Náðu í appið
Öllum leyfð

The Life and Death of Peter Sellers 2004

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 1. apríl 2005

Never judge a man by his cover.

122 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 69% Critics

Líf og starf leikarans og grínistans Peter Sellers var stormasamt. Hann sló í gegn fyrir gamanhlutverk sín, og hann sökkti sér í persónurnar sem hann lék. Eftir því sem frægð hans óx þá fór hann að tapa sjálfum sér í persónunum, sem leiddi hann til efasemda um sjálfan sig og stöðuga þörf fyrir hrós og athygli. Þetta braust út í reiðiköstum, og var... Lesa meira

Líf og starf leikarans og grínistans Peter Sellers var stormasamt. Hann sló í gegn fyrir gamanhlutverk sín, og hann sökkti sér í persónurnar sem hann lék. Eftir því sem frægð hans óx þá fór hann að tapa sjálfum sér í persónunum, sem leiddi hann til efasemda um sjálfan sig og stöðuga þörf fyrir hrós og athygli. Þetta braust út í reiðiköstum, og var túlkað sem hroki af mörgum. Þetta hafði áhrif á sambönd hans við hans nánasta fólk. Anne Howe, fyrsta eiginkonan, skildi við hann, og foreldar hans og börn fjarlægðust hann æ meira. Samband hans við næstu konu, Britt Ekland, grundvallaðist á þessari grímu sem hann setti upp. ... minna

Aðalleikarar


The life and death of Peter Sellers segir frá ævi þessa snillings. Hér er farið alveg mjög vel í gegnum feril Peter Sellers, þ.e.a.s frá helstu samböndum hans við konur eins og Britt Ekland, fjölskyldu hans, byrjun hans sem raddaleikari í The Goon Show, glæsilegum kvikmyndaferli hans, sem að spannar allt frá stórmyndum eins og Pink Panther seríunni, Dr. Strangelove, Being There, Ladykillers og fl, og lífi hans yfir höfuð. Í myndinni er sýnt hversu flókinn einstaklingur hann var í alvöru. Aðdáendur Peter Sellers hafa alltaf þekkt hann sem grínsnilling, en hérna fá þeir að sjá allt aðra hlið á honum, alvöru hliðina á honum. Það er alveg sorglegt hvað gaurinn átti erfiða og flókna ævi. Maður fer að pæla, hvernig gat frægasti gamanleikari okkar tíma, endað eins og hann gerði? Sorglegt að horfa á. En tölum um myndina. Þessi mynd er mjög góð. Hefur allt sem að góð mynd þarf að hafa: Húmorinn er góður, leikararnir eru stórkostlegir. Leikstjórn Stephen Hopkins er mjög góð og handritið er mjög traust og ná þeir að segja mjög vel frá sögu og ævi Peter Sellers. Emily Watson leikur Anne, fyrstu eiginkonu Peters mjög vel. John Lithgow er mjög skemmtilegur og kemur á óvart sem Blake Edwards. Charlize Theron leikur Britt Ekland mjög vel einnig. Stanley Tucci er mjög góður sem Stanley Kubrick. Hann klikkar aldrei. Og síðast en ekki síst er Geoffrey Rush snillingur sem Peter Sellers. Hann leikur Peter af mikilli innlifun. Best væri að segja að hann er Peter Sellers. Með þeim betri sem að Geoffrey hefur leikið í. Snilldarmynd sem að enginn ætti að láta fram hjá sér fara.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Áður en ég sá þessa mynd vissi ég lítið sem ekkert um leikarann Peter Sellers og ég verð að viðurkenna að ég hef séð alltof fáar myndir með honum. En af þessari mynd að dæma hvað hún er innantóm og leiðinleg þá ætla ég að vona að líf hans hafi verið skrautlegra heldur en þetta og mig grunar nú að svo sé því að allan tímann hafði ég það á tilfinningunni að einhverjum mikilvægum kafla hefði verið sleppt og það var kannski það sem böggaði mig mest. Kostirnir eru samt til staðar. Leikstjórinn Stephen Hopkins leikstýrir ekki svo illa, við fáum að berja augum nokkur(ekki mjög mörg)góð atriði og Geoffrey Rush leikur Peter Sellers alveg snilldarlega vel. En það nægir ekki til að hífa myndina lengra en upp í eina stjörnu. Þessi mynd var því gífurleg vonbrigði fyrir mig. Ég bjóst við mynd yfir meðallagi. Mistök.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn