Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Love Actually 2003

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 5. desember 2003

Love actually is all around.

135 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 64% Critics
The Movies database einkunn 55
/100

Hér segir frá nokkrum ólíkum persónum sem þekkjast og tengjast mismikið sín á milli en eiga það allar sameiginlegt að vera að leita að hinni einu sönnu ást. En eins og allir vita eru vegir ástarinnar órannsakanlegir og það eiga allar þessar persónur eftir að upplifa, hver á sinn hátt.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Ástin í öllum sínum myndum
Love actually er ein best heppnaða rómantískra gamanmynd allra tíma. Hún er líka án efa besta jólamynd allra tíma að mínu mati.

Hún fjallar um margar persónur sem maður sér enga tengingu á milli í byrjun en tvinnast svo sögur þeirra saman. Saman sýna þessar sögur ástina í öllum sínum myndum. Hvort sem hún sé skyndikynni eins og hjá Colin sem fer til Bandaríkjanna til þess. Ást hjá barni sem myndar ást milli stjúpfaðir og barns. Ástin sem er bönnuð sem gæti orðið að framhjálhaldi. Ástin sem er alþjóðleg hjá fólki sem skilur ekki hvort annað eða bara venjuleg ást sem byrjar í vinnunni.

Myndin er gædd mörgum frábærum leikurum. Þá má nefna, Hugh Grant, Billy-Bob Thornton, Emma Thomson, Allan Rickman og Liam Neeson. Hún er must-see fyrir alla, því hún er á svo miklu hærra sigi en aðrar rómantískar gamanmyndir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Brilliant!! Frábær húmor, mikil rómantík, frábærar frammistöður frá öllum leikurum og einstaklega góð saga er það sem gerir Love Actually að þeirri snilld sem hún er. Hugh Grant, Liam Neeson, Emma Thompson, Alan Rickman, Colin Firth, Keira Knightley, Laura Linney og Rowan Atkinson sýna snilldartakta í myndinni. En steluþjófarnir eru gaurinn sem leikur ferðalanginn í leit sinni að fallegum stelpum í Bandaríkjunum og Bill Nighy í alveg óborganlega fyndnu hlutverki. Svo er flott hvernig leikstjórinn nær að sameina allar sögurnar í myndinni og mynda eina heild í enda myndarinnar. Hika ekki við að segja að Love Actually er besta gamanmynd sem Bretar hafa sent frá sér. Bravó, Richard Curtis!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er eins og áður segir hlý og afar fyndin mynd þar sem að atburðir hinna ýmissa einstaklinga tvinnast saman og reynir hér á gott og vel skrifað handrit sem lætur manni hvergi leiðast. Leikurinn hjá þessum stjörnufans er góður, tónlistin á vel við og er á iði (maður heyrir mörg lög sem að hljóma í útvarpinu) og maður heyrir í henni. Þetta er bara einfalt breskt handrit þar sem að þarlendur humor smellur vel saman við allt saman. Eiginlega eftir að hafa séð myndina þá skilur maður nafnavalið á myndinni(oft getur verið erfitt að finna það rétta). Hárið á Rowan Atkinson var magnað.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er nokkuð skrýtið fyrirbæri. Hún segir margar sögur sem tvinnast saman... nánast ekki neitt. Raunar eru þetta aðskildar sögur þar sem persóna úr einni sögu kastar kveðju á persónu úr annarri sögu og þar með eru tengslin komin. Ekki beint Short Cuts, sem sagt. Hún er allt of löng og er það synd þar sem það hefði verið hægt að klippa út 2-3 sögur án þess að það skipti nokkru einasta máli fyrir heildarmyndina. T.d. hefðu persónurnar sem voru að leika í erótísku myndinni (eða hvað það nú var!) alveg getað horfið. Einnig eru sögurnar það margar að enginn tími er fyrir bakgrunn persónanna, sem virka margar ansi þunnar. Svo og eru sumar sögurnar ekki til lykta leiddar. En þetta er rómantísk gamanmynd, og sem slík hefur hún dálítið fram yfir myndir eins og Two Weeks Notice og Along Came Polly og næstum hverja einustu rómantísku gamanmynd sem hefur komið á undanförnum 2 árum (sem ég hef séð). Hún er nefnilega fyndin. Á köflum ógeðslega fyndin. Og það er númer eitt, tvö og þrjú. Því gef ég henni þrjár stjörnur, þrátt fyrir allt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Fannst þessi mynd æðisleg....leikarnir góðir og gaman að sja hvað þessi mynd var bæði sorgleg og fyndin. Reyndar fannst mer Hug Grant leiðinlegur...alltaf eins í öllum myndum sem hann leikur. Colin Firth er góður leikari að minu mati og Emma Thompson stendur alltaf fyrir sínu
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn