Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Win a Date with Tad Hamilton! 2004

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 11. júní 2004

In every love story, there's only room for one leading man.

95 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 55% Critics
The Movies database einkunn 52
/100

Rosalee Futch vinnur í matvöruverslun í strjálbýlinu í West Virginia. En stelpa úr smábæ getur alveg átt sér stóra drauma, og Rosalee dreymir um það að dag einn muni hún hitta átrúnaðargoð sitt úr kvikmyndunum, Tad Hamilton. Hún fær tækifæri á að láta drauminn rætast þegar efnt er til samkeppni þar sem verðlaunin eru stefnumót með Tad Hamilton.... Lesa meira

Rosalee Futch vinnur í matvöruverslun í strjálbýlinu í West Virginia. En stelpa úr smábæ getur alveg átt sér stóra drauma, og Rosalee dreymir um það að dag einn muni hún hitta átrúnaðargoð sitt úr kvikmyndunum, Tad Hamilton. Hún fær tækifæri á að láta drauminn rætast þegar efnt er til samkeppni þar sem verðlaunin eru stefnumót með Tad Hamilton. Rosalee vinnur keppnina, besta vini hennar og samstarfsfélaga Pete til talsverðrar gremju, en hann er ástfanginn af Rosalee, án þess að hann hafi sagt henni frá því. Sá sem bjó til keppnina var umboðsmaður Tad, Richard Levy, og framkvæmdastjóri hans sem einnig heitir Richard Levy, til að bæta ímynd Tad, sem hefur haft á sér ímynd "slæma stráksins". Þegar Tad og Rosalee hittast þá kemst hann að því hverju hann hefur verið að missa af í hinu daglega venjulega lífi og flytur til West Virgina, og draumur Rosalee rætist, en verkefnið snýst upp í martröð fyrir Richard Levy, Richard Levy og einkum og sér í lagi, Pete. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Mér fannst þessi mynd voða sæt og skemmtileg! Leikarnir sætir en reyna þó ekkert á leikhæfileika þeirra! samt besta skemmtun
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er frábær skemmtun fyrir alla sem hafa gaman af rómantík, húmor, öfund og vináttu. Myndir fjallar um Rosu sem býr í litlum bæ og vinnur í matvöruverslun ásamt tveimur vinum sínum. Eitt af aðal áhugamálum þeirra er að fara í bíó og er þá einn leikari í miklu uppáhaldi hjá stelpunum; Tad Hamilton, en strákurinn í hópnum er ekki mjög hrifin af leikaranum en elskar þó Rósu af öllu hjarta en hefur þó ekki kjarkin að segja henni það. Allt fer í vaskinn frá sjónarmiði stráksins þegar Rósa vinnur í leiknum Vin a Date with Tad Hamilton þar sem Rósa nær að heilla Tad, þannig að það myndast stríð milli Tads og besta vins Rósu. Leikarar í myndinni eru Josh Duhamel; sem er þekktastur fyrir að leika í Las Vegas þáttunum, Kate Bosworth; kærasta orlando Bloom og Topher grace; That 70´s Show strákurinn. :)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn