Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Green Street Hooligans 2005

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 2. desember 2005

Stand Your Ground And Fight.

109 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 46% Critics
The Movies database einkunn 55
/100

Eftir að hafa ranglega verið rekinn úr Harvard háskólanum eftir að smáræði af kókaíni finnst hjá honum, þá flytur Matt til London til að búa með systur sinni og eiginmanni hennar Steve. Hann kynnist fljótlega hinum fjöruga og sjálfsörugga bróður hans, Pete. Í fyrstu er Pete hikandi varðandi Matt og vill ekki leyfa honum að fara með sér í bæinn, af því... Lesa meira

Eftir að hafa ranglega verið rekinn úr Harvard háskólanum eftir að smáræði af kókaíni finnst hjá honum, þá flytur Matt til London til að búa með systur sinni og eiginmanni hennar Steve. Hann kynnist fljótlega hinum fjöruga og sjálfsörugga bróður hans, Pete. Í fyrstu er Pete hikandi varðandi Matt og vill ekki leyfa honum að fara með sér í bæinn, af því að hann vill ekki fá á sig stimpil sem “utangarðsmaður”, en eftir að hafa farið á fyllerí með honum og félögum hans, þá breytist álit hans á honum fljótt. Á leiðinni heim af fótboltaleik, þá er ráðist á Matt af hrottum frá Birmingham, en Pete og vinir hans bjarga honum. Eftir þetta kemst Matt að því að Pete og vinir hans er fótboltabullur og starfrækja GSE “fyrirtækið” ( Green Street Elite ). Í fyrstu er hann hræddur við ofbeldið sem fylgir þessu, en fljótlega verður hann ónæmur fyrir því eins og hinir - en eftir því sem hlutirnir atvikast í framhaldinu, þar sem sviksemi og afhjúpanir spila rullu, endar þetta allt í miklu uppgjöri þegar höfuðandstæðingarnir Millwall og West Ham United mætast á fótboltavellinum. ... minna

Aðalleikarar


Geðveik mynd, allar fótboltabullur sameinist og farið á myndina. Eftir á líður manni eins og að hafa farið fótboltaleik og sé á leið í slagsmál með félögunum. Varúð í myndinni eru gróf og raunveruleg slagsmálaatriði, sem minna á Fight club og Snatch. En svo er myndin alveg rosalega sorgleg á köflum sem gerir hana bara en betri.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Greenstreet Hooligans er persónusaga Matt Buckners sem á sér stað í Englandi eftir brottvísun hans frá Harvard, þar kynnist hann frábrugðinni menningu og hann lærir hvað það er að vera hluti af fótboltafirmu með honum Pete sem stjórnar henni. Reynslan hans skapar nýja hlið á honum þar sem ofbeldi verður venja og orðspor skiptir mestu máli en það sem hann þarf líka að læra eru takmarkanir því áhættan bakvið þessar firmur geta valdið miklu veseni. Myndin byggist aðallega og er gersamlega í höndum leikaranna, handritið var mjög vel skrifað en ef leikararnir hefðu ekki staðið sig þá hefði öll sagan drepist. Sem betur fer þá fara þeir Elijah Wood og Charlie Hunnam vel með söguna, Hunnam var ég mest sáttur með sem Pete, Matt og Pete verða mjög ólíklegir vinir en þeir virkuðu vel saman. Lexi Alexander hefur staðið sig mjög vel, stíllinn var mjög hrár og raunverulegur og sama með ofbeldið, eini gallinn sem mér fannst trufla myndina voru nokkur augnablik af talsetningu sem þjónuðum litlum tilgangi, annars þá er Greenstreet Hooligans mjög vel heppnuð persónumynd um karakterörk Matt Buckner's og ég er mjög sáttur með hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég verð að viðurkenna að ég er frekar sólgin í fótboltabullumyndir og ákvað um leið og ég heyrði að Green Street Hooligans væri á leiðinni að fara á hana. Charlie Hunnam er líka leikari sem mér finnst gleðja augað, svo ekki skemmdi það fyrir, en það er annað mál. Mér fannst myndin hin besta skemmtun þrátt fyrir að viðfangsefnið væri nú ekki fagurt. Ofbeldi er samt alltaf eitthvað sem trekkir að og hvort sem manni líkar betur eða verr þá sogar það mann til sín. Fótboltabullur eru vægast sagt mjög sérstakt fyrirbæri og fyrsta hugsunin þegar maður heyrir um ólæti þeirra í fréttum er; hvað er að þessum andskotans mongolítum? Samt er það svo að þegar maður horfir á kvikmyndir um efnið þá líður ekki á löngu þar til maður er farinn að skilja þetta fólk að einhverju leyti. Það er eitthvað við andrúmsloftið, pöbbafílinginn, gleðina og húmorinn sem nær til manns og á endanum er maður simpatískur gagnvart þessum ofbeldisseggjum sem eru með skrílslæti og ofbeldi til að upphefja sjálfa sig í fábrotinni tilveru sinni.

Annars fannst mér Elijah Woods alveg hreint ágætur í sínu hlutverki og það er svolítið sérstakt að sjá hann leika töffara með sígó í munni þegar maður minnist hans sem barnastjörnunnar sem hann var. Charlie Hunnam var virkilega góður og ég er fegin að hann ætlar ekki að festast í sætu stráka týpunni. Mér þykja breskir leikarar yfir höfuð frábærir þannig að ekki er hægt að kvarta yfir því. Sá leikari sem mér fannst samt ekki eiga heima í þessari mynd, frekar en öðrum, er Claire Forlani sem er einstaklega hæfileikalaus, væmin og klígjuleg leikkona þó vissulega sé hún fögur sem egg.

Mér fannst myndin nokkuð góð og það eru engir áberandi gallar sem ég get bent á. Góð skemmtun, sérstaklega

fyrir þá sem hafa gaman af bresku andrúmslofti
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er bara snilldarlega góð og séstaklega fyrir fótboltaunnendur maður fær alveg beint í æð hvernig þetta er í Englandi í sambandi við öll þessi slagsmál sem eru í kringum leikina hún er bæði spennandi og dramatísk maður nær alveg að lifa sig inn í hana allan tíman ég gef þessari mynd 4 stjörnur vegna þess hvernig myndin er og leikin. Ég segi bara fyrir mig að ég var nú ekki beint spenntur að sjá hana fyrst, vegna þess að ég er ekki mikið fyrir evróskar myndir enn þessi situr enn í mér þó svo að ég hafi séð hana um helgina.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Kvikmyndin Green Street Hooligans í leikstjórn Þjóðverjans Lexi Alexander segir frá lífi knattspyrnubullna í London.Myndin hefst eins og knattspyrnumyndin Goal í Bandaríkjunum. Matt (Eljah Wood) fjölmiðlanemi í hinum virta Harvard háskóla er rekinn þegar kókaín finnst í hirzlum hans. Hann flyst í kjölfarið til London til systur sinnar og mágs. Þar kynnist hann Pete (Charlie Hunnam) sem er forsprakki helsta gengi heimsborgarinnar, Green Street sem styður West Ham United félagið. Matt dregst inn í heim fótboltabullnanna en þar eru menn innvígðir og innmúraðir. Veldur óvænt innganga Matt nokkrum núning. Kostar það átök milli Bower sem verður Júdas sögunnar og Pete. Pete er annars góður drengur í vondum félagsskap.Sagan sem er vel spunnin og vel gerð vindur hnitmiðað áfram og endar með uppgjöri fyrir bikarleik West Ham og Millwall.Stjarna myndarinnar er ekki Hobbitinn Eljah Wood, heldur stelur Charlie Hunnam forsprakki GSH senunni. Minnti mig á Hauk Margeir í (Ó)eðli hvað útlit og takta varðaði.Lexi nær nokkuð vel stemmingunni á knæpum fyrir leiki þar sem bjórinn ræður ríkjum. Myndataka og klipping í átakaatriðum er góð og fær mann til að upplifa sársaukann. Maður spyr sig þá, Er þetta eftirsóknarvert hlutskipti að vera bulla?, berja og verða barinn. Af hverju eru menn að þessu?Enski boltinn er á fljúgandi siglingu hvað vinsælir varðar um þessar mundir út um allan heim og þessi mynd er gott innlegg í einn heim knattspyrnunnar. Yfirvöld hafa sem betur fer tekið hart á fótboltabullum og næstum náð að úthýsa frá völlum sem betur fer.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn