Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Aliens 1986

(Alien 2)

This time it's war

137 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 98% Critics
The Movies database einkunn 84
/100
Vann Óskarsverðlaun fyrir bestu hljóðbrellur og bestu brellur. Tilnefnd til fimm annarra Óskara - þar á meðal var Sigourney Weaver tilnefnd fyrir sinn leik.

Fimmtíu árum eftir að Ellen Ripley lifði af atburði fyrstu myndarinnar er björgunarhylki hennar endurheimt, eftir að hafa verið á flækingi um geiminn og hún sofandi í djúpsvefni. Þegar hún er komin aftur til Jarðarinnar trúir enginn sögu hennar um geimverurnar á plánetunni LV-426. Eftir að Fyrirtækið skipar fyrir um að þeir sem vinni á nýlendunni á LV-426... Lesa meira

Fimmtíu árum eftir að Ellen Ripley lifði af atburði fyrstu myndarinnar er björgunarhylki hennar endurheimt, eftir að hafa verið á flækingi um geiminn og hún sofandi í djúpsvefni. Þegar hún er komin aftur til Jarðarinnar trúir enginn sögu hennar um geimverurnar á plánetunni LV-426. Eftir að Fyrirtækið skipar fyrir um að þeir sem vinni á nýlendunni á LV-426 rannsaki málið þrátt fyrir allt slitnar fljótlega allt samband við nýlenduna. Fyrirtækið ákveður að fá Ripley til að setja saman harðsnúinn hóp til að fara til plánetunnar til að athuga hvort einhverjar geimverur séu þar, eða eftirlifendur. Eftir því sem ferðinni vindur fram þarf Ripley að horfast í augu við sína verstu martröð, og undirbúa sig undir átökin, en það versta er samt eftir. ... minna

Aðalleikarar

Góð spennumynd
Aliens er sci-fi mynd leikstýrð af snillingnum James Cameron (Titanic, Avatar) og skartar af mörgum ágætum leikurum en ég hef ekki hugmynd um hver einhver af þeim heitir.
Aliens er beint framhald af myndinni Aien en þar lenti áhöfn geimskips á klónum á hættulegri geimveru sem kallst einfaldlega "Alien" og þurkar hún alla út nema Ellen Ripley sem tókst að flýja frá geiverunni með naumindum.
Í Aliens eru 57 ár liðin frá síðustu mynd og Ellen vaknar loks úr svona "hypersleep" í geimstöð hjá venjulegu fólki. Fljótlega er hún send tilbaka á plánetuna sem geimveran fannst fyrst eftir að stjórnstöð fólksins fær ekki lengur svar frá vísindamönnunum sem vinna þar.
Ellen fer á plánetuna með hópi að hersveitarmönnum sem ætla sér að kanna aðstæður og bjarga vísindamönnunum og fjölskyldum þeirra en þurfa svo að berjast fyrir sínu eigin lífi.
Aliens er bara ansi góð vísindaskáldsaga sem, að mínu mati toppar fyrri myndina semvar mög spennandi.
Hef ekki miið út á þessa mynd að setja nema bara það að mér finnst hún nota sama grunninn í söguþræðinum og það gerir myndina frekar fyrisjáanlega.
en engu að síður, fín mynd sem flestir ættu að kunna að meta.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ljómandi sci fi
Aliens gerist 57 árum eftir atburðina í fyrri myndinni en allan þann tíma hefur Ellen Ripley(Sigourney Weaver) verið í dásvefni. Þegar hún er loksins lífguð við fer hún með hermönnum á nýlendu en ekki fer það betur en svo að þar bíða þeirra andskotinn allur af geimveruskrímslum og eiga Ripley og hermennirnir í vök að verjast enda ofurliði borin. Aliens skortir ekki spennu, hasar og örvæntingu þó að sumir karakteranna verka hálf pirrandi. Sigourney Weaver leikur Ripley hins vegar af stakri snilld og er þetta að mínu mati lang besta persóna sem hún hefur leikið. Michael Biehn og Bill Paxton eru fínir líka og gera mikið fyrir myndina. Aliens þykir mjög ólík Alien sem er hárrétt enda er leikstjórn og myndataka James Cameron í þessari öðruvísi heldur en Ridley Scott í hinni. Þrjár stjörnur eru hæfileg einkunn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Stórbrotið meistaraverk sem var tilnefnt til Óskarsverðlauna fyrir bestu tæknibrellur. Myndin er samt ofbeldifullri en ég hélt þegar ég sá hana. Ripley (Sigourney Weaver, Allar Hinar Alien myndirnar),konan sem lifði af fyrstu geimveruna vaknar og hefur verið út í geim í 57 ár en hefur ekki orðið eldri. En það er ennþá eitthvað út í geimstöðinni. Þá fer hópur af hermönnum og Ripley í geimstöðina til að drepa fyrirbærin. Þau finna litla stelpu sem hefur falið sig frá geimverunum lengi því að þær drápu foreldra hennar. En það kemur í ljós að það er ekki ein geimvera þarna,það eru þúsundir! Ekki fyrir hjartveika,ekki fyrir viðkvæma,ekki fyrir smábörn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Alveg ótrulegt hvað James cameron tókst að gera hérna alveg ótrulega góð mynd sem á skilið að fá titillin besta framhaldsmynd ever.

Leiktjöldinn og tæknibrellurnar standast tímans tönn og mæli eg eindreigið með þessari mynd.

Þótt hún nái ekki alveg nr.1 er þessi mynd sem fjallar um hóp af sérsveita mönnum um Ellen Ripley sem fer á heimaplánetu geimverunar til þess að kanna sambandsleysi við íbúana þar.

Eins og eg sagði þá get eg ekki hrósað þessari mynd nógu míkið fyrir að vera ein af bestum geimvísindamyndum allra.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Jafnvel þótt að sú fyrsta hafi tekið ákveðin tímamótaskref í vísindaskáldskapi, þá er Aliens án vafa sú besta í röðinni og þar með sannar að framhaldsmyndir þurfa ekki að vera verri en sú fyrri.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn