The Door in the Floor
2004
Fannst ekki á veitum á Íslandi
Frumsýnd: 8. apríl 2005
The most dangerous secrets are the ones we're afraid to tell ourselves.
111 MÍNEnska
67% Critics 67
/100 Hið harmræna og hið kómíska skiptast á, ferðalag um flækjur ástarinnar í sínum björtustu og dimmustu skúmaskotum. Myndin er kvikmyndagerð á metsölubók John Irving, A Widow for One Year, og gerist í fínu strandsamfélagi í East Hampton í New York, eitt sumar þegar ákveðin straumhvörf verða í lífi frægs barnabókahöfundar, Ted Cole, og fallegrar eiginkonu... Lesa meira
Hið harmræna og hið kómíska skiptast á, ferðalag um flækjur ástarinnar í sínum björtustu og dimmustu skúmaskotum. Myndin er kvikmyndagerð á metsölubók John Irving, A Widow for One Year, og gerist í fínu strandsamfélagi í East Hampton í New York, eitt sumar þegar ákveðin straumhvörf verða í lífi frægs barnabókahöfundar, Ted Cole, og fallegrar eiginkonu hans, Marion. Hjónaband þeirra var frábært í eina tíð, en nú hefur harmur sett mark sitt á það. Meðvirkni hennar og framhjáhald hans, hafa komið í veg fyrir að þau horfist í augu við breytingu sem nauðsynleg er í sambandinu. Eddie O´Hare, ungi maðurinn sem Ted ræður sem aðstoðarmann um sumarið, er óviljugt en samt viljugt, peð í þeirra samskiptum - og að lokum, áhrifavaldur í breytingu á lífi þeirra. ... minna