Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Alls ekki jafn góð og fyrri myndin, og í raun var þessi mynd mikil vonbrigði.
Ég var ekki alveg viss hvað ég ætti að gefa henni margar stjörnur, og var ég að hugsa um að gefa eina og hálfa stjörnu, en ákvað svo að hafa þær tvær þar sem hún myndin var þokkaleg heilt yfir.
Bruse willis var mjög góður, en Matthew Perry fannst mér frekar dapur og ofleika mjög svo á köflum.
Stór vonbrigði, verð ég að segja. Eftir hina óvæntu The Whole Nine Yards, átti maður von á ágætis skemmtun. En í staðinn fær maður mjög leiðinlega og áhugalausa mynd sem er ekkert vert að horfa á. Það er engin furða að þessi er valin ein af verstu framhaldsmyndum sem gerð hefur verið af vefsíðum út í heimi. Sagan er mjög léleg, leikur alveg glataður, húmorinn ekki góður og svo er allt annað sem ég nenni helst ekki að fara út í að klikka. Mjög lélegt framhald sem ég mæli með öllum að halda sig frá.
Sá fyrri myndina og hafði mjög gaman af. Bjóst því við svipaðri skemmtun þegar ég fór í bíóið. Verð nú að segja að ég hafi orðið fyrir vonbrigðum með þessa mynd. Ef ekki hefði verið fyrir Matthew Perry og Bruce Willis hefði myndin verið frekar slæm. Myndin er í raun framhald af þeirri fyrri, en ólíkt þeirri fyrri er söguþráðurinn asnalegur og stenst oft á tíðum illa.
Myndin er ekki leiðinleg, en þó ekkert meira en video-mynd. Um að gera að horfa á hana þessi kvöld sem við erum of þreytt til að nota núðluna.
The whole ten yards er furðuleg mynd. Á köflum ætlaði ég að gefa henni tvær stjörnur en þar sem að ég skemmti mér yfir henni og er í góðu skapi fær hún tvær og hálfa stjörnu. Fjörug og lífleg gamanmynd en það er aðallega Matthew Perry sem heldur henni uppi með sinni prýðisgóðu frammistöðu þó svo að hann minni alltof mikið á Chandler karakterinn sinn úr Friends þáttunum. Bruce Willis er hins vegar ekki að meika nokkuð í sínu hlutverki, maðurinn má muna sinn fífil fegurri(er máltækið ekki annars þannig?)og allir hinir leikararnir standa sig eiginlega hvorki vel né illa en eins og áður sagði þá stendur Perry kallinn alveg upp úr. Myndin er hálf ruglningsleg en ekki það mikið að það spilli eitthvað fyrir. Semsagt, fín afþreying sem má kíkja á en ekkert meistaraverk.
Árið 2000 kom út grínmynd með þeim Bruce Willis (Die Hard, 6th Sense) og Mattew Perry (Three to Tango, Friends) sem nefndist The Whole Nine Yards. Mér leist ekkert svo vel á þá mynd, enda Matthew Perry ekki tekist nógu vel að skapa eins góðan karakter á hvíta tjaldinu og honum hefur tekist í Friends. Bruce Willis hafði verið að gera myndir eins og Armageddon og Story of Us rétt áður, þannig að ég batt ekki heldur miklar vonir við hann. Útkoman var hins vegar hin fínasta mynd, ekkert einstök, en þó ágæt grínmynd. Það sama má eiginlega segja um framhaldið. Tannlæknirinn Oz (Perry)lifir í stöðugum ótta yfir að Gogolak-liðið, sem hann átti þátt í að myrða í fyrri myndinni, muni hefna sín. Skyndilega er konunni hans, Cynthiu, rænt og Lazlo Gogolak heimsækir Oz og biður hann um að vísa sér á Jimmy The Tulip (Willis). Oz fer þá og leitar hjálpar hjá Jimmy og leiðir þannig Lazlo og menn hans til Jimmys og upphefst þá ruglingsleg atburðarás sem leysist þó að lokum. Myndin var yfir heildina ágætismynd og Lazlo Gogolak afbragðsvel skrifuð persóna sem fær mann oftar en ekki til að brosa. Stemningin í bíósalnum þegar ég sá hana var ekkert geðveik og gæti það hafa haft áhrif á álit mitt. Mæli ekkert endilega með henni í bíó en endilega takið hana á spólu og myndið ykkar eigin álit.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$40.000.000
Tekjur
$26.155.781
Vefsíða:
thewholetenyards.warnerbros.com
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
7. apríl 2004