Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Underworld 2003

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 3. október 2003

An immortal battle for supremacy.

121 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 31% Critics
The Movies database einkunn 42
/100

Stríð hefur geisað á milli Vampíranna og varúlfanna öldum saman. Selene er falleg vampíra, ráðin til að elta uppi og uppræta varúlfa þjóðflokkinn. Þegar hún hittir og verður ástfangin af varúlfinum Michael Corvin sem veit lykilinn að því hvernig á að binda enda á stríðið, þá verður hún að gera upp við sig með hvoru liðinu hún vill vera.

Aðalleikarar


Underworld er hundleiðinleg heilalaus hasarmynd sem sýnir baráttu á milli vampíra og varúlfa. Þegar ég sá Underworld í gær var leiddist mér meira en ég hef gert lengi þegar ég hef horft á kvikmynd,frá byrjun gat ég ekki beðið eftir að hún mundi enda en hún hélt áfram í tvo tíma. Myndin er frekar vel gerð,tæknilega séð og útlitð er flott og hrátt og það er ekki hægt að neita að sum atriðin(samt fá) eru nokkuð svöl en myndin er bara svo grútleiðinleg að það maður nennir varla að taka eftir þeim. Það er virkilega mikið verið að herma eftir Matrix og reynir ekkert annað en að vera svöl og vera eins og ofarnefnd kvimynd. Saga og Handritið er óspennandi,ófrumleg,léleg og bara hund-hundleiðinleg, leikstjórnin ekki mikið skárri,leikurinn var líka lélegur.

Selene(Kate Beckinsale)er vampíra og varúlfabani, hún kemst af því að varúlfarnir ætla að nota manninn og lækninn Michael(Scott Speedman) til að gera eitthvað svakalegt og Selene ætlar að bjarga honum og komast af því hvað varúlfarnir ætla að gera og alda mikil barátta á milli varúlfa og vampíra heldur áfram. Sannir kvikmyndaáhugamenn með góðan smekk ættu að forðast Underworld.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er algjörlega stefnulaus þvæla og innihaldslaust bull sem að ber alls enga virðingu fyrir virðuleika vampíra eins magnaður og hann nú er. Framleiðendur og leikstjóri eru greynilega að halda að flottar umbúðir nái að fela það sem er að varðandi þessa rugl mynd. Ekki er ég nú að tala um leikinn eða leikstjórn í sjálfu sér, þó að bæði hafi verið hörmung, heldur er ég að meina að handritið var svo slappt að maður náði aldrei að verða heillaður og hugfanginn. Það koma ekki fram neinar sniðugar útfærslur eða framfarir eins og maður fær að sjá í Blade(þá er ég að meina fyrstu myndina) og það skemmir myndina alveg. Samt þraukaði ég og beið í ofvæni eftir því að eitthvað spennandi mundi gerast sem að mundi gera mann hugfanginn. Mér er sama þó að myndin hafi fjallað um það sem hún fjallaði um; vampírur að berjast við varúlfa. En mér er ekki sama þó að lélegt handrit sé afbakað með lélegri leikstjórn þar sem að ekkert í myndinni gengur upp. Sá eini sem stóð sig vel var Bill Nighy sem afgamall vampíruleiðtogi og hann var í flottu gerfi, en það er það eina. Ég afsaka bara að ég nái ekki að koma því betur frá mér hvað mér finnst um myndina. Mér fannst hún einfaldlega léleg og leiðinleg.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég verð eiginlega að segja ég varð svmá fyrir vongrigðum við þessari mynd. Það mætti vera miklu meira af öllu en að flestu leiti var hún mjög góð. Það er búið að standa stríð milli vampíra og varúlfa og er á fullu í þessari mynd. Varúlfarnir eru að búa til byssuskot sem eru sérstaklega gerð til að drepa vampírur. Þá gera vampírurnar líka góð skot. Stríðið gegnur áfram eftir mörg ár og er mjög spennandi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég veit ekki hvað ég á að segja um Underworld. Hún er allaveganna með lélegri myndum sem ég hef séð og lélegasta hrollvekja sem ég hef séð. Hver klisjan á eftir annari og ég varð fyrir miklum vonbrigðum. Stríð á milli vampírum og varúlfum er búið að vera í mörg þúsund ár. En allt í einu uppgvötvar manneskja stríðið og verður bitin af varúlfi og þá þarf vampíran Selen (Kate Beckinsale) að vernda hann fyrir bæði varúlfum og vampírum og á sama tíma binda enda á stríðið. Það er bara stolið úr myndum eins og Blade,The Matrix, ofl. og þá kemur út ein allsherjar klisja sem enginn ætti að eiða tíma sínum í.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Underworld er öðruvísi en aðrar vampíru og varúlfamynd sem ég hef séð það er flott að láta þessar verur vera í stríði og síðar í myndinni sér maður af hverju vampírur og varúlfar eru í stríði. tæknibrellur eyðileggja ekki sum atriði eins og í blade 2 það er gott mál því annars hefði myndin ekki verið jafn góð og hún er. ég samt bjóst við meiri hrollvekju en var í myndinni því þetta er um vampírur og svoleiðis. síðan gerir aðalpersónan ýmislegt sem ég bjóst ekki við en það var bara flott og kom sér bara vel fyrir söguna. bardagaatriðin eru mjög flott og oft dálítið blóðug en það skemmir ekkert því maður býst við því að þau verði mjög blóðug. það er líka flott að þetta gerist núna því þá er mikil tæknileg vopn og svoleiðis. ég hef ekki mikið heyrt um þennan leikstjóra en hann lofar alveg góðu með þessu áframhaldi því þessi mynd var killer. ég mæli með þessari mynd því hún er mjög góð að mínu mati og ég væri til í að sjá fleiri svona myndir því þessi var góð. ég vonast líka til að sjá meira frá þessum leikstjóra. ég hef ekki heyrt mikið um leikarana en þeir stóðu sig bara vel í þessari mynd. þessi mynd er góð ef ykkur finnst svona myndir góðar leigið þá þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

01.05.2020

20 magnaðar kynlífssenur í kvikmyndum

„Kynlíf er leiðinlegt ef þú ert ekki þátttakandi í því“ Þetta sagði leikstjórinn Ridley Scott eitt sinn, aðspurður um hvers vegna ástarleikir hafi svona oft verið fjarverandi í hans kvikmyndum. Sjálfur hefur...

05.12.2016

Hálfguð og prinsessa vinsælust allra

Moana prinsessa og hálfguðinn Maui eru aðalstjörnurnar í vinsælustu mynd landsins, Vaiana, en hún tyllti sér á topp íslenska bíóaðsóknarlistans nú um helgina á sinni fyrstu viku á lista. Toppmynd síðustu viku, ...

30.11.2016

Nýtt í bíó - Underworld: Blood Wars

Sena frumsýnir spennumyndina Underworld: Blood Wars á föstudaginn 2. desember í Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíói, Akureyri.  Myndin er nýjasta myndin í Underworld seríunni, en í henni fylgjumst við með dauðal...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn