Náðu í appið
Öllum leyfð

Taxi 3 2003

Frumsýnd: 14. maí 2004

No speed limits the next 90 min.

84 MÍNFranska

Þjófagengi, sem kalllar sig Santa Claus Gang, eða Jólasveinagengið, gerir mikinn usla, og lögreglan á erfitt með að hafa hendur í hári þeirra. Lögregluforinginn Gilbert er truflaður af kínverskum blaðamanni sem er að skrifa grein um lögregluliðið, eiginkona rannsóknarlögreglumannsins Emilien, er nýbúin að tilkynna að hún sé ófrísk, og leigubílstjórinn... Lesa meira

Þjófagengi, sem kalllar sig Santa Claus Gang, eða Jólasveinagengið, gerir mikinn usla, og lögreglan á erfitt með að hafa hendur í hári þeirra. Lögregluforinginn Gilbert er truflaður af kínverskum blaðamanni sem er að skrifa grein um lögregluliðið, eiginkona rannsóknarlögreglumannsins Emilien, er nýbúin að tilkynna að hún sé ófrísk, og leigubílstjórinn Daniel á í miklum sambandsvandræðum. Eftir röð mistaka þar sem þjófarnir snúa á lögguna aftur og aftur, og blaðamaðurinn er á staðnum til að verða vitni að öllu saman, þá koma Daniel og leigubíll hans til bjargar. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Ég verð að játa það á mig að ég hef ekki horft á fyrstu tvær Taxi myndinar. Taxi 3 var engu að síður frábær skemmtun og kom mér verulega á óvart. Franskar myndir hafa oft verið í svolitlu uppáhaldi hjá mér og þá aðallega franski húmorinn. Hér fékk ég minn skammt af honum og leið ekki langur tími milli brandara. Hasaratriðin voru mjög flott og var hraðinn mikill. Ég get ekki kvartað undan neinum leikara og voru allar persónur mjög fínar. Þetta er svolítið öðruvísi grín/hasarmynd en maður er vanur að sjá úr Hollywood heiminum og er ekkert nema gott um það að segja. Tónlistin var svolítið sérstök en myndatökurnar gengu vel upp. Taxi 3 er alveg 3.stjarna afþreying.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þvílík gargandi snilld, ein best heppnaðasta spennu/grín mynd síðan I Kina Spise de Hunde. Að mínu mati mun betri en Taxi2 og jafnvel betri en fyrsta myndin. Þótt söguþráðurinn se ekkert frábrugðin fyrstu myndunum þá er hún bara svo helvíti fyndin að restin skiptir ekki máli.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Luc Besson klikkar ekki hér frekar en fyrri daginn, skrítið þó hvað þessi þriðja Taxi mynd hefur fengið litla umfjöllun því hún er ekki mikið lakari en hinar, kanski er það bara það sem flestir reikna með. Myndin segir auðvita af gamla tvíeikinu sem er að reyna að ráða niðurlögum glæpahrings í frakklandi, eins og í fyrri myndunum þá gengur það mis vel og með spaugilegum afleiðingum og geggjuðum bílaatriðum. Fín mynd í flesta staði sem þó nær ekki að toppa forvera sína en er meira en þess virði að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er snilld.

Þegar Taxi kom út fannst mér hún góð, þegar Taxi 2 kom út fannst mér hún betri en þegar ég sá þessa mynd var hún betri en Taxi og Taxi 2. Þeim sem fannst fyrri myndirnar skemmtilegar verða bara að sjá þessa. Luc Besson er frábær handritshöfundur og Samy Naceri, Bernard Farcy, Ling Bai, Marion Cotillard, Emma Sjöberg eru frábærir leikarar.

Mikil spenna ríkir í myndinni og fer Samy Naceri (Daniel) á kostum í þessari spennumynd. Þið getið skoðað trailerinn á


http://www.europacorp.com/Film/LigneDeVie/videos_diffuse_high_wm.php?File=mms://193.201.103.82/europa/ba_t3_hd.wmv


Snilldar mynd
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn