Ný mynd frá þeim sömu og gerðu Dude where's my car? Þetta er með betri steikmyndum sem að ég hef séð í langan tíma. Fjallar um þá félaga Harold og Kumar. Harold vinnur í skrifstofuvinnu og Kumar er atvinnulaus. Einn daginn ákveður Kumar að þeir félagar eiga að fara í ferðalag í leit að hinni fullkomnu máltíð. Halda þeir þá í mikið ævintýri til þess að finna hina fullkomnu hamborgara. Á leið sinni hitta þeir fyrir alls konar furðulegar persónur, eins og Neil Patrick Harris með kynlífsfíkn á heilanum, mann sem að kallar sig Viðundrið og fleiri. Húmorinn í þessari mynd er algjör snilld. Þeir fá algjöra óþekkta leikara úr frægum unglingamyndum(man ekki hvað þeir heita) og mynda hér eitt steiktasta og um leið skemmtilegasta tvíeyki sem að sést hefur á hvíta tjaldinu. Ef að þið fílið steikmyndir eins og Dude where's my car?, Zoolander og fleiri myndir í þeim dúr, þá eigið þið hiklaust eftir að fíla þessa mynd. Ég mæli allavega hiklaust með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei