Duplex
2003
Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Frumsýnd: 21. nóvember 2003
Alex and Nancy finally found their dream home...And then they moved in.
89 MÍNEnska
35% Critics
40% Audience
50
/100 Alex Rose og Nancy Kendricks eru ungt fólk í New York sem er á höttunum eftir draumaheimilinu. Þegar þau loks finna heimilið í Brooklyn, þá er eftirvæntingin mikil að fá að flytja inn. Þetta er sannkallað draumahús, margir arnar, og fleira sem heillar þau, en eitt varpar þó skugga á gleðina; fröken Connelly, hin geðstirða gamla frú sem býr á efstu hæðinni.... Lesa meira
Alex Rose og Nancy Kendricks eru ungt fólk í New York sem er á höttunum eftir draumaheimilinu. Þegar þau loks finna heimilið í Brooklyn, þá er eftirvæntingin mikil að fá að flytja inn. Þetta er sannkallað draumahús, margir arnar, og fleira sem heillar þau, en eitt varpar þó skugga á gleðina; fröken Connelly, hin geðstirða gamla frú sem býr á efstu hæðinni. Þau ákveða að líta svo á að hún sé gömul og veikburða, og ákveða að taka húsið og flytja inn, en vonir þeirra dofna fljótlega, þegar þau komast að því að Connelly er bráðhress kerling sem elskar að horfa á sjónvarpið með hljóðið í botni, daginn út og inn, og æfir auk þess í málmblásturshljómsveit. Alex er rithöfundur sem er að reyna að klára nýja skáldsögu áður en hann fellur á tíma. En hann er truflaður daglega af Connelly og hennar kröfum og beiðnum, og það sem byrjar sem smá óþægindi endar sem allsherjarstríð. Þegar Nancy missir vinnuna og parið er fast heima með Connelly yfir og allt um kring, þá fer reiði þeirra að snúast upp í drápshug, og þau fara að hugsa upp leiðir hvernig þau geti losnað við gömlu nornina.... minna