Náðu í appið
Bönnuð innan 14 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Flight of the Phoenix 2004

Frumsýnd: 11. febrúar 2005

The only way out is up

113 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 31% Critics
The Movies database einkunn 47
/100

Hópur manna sem lifir af flugslys, eru strandaglópar í mongólsku eyðimörkinni og engin von um björgun. Þeir þurfa að horfast í augu við grimmilegt umhverfi, dvínandi vistir, og árás eyðimerkursmyglara. Þeir sjá að það eina sem þeir geta gert er hið ómögulega ... að byggja nýja flugvél úr braki þeirrar gömlu.

Aðalleikarar


Komið smá síðan ég sá myndina og verð ég að segja að ég varð ekki fyrir vonbrigðum með hana.Skemmtileg mynd með ágætis söguþræði, en enn betri atriðum -- sérstaklega þegar líður á seinni hluta myndarinnar.Alls engin skyldueign, þvert á móti, en hinsvegar fínasta afþreying fyrir fólk.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Flight Of The Phoenix er mjög góð mynd með hinum vinsæla leikara Dennis Quaid í aðalhlutverki.Þessi mynd byrjar þegar eitthvað fólk ætlar að fara í leiðangur. En þegar búið er að fljúga í drjúga stund brotlenda þau í eyðimörk eftir að það skall á óveður. Svo reyna þau hvað sem er til að komast aftur heim. Þetta er rosa fín mynd með góðan húmor. Ég mæli mikið með þessari mynd fyrir þá sem finnst spennumyndir flottar. Þrjár stjörnur frá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta var eiginlega algjör ruslmynd, ég var töluvert oft kominn að því að slökkva á spilaranum en ákvað að þrauka, dauðsá svo eftir að hafa eytt tíma í hana þegar myndin loks kláraðist.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Heldur varla flugi
Það er sjálfsagt í harðri tísku núna að endurgera gamlar klassískar myndir. Það hefur auðvitað oft komið fyrir, en síðustu misseri hef ég tekið sérstaklega eftir þessu. Á aðeins örfáum mánuðum er ég búinn að horfa á myndir á borð við Alfie, Assault on Precinct 13, The Manchurian Candidate, þessa og örugglega fleiri. Það sem þessi hugmynd hefur þó sem hinar höfðu ekki er að upprunalega Flight of the Phoenix myndin var aldrei nein snilld. Hún var ekkert annað en meðalræma með góðum nöfnum. Endurgerðin er ósköp svipuð, nema nú eru nöfnin ekki eins góð og það eina sem hún gerir betur eru tæknibrellurnar.

Skemmtanagildið er þó til staðar að vissu leyti og manni leiðist voða sjaldan. Það skemmir að vísu mikið fyrir að þekkja til gömlu myndarinnar því munurinn er alls ekki mikill. Leikararnir eru ekkert að reyna á sig, og maður sér það. Dennis Quaid er ósköp flatur og fer bara með sínar línur án þess að sýna einhver sérstök tilþrif. Giovanni Ribisi fannst mér standa upp úr. Hann var sá eini sem var eitthvað góður til áhorfs með sinni bráðskemmtilegu ''camp'' frammistöðu. Handritið þjáist samt mikið fyrir skort á persónusköpun. Hún er ekki aðeins takmörkuð, hún er nánast alls engin, og það veldur því að manni er nett sama um hvað verður um hvern.

Tónlistarnotkunin er annars ekki sem verst (einhver mynd sem byrjar á laginu ''I've Been Everywhere'' með Johnny Cash getur nú ekki verið SVO slæm) og brellurnar eru auðvitað fínar. Í sinni götóttu heild má hafa gaman af þessari mynd, en hún fuðrar fljótt úr minninu.

5/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þegar ég fór á þessa mynd í bíó um daginn, þá hafði ég þónokkrar væntingar um að ég væri að fara að horfa á háklassa spennumynd sem hafði allann pakkann þ.e. hraða, spennu, húmor, eitthvað óvænt og svo frv. Því miður þá stóðust þessar væntingar mínar enganveginn! Flight of Phoenix er mynd sem fjallar um hóp af fólki sem er að fljúga yfir stærðarinnar eyðimörk þegar skyndilega kemur heljarinnar sandstormur sem verður þess valdandi að flugstjórinn neyðist til að brotlenda flugvélinni í miðri eyðimörkinni. Myndin fjallar svo um það hvernig þau sem komust lífs af reyna að halda sér lifandi og auðvitað hvernig í ósköpunum þau eigi að reyna að komast úr þessari banvænu eyðimörk. Dennis Quaid stendur að vanda fyllilega fyrir sínu en þó er vert á að minnast á leik Giovanni Ribisi en hann var hreint út sagt frábær í þessari mynd og hélt henni gjörsamlega á floti. Ribisi leikur mjög svo furðulega náunga sem virðist vera mitt á milli þess að vera snillingur og geðveikur. Frábær leikur hjá Ribisi! Ástæðan fyrir því afhverju ég var ekki alveg að kaupa þessa mynd er sú að það hefði verið hægt að gera miklu betri mynd út frá þessum söguþráði. Myndin er fyrirsjáanleg og spennan í algjöru lágmarki og til að bæta gráu ofaná svart þá fór ekkert alltof mikið fyrir góðum húmor sem er nauðsynlegur að mínu mati. Kannski skemmdi eitthvað fyrir mér að ég var búinn að byggja upp miklar væntingar fyrir myndinni en það hefur oft sannað sig að það getur verið banvænt. Niðurstaða: Ágætis afþreying og mæli eindregið með því að þið bíðið eftir að myndin komi á video ef þið ætlið að horfa á hana á annað borð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn