Ég skrapp á næstu videoleigu og sá þessa mynd þar í rekkanum, þegar ég tók hana þaðan bjóst ég við einni klisjunni enn frá Hollywood.
Þegar hún byrjaði sá ég strax að þetta var enginn Classic Hollywoodmynd þó svo að plottið sé skjóta, spyrja og drepa, þá er eitthvað dulið andrúmsloft yfir henni.
Þú ert leiddur í gegnum mynda með því að það er alltaf einhver annar sem drap gamla konu í buð sem virtist í fyrstu bara vera enn eitt búðarránið en í ljós kom að þetta var skipulögð aftaka(Svona er þessu lýst aftan á myndinni)
en það eru 4 bræður allir munaðarleysingjar og eiga það eitt sameignilegt að gamla konan ættleddi þá.
Eins og ég skrifaði hér áðann er plottið spyrja, drepa, skjóta en hún er einhvernveginn svo allt annað en það þetta er saga fólks við fátæktarmörkin, þetta er saga lögrelglumanns sem var einn af þessu fólki, en þar sem hann hefur nælt stjörnu í barminn á sér treystir honum enginn.
ég mæli með þessari mynd fyrir alla, ég veit að þessi lýsing er sundurtætt en ég vildi alls ekki vera með neinn einasta óþarfa spolier.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei