Þetta er algjörlega stefnulaus þvæla og innihaldslaust bull sem að ber alls enga virðingu fyrir virðuleika vampíra eins magnaður og hann nú er. Framleiðendur og leikstjóri eru greynilega að halda að flottar umbúðir nái að fela það sem er að varðandi þessa rugl mynd. Ekki er ég nú að tala um leikinn eða leikstjórn í sjálfu sér, þó að bæði hafi verið hörmung, heldur er ég að meina að handritið var svo slappt að maður náði aldrei að verða heillaður og hugfanginn. Það koma ekki fram neinar sniðugar útfærslur eða framfarir eins og maður fær að sjá í Blade(þá er ég að meina fyrstu myndina) og það skemmir myndina alveg. Samt þraukaði ég og beið í ofvæni eftir því að eitthvað spennandi mundi gerast sem að mundi gera mann hugfanginn. Mér er sama þó að myndin hafi fjallað um það sem hún fjallaði um; vampírur að berjast við varúlfa. En mér er ekki sama þó að lélegt handrit sé afbakað með lélegri leikstjórn þar sem að ekkert í myndinni gengur upp. Sá eini sem stóð sig vel var Bill Nighy sem afgamall vampíruleiðtogi og hann var í flottu gerfi, en það er það eina. Ég afsaka bara að ég nái ekki að koma því betur frá mér hvað mér finnst um myndina. Mér fannst hún einfaldlega léleg og leiðinleg.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei