Catwoman
2004
Frumsýnd: 20. ágúst 2004
CATch Her In IMAX
104 MÍNEnska
8% Critics
18% Audience
27
/100 Myndin fjallar um feimna og viðkvæma listakonu, Patience Philips, sem er í sífellu að biðjast afsökunar á eigin tilvist. Hún vinnur sem grafískur hönnuður fyrir Hedere Beauty, sem er risastórt snyrtivörufyrirtæki, sem er að fara að setja á markað byltingarkennda vöru sem heldur aftur af öldrun. Þegar Patience kemst óvart að myrku leyndarmáli sem vinnuveitandi... Lesa meira
Myndin fjallar um feimna og viðkvæma listakonu, Patience Philips, sem er í sífellu að biðjast afsökunar á eigin tilvist. Hún vinnur sem grafískur hönnuður fyrir Hedere Beauty, sem er risastórt snyrtivörufyrirtæki, sem er að fara að setja á markað byltingarkennda vöru sem heldur aftur af öldrun. Þegar Patience kemst óvart að myrku leyndarmáli sem vinnuveitandi hennar á, þá er hún skyndilega lent í miðjunni á stóru samsæri. Það sem gerist næst á eftir að breyta Patience til frambúðar. Á dularfullan hátt þá breytist hún í konu með öll bestu einkenni kattar. Hún er sterk, snör í hreyfingum, lipur og með mjög næm skynfæri. Hún breytir sér í Kattarkonuna, sem dansar á mörkum þess sem er rétt og rangt, gott og slæmt. Eins og aðrir villikettir er hún hættuleg, víðsjál og treg í taumi. Ævintýri hennar flækjast til muna vegna sambands hennar við Tom Lone, lögregluþjón sem varð ástfanginn af Patience, og getur ekki annað en heillast af Katttarkonunni, sem virðist vera ábyrg fyrir glæpahrinu í borginni.... minna