Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Intolerable Cruelty 2003

Frumsýnd: 17. október 2003

Engage the enemy.

100 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 76% Critics
The Movies database einkunn 71
/100

Miles Massey, þekktur skilnaðarlögfræðingur í Los Angeles, á allt sem hugurinn girnist - og oft á tíðum tvennt af öllu. En þrátt fyrir flotta viðskiptavinalista, og góðan árangur í starfi, virðingu kollega sinna og frábæran hjúskaparsamning ( The Massey hjúskaparsamningurinn ( pre-nup)) sem kenndur er við hann, þá er hann nú kominn að krossgötum í lífinu.... Lesa meira

Miles Massey, þekktur skilnaðarlögfræðingur í Los Angeles, á allt sem hugurinn girnist - og oft á tíðum tvennt af öllu. En þrátt fyrir flotta viðskiptavinalista, og góðan árangur í starfi, virðingu kollega sinna og frábæran hjúskaparsamning ( The Massey hjúskaparsamningurinn ( pre-nup)) sem kenndur er við hann, þá er hann nú kominn að krossgötum í lífinu. Hann er kominn með nóg af velgengninni, og er orðinn leiður á þessu öllu saman og leitar nú að nýjum áskorunum. Þetta breytist allt þegar hann hittir Marylin, sem verður innan skamms fyrrverandi eiginkona viðskiptavinar hans Rex Rexroth, auðugs fasteignamógúls og ólæknandi flagara. Með aðstoð einkaspæjarans Gus Petch, þá neglir hún Rex og hlakkar nú til að lifa góðu lífi, fjárhagslega sjálfstæð. En það kemur babb í bátinn þegar hæfileikar Miles koma til sögunnar, en eftir aðkomu hans fær hún ekkert út úr skilnaðinum. Marylin er ekki sátt við þetta og ákveður að hefna sín og hluti af hefndaraðgerðum hennar er að giftast olíujöfrinum Howard Doyle. Miles og hinn sallarólegi aðstoðarmaður hans, Wrigley, grafast alltaf dýpra og dýpra inn í málið án þess að vilja það, og að lokum þurfa þeir að takast á við Marylin. Lævísleg brögð, svik og blekkingar, og aðdráttarafl, vex í sífellu í þessari sígildu sögu af baráttu kynjanna. ... minna

Aðalleikarar


Intolerable Cruelty er hin fínasta mynd. En hún er samt svo allt öðruvísi en hinar myndirnar hjá þeim Cohen bræðrum. Og það er ástæðan af hverju mér fannst þessi sú versta sem þeir félagar hafa sent frá sér(hef samt ekki séð Ladykillers). En um myndina. Húmorinn er alveg meiriháttar í myndinni, leikstjórn Cohen bræðra fín, leikarar eins og George Clooney og Cata Zeta-Jones sýna ágæta takta og eru fín saman á skjánum. Svo eru aukaleikarar eins og Geoffrey Rush og Billy Bob Thornton sem koma með snilldartakta í sín hlutverk. En ef ég á að meta þetta sem Cohen bræðra mynd, þá er hún sú versta hingað til.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég verð að segja að ég er hjartanlega sammála Guðjóni Má Sverrissyni sem skrifaði hér á undan mér. Þessi mynd er hræðileg! Hvað eru svona góðir leikarar eins og George Cloony og Catharine Zeta Jones (sem fór á kostum í Chicago, vann hún ekki óskarsverðlaun fyrir hana?) að gera í svona lélegri mynd? Þau sína allavega ekki sínu bestu hliðr í þessari mynd. Og söguþráðurinn!! Hann er gjörsamlega vonlaus. Ég skil bara ekkert í fólki að vera að gera svona kvikmyndir! PENINGAEYÐSLA. Ekki taka þessa mynd! Geriði það!! Tók þessa mynd með vinkonu minni í von um skemmtilega mynd sem myndi hressa upp á kvöldið okkar en hún gerði alveg þveröfugt. Sem betur fer vorum við með aðra mynd líka! Svo skil ég bara ekkert í þeim sem gefa þessari mynd 3 eða 4 stjörnur!!!!! Alveg undarlegt. Ekki taka þessa mynd. Treystiði mér, það er bara peningaeyðsla!!!!!!!!!!!!!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er án vafa ein verst leikna mynd sem ég hef séð lengi og svo er söguþráðurinn ekki uppá marga fiska ég varð fyrir miklum vonbrigðum með þessa mynd coen bræðra ég bjóst við einhverju meira en þessi mynd skilur ekkert eftir sig bara ein af þessum hollywood myndum sem eiga þennan leiðinlega hollywood endir ég held að þessi mynd sé bara peningaeyðsla fyrir utan sjokkið sem ég fékk við að horfa á þessa leiðinlegu mynd þá er það ekkert miðað við sjokkið sem ég fékk við að lesa umfjöllunina á þessari mynd herna á kvikmyndir.is
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Intolerable Cruelty er örugglega með betri myndum Coen bræðrana,en sumum gæti fundist hún leiðinleg.Miles Massey (George Clooney) er skilnaðarlögfræðingur sem fær mál frá Marylin Rexroth (Catherine Zeta-Jones) en þau verða brátt ástfangin en Massey sér að hún er bara að verða ástfangin svo að hún gæti fengið meiri peninga. Myndin hefur margar óvæntar fléttur og er með blöndu af svörtum og film-noir húmor eins og aðrar Coen-bræðra myndir. En þessi mynd er fyrir alla kvikmyndaunnenda þannig að ég hvet alla til að glápa!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Öðruvísi rómantísk gamanmynd
Það má setja stórt spurningarmerki á það hvort þetta ætti að kallast rómantísk gamanmynd eða svört kómedía sem byggir á tilfinningum og sambandi tveggja einstaklinga. Sama hvor hópnum hún tilheyrir, þá verður því ekki neitað að þetta sé einhver óvæntasti glaðningur sem ég hef séð í bíó undanfarna mánuði - og þá frá Coen-bræðrum!

Hér er engin hefðbundin formúla til að fylgja eftir: engin klisja, engin væmni og heldur ekkert auðútreiknanlegt plott. Já, þeir Coen-bræður hafa svo sannarlega sýnt hvernig á að gera rómantíska gamanmynd, sem þeir hafa aldrei áður gert (nema þið teljið Raising Arizona með - sem mér finnst vera á mörkunum). Sagan er í heild sinni alveg dásemd og handritið, sem er verulega þétt, býður upp á margt bráðskemmtilegt, allt frá vel skrifuðum samtölum upp í húmor.

Svo geislar hreinlega af aðalleikurunum. George Clooney er alveg frábær í myndinni, og sýnir á sér nýja og þrælskemmtilega hlið. Catherine Zeta-Jones er (ótrúlegt en satt) ekki mikið síðri, og saman eiga þau yndislegan samleik sem heldur myndinni flæðandi. Hún er líka skreytt ýmsum litríkum aukapersónum, og eins og var áður tekið fram, þá vantar ekki húmorinn. Hann er að vísu tiltölulega dökkur en samt sem áður hló ég mig máttlausan einstaka sinnum af öllu ruglinu (að mínu mati er þetta fyndnasta mynd bræðrana síðan The Big Lebowski). Þótt að myndin sé óhefðbundin fyrir sinn geira, þá er söguþráðurinn í sjálfu sér ekkert frumlegur, en það er alveg meiriháttar hvernig unnið er úr þessu efni. Fyrir alla þá þreyttu stráklinga sem eru orðnir þreyttir á því að fara með kærustunni á væmnar kellingaþvælur, þá ætti þetta að vera mjög fín tilbreyting. Mitt mat: ein fyndnasta og óvenjulegasta gamanmynd ársins.

8/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

01.11.2017

Nýtt í bíó - Suburbicon

Nýjasta kvikmynd í leikstjórn George Clooney, Suburbicon, verður frumsýnd á föstudaginn næsta í Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíói, Akureyri. Sérkennileg atburðarás fer í gang eftir að fækkar um einn í b...

23.12.2014

Apaplánetuleikari látinn

Booth Colman, sem er frægur fyrir að leika apa og vísindamann í sjónvarpsseríunni Planet of the Apes frá áttunda áratug síðustu aldar, lést þann 15. desember sl., 91 árs að aldri. Colman lést í svefni í Los Angeles. ...

31.12.2009

Áramóta-Tían!

Þrátt fyrir að ég hafi skrifað topplista fyrir cirka mánuði síðan yfir bestu myndir áratugarins sem nú er að baki þá finnst mér erfitt að réttlæta það að telja upp einungis 25 titla og fjalla bara um 10. Notendur...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn