendur í tengslum við þessa mynd, hlustið þá á Rogert Ebert eða James Berardinelli, því umfjallanir þeirra eru þær einu sem ég hef rekist á sem dæma myndina eftir verðleikum. Ekki falla fyrir því rugli að þetta sé eitthvað sem beri að forðast eins og skæða matareitrun, það er alls ekki tilfellið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Réttlætanlegt diss
Ég viðurkenni fúslega að ástæðan fyrir að ég ákvað að sjá þessa mynd var ekki útaf Jen og Ben, heldur útaf þessum hörmulegu dómum sem hún fékk. Mig langaði að fá að komast að hvort þetta væri í raun og veru einhver alversta mynd sem litið hefur dagsins ljós (ásamt því að vera efst á botnlista imdb.com, þegar þessi texti er ritaður), og niðurstaða mín: Hólífökk JÁ!

Þetta er ekki bara einhver tilgangslausasta mynd sem ég hef séð, heldur einhver sú alleiðinlegasta. Hún er bara hrútleiðinleg í orðsins fyllstu merkingu, ásamt því að vera skelfilega langdregin. Mér fannst hún jafnvel virðast miklu lengri að líða en síðasta mynd leikstjórans Martin Brest, sem var engin önnur en Meet Joe Black, og það ætti að segja MJÖG margt um Gigli. Auk þess er hún ófrumleg í alla staði, en söguþráðurinn stelur ýmislegt frá Chasing Amy og Rain Man og reynir einhvern veginn að blanda því í eina mynd. Affleck & Lopez eru þó ekki beint slæm, en heldur ekki neitt góð. Affleck setur upp einhvern hlægilegasta hreim sem sögur bera af, og Lopez hefur ábyggilega aldrei tekið sjálfa sig jafn alvarlega. Einnig skil ég ekki hvernig í fjáranum gæðaleikararnir Christopher Walken og Al Pacino tókust að blanda sér út í þessa vitleysu, en sem betur fer fyrir þá sáust þeir ekki mikið.

Ég nenni ekki að eyða fleiri orðum í þessa mynd. Aðalmálið er bara það að fólk ætti að forðast hana eins og eldinn. Ekki mundi ég mæla með henni fyrir neinn nema kannski HÖRÐUSTU J-Lo aðdáendur eða fólk sem á bágt með að sofna.

1/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn