Miss Congeniality 2: Armed and Fabulous
2005
Frumsýnd: 23. mars 2005
115 MÍNEnska
16% Critics
42% Audience
34
/100 Eftir að Gracie Hart varð fræg að endemum þegar hún tók þátt í keppninni Ungfrú Bandaríkin í tengslum við mál í fyrri myndinni, þá er Hart nú búin að missa starf sitt sem alríkislögreglumaður sem vinnur á laun. Að auki, þá sleit fulltrúinn Eric Matthews sambandi sínu við hana, sem hún á erfitt með að sætta sig við. Hart er þó plötuð, að... Lesa meira
Eftir að Gracie Hart varð fræg að endemum þegar hún tók þátt í keppninni Ungfrú Bandaríkin í tengslum við mál í fyrri myndinni, þá er Hart nú búin að missa starf sitt sem alríkislögreglumaður sem vinnur á laun. Að auki, þá sleit fulltrúinn Eric Matthews sambandi sínu við hana, sem hún á erfitt með að sætta sig við. Hart er þó plötuð, að áeggjan yfirmanns hennar Harry McDonald, að verða fjölmiðlafulltrúi alríkislögreglunnar FBI. Tíu mánuðum síðar, með aðstoð stílistans Joel Meyers, og metsölubókar sem hún skrifaði um reynslu sína, þá verður Gracie fjölmiðlastjarna og andlit FBI. Hin nýja Gracie er algjör andstæða fulltrúans Sam Fuller, sem líkt og Gracie áður en hún tók þátt í fegurðarsamkeppninni, birgir þónokkra reiði innra með sér. Þeim tveimur kemur ekki nógu vel saman, en það stöðvar McDonald ekki í að ráða Sam sem lífvörð Gracie. Þær tvær eru nú sendar til Las Vegas þegar vinkonu Gracie, núverandi Ungfrú Bandaríkin, Cheryl Frasier, og stjórnanda keppninnar, Stan Fields, er rænt. ... minna