Jæja, hvað getur maður sagt, ég hafði nú ekki mikinn áhuga á að sjá þessa mynd þegar hún var sýnd í sjónvarpinu en horfði samt á hana, því að ég sá framá það að ég mundi hvort er ekkert eiða næst sirka 90 mín í e-ð gáfulegar, svo ég sast niður og horfði á hana.
Þessi mynd fjall um Hannes greið sem lendir í frekar furðulegri atburðarás þegar mikilvæg gögn hverfa hjá honum. Hann bregst vilaust við þegar hann reynir sitt besta til að enginn taki eftir honum í sambandi við málið. En því meira sem hann reynir að láta sig hverfa því fleiri taka eftir honum.
Sögurþráðurinn er frekar einfaldur og flækjurnar ekkert ýkja merkilega. Maður sér fljótt í gegnum þær. Reyndar af þeim sökum er allt í lægi að horfa á þessa mynd, manni líður eins og maður sé rosalega gáfaður :). Handritið er frekar slapt, myndataka og leikstjórn frekar léleg, svo eins og menn væri að drífa sig í að klára þessa mynd. Það koma langir kaflar í myndinni sem manni fynst hreinlega tíminn standa kyrr yfir því hversu lengi myndinn er að rúlla í gegn, en hún endar á endandum, sem betur fer.
En í heildian litið, þá er þessi mynd óskaplega langdreiginn og persónur frekar þurrar. Sóun á tíma að horfa á hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei