Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er ljótt orðbragð

Patch Adams 1998

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 12. mars 1999

Laughter is contagious.

115 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 21% Critics
The Movies database einkunn 25
/100
Tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir bestu tónlist. Tilnefnd til Golden Globe fyrir bestu gamanmynd og besta gamanleikara.

Patch Adams er harðákveðinn í að verða læknir af því að hann hefur ánægju af því að hjálpa fólki. Því miður, þá samþykkir lækna- og vísindasamfélagið ekki aðferðir hans við að lækna hina sjúku, á meðan sjúklingarnir sjálfir, hjúkrunarkonur ofl., kunna vel að meta það sem hann gerir, af því að þau geta ekki gert það, þ.e. að nota húmor... Lesa meira

Patch Adams er harðákveðinn í að verða læknir af því að hann hefur ánægju af því að hjálpa fólki. Því miður, þá samþykkir lækna- og vísindasamfélagið ekki aðferðir hans við að lækna hina sjúku, á meðan sjúklingarnir sjálfir, hjúkrunarkonur ofl., kunna vel að meta það sem hann gerir, af því að þau geta ekki gert það, þ.e. að nota húmor sem lækningaraðferð. ... minna

Aðalleikarar


Mér fannst Patch Adams frábær, einstaklega mannleg og hugljúf mynd. Hér leikur Robin Williams Patch Adams og skilar frábærri frammistöðu. Svo kemur Philip Seymour Hoffman með fína takta sem aðstoðarmaður Patch. Hún er verulega fyndin, sorgleg, róleg og afburðagóð bíómynd sem er vel þess virði að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég var ekki mjög spenntur fyrir þessari mynd áður en ég sá hana en hún kom mér á óvart. Hún segir frá manni einum (Robin Williams) sem á í andlegum erfiðleikum og lætur leggja sig inn í geðsjúkrahús. Þar kemst hann að því að köllun sín er að hjálpa öðrum. Skömmu síðar fer hann í læknisnám en þar lendir hann í deilum við kennara sína þar sem honum finnst samskipti sjúklinga og lækna of ópersónuleg. Myndin er töluvert væmin eins og svo margar aðrar myndir Robin Williams og tónlistin getur stundum orðið aðeins of dramatísk. Söguþráðurinn er að vissu leiti útreiknanlegur en það voru þó atriði sem komu á óvart. Það eru nokkur bráðfyndin atriði í myndinni og húmorinn gengur ansi vel upp. Ég gef þessari þrjár stjörnur - einfaldlega vegna þess að ég mér fannst hún mjög skemmtileg.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn