Out of Time
2003
Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Frumsýnd: 5. mars 2004
How do you solve a murder when all the evidence points to you.
105 MÍNEnska
64% Critics
58% Audience
63
/100 Matt Whitlock, lögreglustjórinn í smábænum Banyan Key í Flórída, er skilinn að borði og sæng við eiginkonuna, Alex, sem er í morðdeild lögreglunnar í Miami. Matt hefur átt í ástarsambandi við Ann Merai Harrison, konu sem er farin frá ofbeldisfullum eiginmanni sínum, Chris, og segist vera með krabbamein. Þegar læknir hennar segir henni af nýrri rándýrri... Lesa meira
Matt Whitlock, lögreglustjórinn í smábænum Banyan Key í Flórída, er skilinn að borði og sæng við eiginkonuna, Alex, sem er í morðdeild lögreglunnar í Miami. Matt hefur átt í ástarsambandi við Ann Merai Harrison, konu sem er farin frá ofbeldisfullum eiginmanni sínum, Chris, og segist vera með krabbamein. Þegar læknir hennar segir henni af nýrri rándýrri krabbameinsmeðferð, þá ákveður Matt að gefa henni þá nær hálfa milljón Bandaríkjadala sem hann tók í nýlegu eiturlyfjaverkefni. Þegar Ann og eiginmaður hennar eru síðan myrt, nokkrum dögum eftir að Whitlock er settur sem þiggjandi milljón dala líftryggingar, þá fer að hitna undir Whitlock þar sem sönnunargögnin sem eiginkona hans, Alex, hefur aflað, virðast öll benda á hann. Og þegar hlutirnir gátu ekki versnað, þá vill eiturlyfjalögreglan nú fá peningana strax, sem Alex gaf frá sér. Nú þarf hann að finna út hver það var sem sveik hann og endurheimta féð.
... minna