Náðu í appið
32
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Batman Begins 2005

Frumsýnd: 15. júní 2005

The Legend Begins

140 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 85% Critics
The Movies database einkunn 70
/100
Tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir kvikmyndatöku.

Fyrsta myndin í glænýrri seríu um Leðurblökumanninn. Myndin gengur út á upphaf hetjunnar og baráttu Bruce Wayne við innri hræðslu og sektarkennd tengt dauða foreldra hans en þeir voru myrtir þegar Wayne var ungur drengur. Þegar hann verður fullorðinn flytur glaumgosinn Wayne til Asíu þar sem hann fær leiðsögn hjá Henri Ducard og Ra´s Al Ghul, í baráttunni... Lesa meira

Fyrsta myndin í glænýrri seríu um Leðurblökumanninn. Myndin gengur út á upphaf hetjunnar og baráttu Bruce Wayne við innri hræðslu og sektarkennd tengt dauða foreldra hans en þeir voru myrtir þegar Wayne var ungur drengur. Þegar hann verður fullorðinn flytur glaumgosinn Wayne til Asíu þar sem hann fær leiðsögn hjá Henri Ducard og Ra´s Al Ghul, í baráttunni við hið illa. Hann flytur síðan aftur til Gotham borgar, tekur við Wayne Enterprises og skapar nýja persónu, Batman, til að berjast gegn glæpum.... minna

Aðalleikarar

Vissir þú

Góð byrjun á stórum þríleik
Batman Begins er mjög góð mynd. Hún er samt smá langdregin í byrjun og einhverjar klippur eru lélegar í byrjuninni. Þrátt fyrir það, þá er hún mjög vel heppnuð.

Batman Begins byrjar alveg á byrjuninni á sögu Bruce Wayne. Þar er einn stærsti gallinn í Batman Begins, þar eru allar verstu klippurnar. Það voru alveg nokkrar klippur sem eiga ekki við um kvikmyndirnar hans Christopher Nolans. Nolan vandar sig alltaf við þær, ég hef ekki hugmynd hvað fór úrskeiðis hjá meistaranum Nolan en hann náði að gera þessar klaufa villur. Þetta eru helsti gallinn við Batman Begins.

Ég dýrka söguþráðinn og hvernig hann kemur alltaf með öll svör sem maður fær yfir myndinni. Hann kemur og sýnir manni alveg nákvæmlega hvað gerðist í æsku Bruce og afhverju hann er Batman og allt þar á milli. Flestir karakterarnir voru vel leiknir, það voru tveir af öllum karakterum sem voru ekki að standa sig. Earle (Rutger Hauer) hann var einn af þessum tveimur sem voru ekki að standa sig. Það fer svo mikið í taugarnar á mér að Rutger var alls ekki að standa sig. Hann er góður leikari en þetta hlutverk er ekki hans, hann var mjög góður í Blade Runner en svo þurfti hann að komst í Batman Begins. Ef mér skjáttlast ekki þá væri flottara að hafa Christopher Walken í Earle hlutverkinu, hann hefur aldrei klikkað í neinni mynd sem ég hef séð með honum og hann væri miklu betri og skemmtilegri Earle en Rutger Huer gæti nokkrum sinnum verið !
Carmine Falcone (Tom Wilkinson) Tom er frábær leikari og ég hef mjög gaman að sjá hann í sínum hlutverkum en þarna kom hann mér virkilega á óvart með að hann er ekki eins góður í öllum hlutverkum. Þarna fáum við að sjá Tom Wilkinson í lélegum leik.

Endirinn gekk vel upp. Hann hefði samt mátt vera betri en þetta en hann var samt ekki lélegur. Það kom mér samt á óvart hvernig "enda bardaginn" var. Henri Ducard (Liam Neeson) og Batman (Christian Bale) var ekki nóg og öflugur. Ég bjóst við ansi stórum fight, við fáum aðeins smá skot á hvernig Neeson og Bale geta tekið á því. Maður vill sjá alvöru bardaga á milli þeirra, meistarinn og lærisveinn hans að berjast, þá vill maður sjá allt á öðrum endanum. Við fáum nokkrar góðar senur en ekki nógu margar. Tveir harðir leikarar þarna á ferðinni og þeir fá ekki að berja úr hvorum öðrum líftóruna. Þrátt fyrir það þá voru þetta dásamlegar senur um þá tvo.

Allt á milli byrjunnar og endisins er gott efni. Christopher Nolan er einn vitrasti leikstjórinn nú til dags og hann skilar öllu sem hann kemur nálægt svo vel og hann vandar sig alveg svakalega vel við allt og þessir örfáu gallar sem ég taldi þarna upp eru einu gallarnir við Batman Begins, allt fyrir utan það er mjög gott. Hann lætur okkur fara með sér til Bruce Wayne og sjá allar hliðar á kvikmyndinni Batman Begins

Einkunn: 8/10

Frábær kvikmynd og Batman Begins er undirbúningur fyrir eitt stærsta meistaraverkið okkar "The Dark Knight"... Það eru nokkrir gallar við hana en alls ekki margir. Ég mæli mjög mikið við þá sem eru ekki búnir að sjá Batman Begins að kíkja á hana sem allra fyrst.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Átta árum eftir að Schumacher virtist hafa gert út af við Batman seríuna kom Christopher Nolan til bjargar með Batman Begins. Nolan fékk handritshöfundinn David S. Goyer (Blade) með sér í lið til að reyna að endurhugsa Batman og byrja aftur eins og titillinn gefur til kynna. Útkoman var jarðbundnari ofurhetjumynd en hafði áður sést. Markmiðið var alltaf að láta allt virðist sem það gæti gerst í alvöru. Öll tækni átti að byggjast á einhverju sem var raunverulega til, ekki science fiction. Batman bíllinn var tekinn all svakalega í gegn og búningurinn gerður raunverulegri og praktískari.

Ég held að það hafi gleymst hversu góð mynd þetta er af því að The Dark Knight var ennþá betri. Begins er með 8,4 í einkunn á imdb og situr þar á lista yfir bestu myndir allra tíma nr. 105. Sagan er þétt og vel útfærð. Það hafa alltaf verið góðir leikarar í Batman myndunum en hér var farið skrefi lengra með þungaviktamenn í aukahlutverkum á borð við Gary Oldman, Morgan Freeman og Michael Caine. Bale er frábær sem bæði Bruce Wayne og Batman. Ráma röddin fór ekki taugarnar á mér eins og sumum. Hann þurfti að hljóma ógnandi og ekki eins og Wayne til að vernda sitt einkalíf.

Gallarnir við þessa mynd voru nokkrir. Þeir þurftu að segja frá hvernig hann varð Batman og það hægði á sögunni. Katie Holmes var slök enda var henni skipt út fyrir Maggie Gyllenhal í næstu mynd. Vondu kallarnir voru ekki nógu rosalegir. Scarecrow var fínn og Liam Neeson stóð líka fyrir sínu en borið saman við Jókerinn er himinn og haf á milli í gæðum. Þessi mynd er ferlega góð og er meira að segja tekin upp að hluta til á Íslandi. Rifjið hana upp ef þið hafið ekki séð hana síðan í bíó.

“You must become more than just a man in the mind of your opponent.”
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Leðurblakan er komin aftur og bókstaflega endurfædd. Bruce Wayne (Christian Bale) er ríkur glaumgosi sem tekur að sér að hreinsa til í hinni spilltri Gotham-borg. Hann fær þjálfum frá Skuggadeildinni (The league of shadows) og verður góður í bardagalistum. Þessi mynd er að mínu mati besta Batman-myndin ásamt Batman frá 1989. Christopher Nolan tók þetta verkefni að sér og gerði mjög vel. Leikstjórnin er frábær og Hans Zimmer gerir mjög góða og kraftmikla tónlist. Þessi mynd er í topp fimm yfir bestu myndum árið 2005.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég er gjörsamlega orðlaus!!! versta mynd allra tíma no.1. Batman-serían er spillt! Batman er dáinn og verður aldrei lífgaður við. í upphafi skapaði Tim Burton drungalegar, svalar, frábærar og Stórkostlegar tvær myndir sem gengu undir nafninu Batman og Batman Returns. Snilldarleikarinn Michael Keaton fór með hlutverk blökunnar í þeim tveim og gerði það svo sannarlega vel. Ég er mikkil aðdáandi Tim Burtons og hann hefur aldrei sent frá sér slaka mynd. Þetta hefði getað orðið fínasta sería ef bara hann hefði leikstýrt öllum. En hvað? þá þurfti Joel Sumacer að eyðinleggja allt með tveimur ömurlegum framhaldsmyndum. Batman Forever og Batman & Robin. Þær voru báðar Glataðar og allt öðruvísi en Burton-myndirnar. Samt voru þær skárri en þessi! batman Begins segir frá hinum hallærislega Batman eða Batman einsog hann á EKKI að vera. Bruce Wayne( Cristian Bale) horfir á foreldra sína myrta af glæpamanninum Carmine Falcone. Hann elst upp hjá Alfred (Michael Cain) sem hafði verið þjónn Wayne-fjölskyldunar. Eftir nokkra stund fer Bruce til Asíu og lendir einhvernveginn í fangelsi. Þegar hann verður laus klífur hann fjöll. En einmitt það var tekið upp hér á landi. þar æfir hann sig í bardagalistum hjá hinum illa Henri Ducard (Liam Neeson)en snýr hann aftur heim til Gotham og fer til Lucius Fox (Morgan Freeman) til að fá búning. hann fær ljótan nýtískulegan hermannabúning og breytir honum í ljótan Batmanbúning. Hann fær einnig ógeðslega, viðbjóðslega, hræðilega ljótan bíl. Að sögn flestra er þetta flottasti Batmanbíll til þessa en er í raun sá forljótasti! Í þessari mynd stekkur hann milli húsþaka á þessum viðbjóðslega bíl sínum og leikur sér með búnaðinn sinn. Hann uppgötver síðan klassíska Leðurblökuhellinn undir húsi sínu og kemur þar upp aðstöðu fyrir búnað sinn og bíl. Enn og aftur tek ég það fram að þetta sé versta mynd allra tíma Nr.1. Það er mín skoðun! Það eru svo margir að segja ...gleymið öllum hinum Batmanmyndunum þessi er málið... mér finnst viðbjóður að hlusta á þetta rugl. Mér finnst Tim Burton alltof vanmetin. Þótt myndir hans fá góða dóma eiga þær miklubetra skilið. Í síðasta skipti! versta mynd ever. ömurleg tónlist, ömurleg leikstjórn, ömurlegur söguþráður og ættui allir leikararnir að skammast sín. Þetta gerir það að verkum að hún fái ekki eina einustu stjörnu!!!!!!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Bruce Wayne(Christian Bale)varð vitni að morði háttsettra foreldra sinni þegar hann var ungur og hafði það mikil áhrif á hann og þegar hann lennti í fangelsi í Tíbet fór hann í æfingarbúðir uppí fjöllum sem er stjórnað af Ra´s Al Ghul og Ducard(Ken Watanabe og Liam Neeson) þar sem hann lærir að stjórna ótta sínum og nota hann sem vopn þegar hann kemur aftur til Gotham er hún spillt og ein mesta glæpaborg heims. Hann þarf sjálfur að hreinsa til fyrst að löggunum er mútað og Carmine Falcone(Tom Wilkinson) stjórnar. Á meðan þá eignast Gotham nýtt illmenni Scarecrow sem er geðlæknirinn Jonathan Crane(Cillian Murphy) sem ætlar sér ekkert fagurt. Á meðan að allir þessir glæpir herja á borgina verður Bruce Wayne að verndara Gotham,Batman.Batman og Batman Returns er einhverjar bestu ofurmyndir sem ég hef séð og Tim Burton leikstýrði þeim frábærlega en því miður var Joel Schumacher ráðinn til að leikstýra Batman Forever(sem hefði getað orðið góð)og Batman & Robin(sem hefði hinsvegar ekki getað orðið góð)og gerði óslýsanlega illa,eyðilagði seríuna. Cristopher Nolan(Memento,Inosomnia)leikstýrir þessari forsögu sem segir frá uppruna Batman og er EKKI framhald af upprunalegu seríunni. Útlit Gotham er allt öðruvísi en hina magnaða Gotham borg sem Burton skapaði eða hin ömurlega sem Schumacher gerði.Nei,núna er Cotham frekar venjuleg stórborg en ég sakna þessa myrka andrúmslofts sem Burton myndirnar höfðu og það finnst mér vera helsti gallinn.

Leikstjórn Nolans er fín og sömuleiðis handritið og leikur. Christian Bale leikur Batman og er mjög fínn,sömuleiðis Michael Caine,Morgan Freeman,Gary Oldman.

Liam Neeson,Tom Wilkinson,Cillian Murphy og Rutger Hauer voru líka alveg ágætir en verst var Katie Holmes. Mér finnst Batman Begins vera heldur of mikið ofmetin en er alls ekki slæm og mér finnst skrítið að það er mikið verið að segja að hún er myrk,hún er það ekki. Mér fannst mörg hasar atriðin of löng og það er eitthvað sem vantar. Batman Begins er ekki eins góð og Burton myndirnar en er miklu,miklu betri en ófyrirgefanlega rusl Schumachers. Frekar góð afþreying en ekkert annað.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn