Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

The Rocky Horror Picture Show 1975

(Rocky Horror Picture Show)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Give Yourself Over to Absolute Pleasure

100 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 80% Critics
The Movies database einkunn 65
/100

Hin nýgiftu Brad og Janet lenda í vandræðum þegar bíllinn þeirra bilar í vondu veðri. Þau leita sér hjálpar í nágrenninu og koma að kastala klæðskiptingsins Dr. Frank-N-Furter. Þau koma að kastalanum á þeim tímapunkti þegar Frank-N-Furter er með sína árlegu ráðstefnu gesta frá plánetunni Transsexual. Hann býður þeim að gista yfir nóttina, en vilja... Lesa meira

Hin nýgiftu Brad og Janet lenda í vandræðum þegar bíllinn þeirra bilar í vondu veðri. Þau leita sér hjálpar í nágrenninu og koma að kastala klæðskiptingsins Dr. Frank-N-Furter. Þau koma að kastalanum á þeim tímapunkti þegar Frank-N-Furter er með sína árlegu ráðstefnu gesta frá plánetunni Transsexual. Hann býður þeim að gista yfir nóttina, en vilja Brad og Janet þiggja boðið? Hvað segja þau þegar hópur Transylvaniufólks kemur og dansar "Time Warp" dansinn og Dr. Frank-N-Furter býr til mann, sem hræðist hann og vill svo ekki þýðast hann kynferðislega. Þegar Frank-N-Furter tilkynnir að hann ætli að snúa aftur til stjörnuþokunnar Transylvaniu, þá upplýsir þjónninn Riff Raff og þjónustustúlkan Magenta, að þau hafi annað í huga. ... minna

Aðalleikarar


Þetta er besta söng- gaman mynd sem ég hef séð, mér finnst hún miklu betri en Hair. En hún er um Brad og Janet sem eru nýtrúlofuð og eru einhverstaðar að keyra þegar að það springur á hjá þeim. En þá fara þau inn í kastala og hitta þar Frank ´N´furter og aðra skrýtna gaura. Ég vill ekki segja meira því það gæti eyðilagt fyrir sumum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

30 ár eru síðan Rocky Horror Show kom fyrst fyrir sjónir almennings. Hún er talin vera umdeildasta og besta cult-söngmynd sem komið hefur út og ekki að ástæðulausu. Ég endurnýjaði kynni mín við Rocky Horror og verður hún betri með hverju áhorfi. Hún hefur creepy útlit, frábæra tónlist, frábært skemmtanagildi, brilliant frammistöðu frá Tim Curry sem eignar sér myndina og skilar bestu frammistöðu sem ég hef séð frá honum í bíómynd. Ef þið fílið söngmyndir sem einkennast af svörtum húmor og verulega rugluðum kringumstæðum, þá er Rocky Horror Show mynd sem ætti að henta þér fullkomlega.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Alveg yndisleg mynd, sem á ekki að taka of alvarlega. Auðvitað er þetta rugl, en ég elska ruglmyndir. Lögin eru æðisleg og söguþráðurinn bara fyndinn. Klassík sem hægt er að horfa á aftur og aftur og aftur og aftur ... ef þú hefur ekki séð hana, þá skaltu sjá hana núna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hhah mjög goð mynd hun var allvegana i minu uppahaldi þegar eg var kringum 6-7 ara atti hana a spolu sem eg tok uppa eg var buin að horfaa hana svo oft að eg eiðinagði hana i tæki eg kunni oll lögin utan af og a meyra að sejga diskinn eg for að grenja þegar myndin eiðilagðist i tækinu en þetta er mjög goð mynd goð söngvamynd mjög fyndin samt sma skritin sem er gott eins og þarna gaurinn sem er erframana viet ekki einu sinni hvort hann er karl eða kona held samt öruglega karl sem er mjög skrtin i þessari mynd var alltaf i þröngum fötum i þessari mynd eg verð að fara að sja þessa mynd aftur uppahlads gaurinn minn iþessari min var elis mynir að hann het það gaurinn a motuhjolinu mer fannst lagið hanns lika flottast geggjað lag eg mæli með þvi ða allir sja þessa mynd snilld
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Snilldarmynd um trúlofuð ung hjón sem ferðast upp í sveit. og lenda í klónum á frank_n_furter(tim curry) brjáluðum en friský vísindamanni semm býr til vöðvatröll. takið eftir því að þegar þau eru við matar borðið að þegar frank_n_furter tekur klútinn af borðiðinu þá er eddy í líkkistunni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

12.01.2023

Bíósalirnir á höfuðborgarsvæðinu - Frá verstu til bestu

Heimir Bjarnason kvikmyndagerðarmaður skrifar: Kvikmyndahús á Íslandi eru með þeim betri í heiminum. Undanfarin ár hafa miklar breytingar átt sér stað. Það virðist sem samkeppnin milli kvikmyndahúsanna sé ekki...

02.10.2021

Ómissandi hrollvekjur af öllum gerðum

Október er byrjaður sem þýðir að nú er frábær tími til þess að byrja að horfa á skuggalegar (e. „spooky“) myndir. Listinn fyrir neðan inniheldur 31 fjölbreytta mynd sem allar hafa það sameiginlegt að vera...

13.08.2020

Fyrsta stikla úr nýrri American Pie

Ný mynd úr hinni vinsælu unglingaseríu American Pie hefur ekki litið dagsins ljós síðan American Pie: Reuning kom út árið 2012. En nú er loksins búið að ráða bót þar á. Ný kaka er komin úr ofninum. Nú er öll ...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn