Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin dregur upp mynd af mismunun eða felur í sér efni sem getur hvatt til mismununar

Mona Lisa Smile 2003

Frumsýnd: 9. janúar 2004

In a world that told them how to think, she showed them how to live.

117 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 34% Critics
The Movies database einkunn 45
/100

Katherine Ann Watson gerist kennari í listasögu við hinn virta Wellesley miðskóla. Watson er nútímaleg kona, miðað við tímabilið sem myndin gerist á, þ.e. sjötti áratugur 20. aldarinnar, og hefur ástríðu, ekki bara fyrir myndlist heldur líka fyrir nemendunum, sem allar eru stúlkur. Að mestu þá virðast nemendurnir vera flestir þarna aðallega til að drepa... Lesa meira

Katherine Ann Watson gerist kennari í listasögu við hinn virta Wellesley miðskóla. Watson er nútímaleg kona, miðað við tímabilið sem myndin gerist á, þ.e. sjötti áratugur 20. aldarinnar, og hefur ástríðu, ekki bara fyrir myndlist heldur líka fyrir nemendunum, sem allar eru stúlkur. Að mestu þá virðast nemendurnir vera flestir þarna aðallega til að drepa tímann og bíða eftir að sá eini rétti birtist, og eru ekki mjög sjálfstæðar, þó þær séu vel gefnar. Watson finnst þær amk. ekki vera að nýta hæfileika sína og gáfur til fullnustu. Þó að sterk tengsl myndist á milli kennara og nemenda, þá eru nútímaleg og frjálsleg sjónarmið Watson á skjön við menninguna í skólanum.... minna

Aðalleikarar


Um daginn leygði ég mér drama/rómans/gaman myndina Mona Lisa Smile. Í rauninni hafði ég engar sérstakar væntingar en ef ég á að segja eins og er kom myndin mér verulega á óvart. Í megin atriðum fjallar myndin um listasögukennarann Katherine (Julia Roberts) sem kemur í afar strangan og frekar snobbaðan stúlknaskóla er nefnist Wellesley. Þar er aðalmálið að stúlkurnar klári skólann og giftist og verði heimavinnandi húsmæður. En Katherine finnst það vera sóun á menntun stórgáfaðra stúlknanna og reynir að víkka sjóndeildarhringinn hjá hinum ungu tilvonandi húsfreyjum. Flestir leikaranna til að mynda Julia Roberts, Maggie Gyllenhaal og Dominic West voru í ess-inu sínu en það sem mér fannst standa upp úr var myndatakan og leikstjórnin. Mike Newell (Four Weddings and a Funeral, Pushing Tin) fer afar vel með þessa mynd og gerir hana eftirminnilega og ánægjulega skemmtun. Þrjár og hálf stjarna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn