Sá SC annan í jólum vissi ekkert hvað ég væri að fara að sjá en viti menn ég var heillaður, engar væntingar bera alltaf gott í skauti sér. Við kynnumst Drew (Affleck) sem er ríkur hugmyndasmiður stórs fyrirtækis og ákveður eftir rifrildi við unnustu sína að vera ekki einn um jólin, hann tekur þá upp að fara á sínar æskuslóðir eftir ráðum sálfræðings kærustu sinnar, hann fer á æskuslóðir sínar og fer eftir ráðum sálfræðingsins, en áttar sig ekki á því að ný fjölskylda er þar niðurkomin, Drew ákveður eftir umhugsun að leigja fjölskylduna út yfir jólin og eyða jólunum í faðmi fjölskyldunnar að þessu sinni. Upp hefst mikill húmor og hlátrasköll og á myndin vel skilið sæti á lista góðra jólamynda, ég hugsaði áður en ég hélt á myndina að Affleck gæti nú varla gert gott í jólamynd, en mér skjátlaðist mjög svo og fer hann með góða rullu í þessari stórskemmtilegu mynd. Mæli með henni fyrir fjölskyldur sem kærustupör og alla þá sem hafa gaman af fyndnum vitleysum í jólaanda.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei