Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Munich 2005

Frumsýnd: 27. janúar 2006

The world was watching in 1972 as 11 Israeli athletes were murdered at the Munich Olympics. This is the story of what happened next.

164 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 78% Critics
The Movies database einkunn 74
/100

Myndin segir í stuttu máli frá eftirmálum sem urðu af atburðunum á Ólympíuleikunum í Munchen árið 1972, þegar palestínskir hryðjuverkamenn úr samtökunum Svarti September rændu og myrtu 11 ísraelska íþróttamenn. Ísraelinn Avner sem leikinn er af Eric Bana (Troy) er kallaður til af Goldu Meir þáverandi forsætisráðherra Ísraela, og er hans hlutverk að... Lesa meira

Myndin segir í stuttu máli frá eftirmálum sem urðu af atburðunum á Ólympíuleikunum í Munchen árið 1972, þegar palestínskir hryðjuverkamenn úr samtökunum Svarti September rændu og myrtu 11 ísraelska íþróttamenn. Ísraelinn Avner sem leikinn er af Eric Bana (Troy) er kallaður til af Goldu Meir þáverandi forsætisráðherra Ísraela, og er hans hlutverk að taka þá einstaklinga úr umferð ásamt nokkrum félögum sínum sem stóðu á bakvið morðin í Munchen.... minna

Aðalleikarar


Árið 1972 var framið eitt ógeðslegasta hryðjuverk sem í sögu mannkyns. 11 ísraelskir íþróttamenn voru teknir höndum og drepnir af palestínskri hryðjuverkahóp sem kallaði sig “svarti september”. Þetta hryðujuverk skelfdi ísralesku þjóðinna sem og aðrar þjóðir. “Munich” er um þegar Ísraelsmenn hefndu sín með stóraðgerð Mossad (ísraelska leyniþjónustan). Leyniþjónustumaðurinn Avner og hópur af sérsveitarmönnum eru ráðnir af Ísraelsku leyniþjónustunni til að fella 11 hryðjuverkamenn sem eru út um allt í evrópu og mið-austurlöndunum. Þetta verkefni er mjög erfitt fyrir Avner þar sem hann á von á sínu fyrsta barni og var að gera sig tilbúinn fyrir borgaralegt líf.

Myndin er í einu orði lýst sem stórkostlegt meistaraverk. Það sem kom mér á óvart var nýtingin á ljósinu í myndatökunni, enda er Spielberg alltaf að reyna að koma með nýjungar. Eric Bana sýnir líka góðann leik sem Avner og sama má segja með Daniel Craig sem nýlega var valinn sem nýji Bond en hann leikur kaldhæðna Steve. Leikstjórinn Steven Spielberg hefur tekið að sér að gera alls konar myndir og hafa þær verið misgóðar en hérna sýnir hann snilli sína með því að leikstýra “Munich” og það er greinilegt að hann hafi vandað sig enda er þetta besta Spielberg myndin síðan “Minority Report”.


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Deilur Palestínumanna og Ísraelsmanna hafa staðið yfir í háa herrans tíð og hafa kostað ófá mannslífin hjá báðum aðilum. Þessi eilífa barátta Palestínumanna fyrir eigin landi hefur verið í brennidepli alla tíð og nær daglega berast fréttir af þessum landshluta og sem oftast snúast um sjálfsmorðssprengingar eða morð á óbreyttum borgurum. Svo að það að Steven Spielberg fari að gera mynd um atburði sem eru enn í minnum hafðir og umdeildir hjá báðum fylkingum er aðdáunarvert. Ekki allir færu að leggja í það að framleiða mynd sem gæti olli þvílíku fjaðrafoki eins og myndin gæti hafa gert en raunveruleikinn er sá myndin hefur ekki þótt jafn umdeild og ætla mátti í fyrstu sem er auðvitað viss sigur fyrir Spielberg. Palestínumenn voru auðvitað dauðhræddir um að þeir myndu koma út sem einhverjir miskunnarlausir morðingjar, sem og þeir gera reyndar í örfáum atriðum, en fyrst mótmælin eru þetta lítil hlytur myndin að greina nokkuð rétt frá þvi sem gerðist.


Fyrir þá sem ekki vita gerðust hræðilegir atburðir á Ólympíuleikunum 1972 í Munchen þegar palestínsk hryðjuverkasamtök, Svarti september, hélt 11 ísraelskum íþróttamönnum í gíslingu inni á íbúð þeirra í Ólympíuþorpinu. Var þeim haldið þar í dágóða stund áður en hryðjuverkamennirnir heimtuðu bíl til að komast á flugvöllinn þar sem þeir ætluðu að komast undan á þyrlu. Þegar út á flugvöllinn var komið hófst gríðarlegur skotbardagi milli þýsku lögreglunnar og meðlima Svarta september sem stóð í rúmlega 2 klukkutíma. Niðurstaðan af kúluregninu lét ekki á sér standa... en rétt eins þegar eitthvað af þessari stærð gerist í heimi þessara tveggja óvinveittu þjóða þarf að gera eitthvað á móti. Það þarf að, já, hefna! Þetta er það sem maður myndi kalla “prinsipp” mál. Ef þú drepur 5 vini mína, þá drep ég 10 vini þína. Svona gengur þetta og hefur gengið fyrir sig öll þessi ár. Svo þegar forsætisráðherra Ísraels, Golda Meir, frétti af þessum atburði þá gerði hún það “nauðsynlega”, hún vildi hefnd. Hún fór af stað með aðgerð þar sem myrða átti háttsetta Palestínumenn og reyna að valda upplausn í samfélagi þeirra.


Avner (Eric Bana) fer fyrir 5 manna sveit sem myrða á 11 palestínumenn en í sveit hans er Daniel Craig sem er kannski betur þekktur þessa dagana sem “nýi Bond”. Meðal þeirra sem hann á að drepa er Ali Hassan Salameh en hann var einn af þeim sem skipulagði gíslatökuna eða eins og þessi atburður kallast á ensku Munich Massacre.


Steven Spielberg fer þá leið, rétt og Oliver Stone í JFK, að velja þá í hlutverk sem svipa til persónanna sem þeir leika. Hann velur ekki fólk bara af því að þau leika vel, hann velur fólk sem lekur vel og líkist þeim sem það er að leika. Þótt ég hafi ekkert vitað áður en ég sá myndina hvernig Ali Hassan Salameh leit út þá fletti ég honum upp og viti menn, þeir eru þónokkuð líkir leikarinn og Salameh. Maður fer ekkert að velja William H. Macy í svona hlutverk bara af því að manni finnst hann vera góður leikari, hann er reyndar ekki arabi en það er annað mál. Leikarinn sem leikur Salameh er stór og stæðilegur og reyndar er hann eitursvalur gaur í myndinni. Nýi Bond kom mér þónokkuð á óvart, kauði getur virkilega leikið og hann er góður í myndinni ásamt öllum hinum reyndar. Maður er kominn með fiðring í magann fyrir næstu Bond-mynd.


Leigumorðingarnir eru flestir ósköp venjulegir menn sem hafa fengið litla þjálfun í því að vera hryðjuverkamenn. Þeir virðast voðalega lítið kunna á græjurnar og sum morðin eru hreinlega vandræðaleg. Þeir sem hafa séð myndina vita að eitt morðið er hreinlega óþægilegt að horfa á og þá lá við að maður glotti, svo vandræðalegt var það. En það er einmitt um það sem málið snýst, þetta eru ekki menn eins og Léon sem ganga með svört sólgleraugu eða haga sér eins og Antonio Banderas í Assassins. Það eru ýktar persónur, Avner er kokkur (reyndar í Mossad sem voru eins konar Secret Service þeirra Ísraelsmanna) og hinir sinna mun “áhugaverðari” störfum heldur en það að vera hryðjuverkamenn en þeir sameinast allir fyrir föðurlandið í baráttunni við Palestínumenn. Sýnir kannski hversu sterk þessi átök eru, það eru allir tilbúinr til þess að fórna lífinu til þess eins að reyna að klekkja á Palestínumönnum. En það eru ekki bara Avner og félagar sem eru venjulegir menn. Skotmörkin þeirra eru það nefnilega líka, þeir eru líka menn með konur og börn og í vinnu. Þannig reynir Spielberg af bestu getu að sýna þetta frá réttum sjónarhóli, það er ekki bara vont og gott í þessum heimi.


Þar sem Ísraelsmennirnir tala ensku í myndinni en Palestínumennirnir tala arabísku tengist maður óneitanlega Ísraelsmönnunum betur. Í endurlitunum aftur til Ólympíuleikanna skilur maður það sem Ísraelsmenn segja en væntanlega ekki hvað Palestínsku hryðjuverkamennirnir segja. Það er auðvitað ekki hægt að láta suma Ísraelsmenn tala ensku og suma móðurmálið en þetta kemur samt alls ekki niður á myndinni.


Munich gerist í öllum heimshornum og sögusviðið er einstakega flott. Tímablilð skín vel í ljós (hárgreiðslan á Daniel Craig er eðal :) enda metnaður lagður í þetta. Alltaf finnst mér líka vera jafn áhrifaríkt þegar eitthvað slettist á myndavélina, t.a.m. þegar blóð skýst framan í “mann”. Þá er maður með í myndinni og tekur þátt í atburðarásinni.


Myndin er sú besta sem Steven Spielberg gerir í langan tíma. Ég hef samt haft mjög gaman að myndunum hans seinustu ár, Catch me if you Can er snilld. Ég hef trú á því að myndin segi satt og rétt frá atburðum í heimi grimmilegra hefnda á báða bóga sem engann endi virðist ætla að taka. Á tímabilum er Munich hörkuspennandi og það kom mér reyndar á óvart hversu spennandi myndin í raun og veru er. En það sem kom mér reyndar mikið á óvart, og hefur gert síðustu mánuði, er hversu CIA er rosalega stórt batterí en það ætla ég ekki að tala um í þessari grein. Munich... stórkostleg mynd um tryggð, vináttu, hefnd, baráttu og skuldbindingu.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Munich er ein af þeim stórmyndum sem eiga eftir að koma út á þessu ári, það þýðir að þið gott fólk þurfið að drífa ykkur í bíó á þessa stórgóðu mynd. Þetta fjallar um þegar Ísraelsmenn á ólempíuleikunum voru drepnir og Ísraelsþjóðinn vill hefnigu en samt má enginn vita að því og því fær Ísraelsstjórninn menn til að drepa þessa óþokka sem stóðu fyrir atburðinum í Munich. Mér fannst Eric Banan fara á kostum eins og flest allir leikarar í þessari mynd og þar að auki er meistari Steven Spielberg að leikstýra þessari mynd sem er áskrift að stórmynd sem og frábæri. Daniel Craig er mjög góður, þetta var firsta stórmyndinn sem ég sé með honum, veit ekki alveg hvernig hann kemur út í Bond hlutverkinu. En þessi er rosagóð mæli með að þið drífið ykkur í bíó
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Munich er mynd sem allir ættu að sjá, hún er reyndar svolítið löng, alveg 170 mín.

Fór reyndar stundum svolítið í taugarnará mér að Ísraels menn kunnu reiprennandi ensku.


Myndin er byggt á sannsögulegum atburðum sem gerðust í munchin árið 1971 held ég, þegar ísralskir íþróttamenn voru teknir gíslingu og svo drepnir. Og það er hópur manna sem eiga að finna þá sem stóðu á bak við þennan verknað og drepa þá.


Myndin er mjög raunveruleg, og maður finnst eins og að myndin gerist í alvöru og sé tekin í alvöru árið 1971, og er myndatakan alveg rosalega flott, og svo er leikurinn líka mjög góður.


Í heildina litið bara mjög góð mynd, sem allir ættu að sjá, þ.e.a.s. fólk sem er 16 ára og eldri því hún er bönnuð yngri en 16 ára. ;)

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þegar meistari Steven Spielberg á í hlut má yfirleitt búast við einhverju stóru og miklu. Myndin Munich er engin undantekning frá þeirri viðteknu venju. Munich segir í stuttu máli frá eftirmálum sem urðu af atburðunum sem áttu sér stað á Ólympíuleikunum í Munchen árið 1972, þegar Palestínskir hryðjuverkamenn úr samtökunum Svarti September rændu og myrtu 11 Ísraelska íþróttamenn. Ísraelinn Avner sem leikinn er af Eric Bana (Troy) er kallaður til af Goldu Meir þáverandi forsætisráðherra Ísraela, og er hans hlutverk að taka þá einstaklinga úr umferða ásamt nokkrum félögum sínum sem stóðu á bakvið morðin í Munchen.

Það er skemmst frá því að segja að myndin er í alla staði góð.

Það hefur verið í tísku að gera sögulegar myndir í Hollywood að undaförnu (Troy, Kingdom og Heaven, Alexander o.s.frv.) og er þessi mynd vissulega söguleg í því samhengi. Það sem sker Munich hinsvegar úr frá áðurnefndum myndum er m.a það að hún er laus við alla tilgerð og er mjög raunsæ. Eric Bana sýnir stórleik og passar fullkomlega við sitt hlutverk. Einnig leikur hinn nýji James Bond, Daniel Craig helsta aukahlutverkið og ferst það honum vel úr hendi, vona að hann fari eins vel með hlutverk njósnarans. Klippingin í myndinni er mjög flott sem og kvikmyndatakan, sem er til fyrirmyndar. Munich er stórmynd sem kemur vel til greina sem mynd ársins og á ég von á því að hún muni gera vel á Óskarsverðlaunahátíðinni. Ég gef henni fjórar stórar stjörnur og er hún vel þess virði, frábær skemmtun sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

28.04.2022

Kjöthakk plataði Þjóðverja

Hin sögulega kvikmynd Operation Mincemeat var frumsýnd í vikunni, en hún byggir á kostulegri sögu úr seinna stríði. Árið 1943, þegar Seinni heimsstyrjöldin stóð sem hæst, þá suðu breskir leyniþjónustumenn sa...

31.12.2020

Stjörnurnar sem kvöddu okkur á árinu

Fjölmargir þekktir einstaklingar víða kvöddu okkur á árinu 2020; fólk sem hafði getið af sér gott orð í listaheiminum. Í hópi þeirra sem létust má nefna tónskáld á heimsmælikvarða, nokkrar skærustu leikko...

01.05.2020

20 magnaðar kynlífssenur í kvikmyndum

„Kynlíf er leiðinlegt ef þú ert ekki þátttakandi í því“ Þetta sagði leikstjórinn Ridley Scott eitt sinn, aðspurður um hvers vegna ástarleikir hafi svona oft verið fjarverandi í hans kvikmyndum. Sjálfur hefur...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn